Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1956, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1956, Blaðsíða 1
MANIUSKAÐAVEÐRIÐ Á HALAMIOLM ALLAN JOHN VILLIERS heitir brezkur rithöfundur, sem skriíað hefir margar sjóferðasögur. Nýasta bók hans heitir „Posted Missing" og seg- ir frá skipum, sem horfið hafa á seinni árum. Þar er þessi^kafli um brezku togarana „Lorella" og „Roderigo" sem fórust í ofviðrinu á Halamiðum 26. janúar 1955. í sama veðri fórst togarinn Egill rauði frá Neskaupstað undir Grænahlíð við ísafjarðardjúp. JMDRRELLA var eitt ið ágætasta skip, sem nokkuru sinni hefir látið úr höfn í Hull. Steve Black- shaw skipstjóri var stundum að hugsa um hvað karl faðir sinn mundi hafa sagt um alla þessa stóru togara, sem nú stunda veiðar á fjarlægum miðum. Faðir hans Georg Blackshaw hafði líka verið skipstjóri, en hann hafði verið á þessum gömlu kútter- um, áður en nokkur guíutogari sást í Hull. Georg skipstjóri hafði verið aðmíráll yfir „Great Northern Fishing Fleet“ — aðmíráll, æðsti skipstjóri á þessum stóra kúttera- flota, og eins seinna, eftir að vélar komu í skipin. En það voru engir aðmírálar eftir 1955 — það er ekk- ert rúm fyrir aðmírála í heimin- um nú á dögum. Nú verður hver að sjá um sig. Annars varð Steve Blackshaw að viðurkenna ,að allt hafði verið lagt upp í hendurnar á honum. Honum hafði verið fengið ágætt skip, eitt ið bezta af 160 togurum í Hull, bezta og stærsta togaraflota í heimi. Hann var stoltur af þeim flota, eins og allir þessir 3500 sjó- menn, sem á skipunum eru, hvort sem það eru skipstjórar, stýrimenn, kokkar, hásetar eða liðléttingar. Skipið hafði in beztu veiðarfæri og siglingatæki, sem til voru — þar á meðal rafmagns-dýptarmæli, sem var alveg ómissandi. Black- shaw skipstjóri minntist þess hvað faðir hans hafði verið mikið á móti dýptarmælum þegar þeir komu fyrst. „Hvað er að dýptarlóðinu?" þrumaði hann. „Fáið mér sökku og streng — eg veit að mér er óhætt að treysta þeim“. En nú voru auk þess komin raf- Allan J. Villiers magnstæki til þess að leita uppi fisk. „Leitið og þér munuð finna“, hafði gamli maðurinn sagt, en hann hafði ekkert við að styðjast nema dýrkeypta reynslu. Hann hafði ekki þurft að fara oft til Hvítahafsins, Barentshafsins eða íssvæðanna norður af íslandi. Hann hafði heldur eigi þurft að fylla 600 smálesta skip, sem hafði kostað um 200.000 sterlingspund nýsmiðað, og kostaði um 200 strl-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.