Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1956, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1956, Síða 11
; MORGUNBLAÐSINS 607 KJARNORKA / þágu friðarins skipaskurð milli Rauðahafs og Nílar 600 árum fyrir vort tímatal, og hann var í notkun allt fram á 8. öld. Líklega hafa Egyptar gert skurð þennan til þess að geta siglt til suðurhluta Arabíu og Eþíópíu, því kunnugt er að þaðan höfðu þeir mikla aðdrætti. Annar skurður, sem kenndur var við Zarou, var notaður sem siglingaleið þangað fyrir leiðangra er fóru til Sinaiskaga og Sýr- lands. í hofi nokkru í Karnak er rismynd á vegg og er hún frá dög- um Seti I. Þar er sýnt að skurður- inn liggur í gegn um miðja borg- ina. Rómverjar framlengdu hann svo síðar til Ostracine, sem var höfn við Miðjarðarhaf. Þriðja skurðinn lét Ptolemy Philadelphus gera á árunum 285— 246 f. Kr. Segir sagnritarinn Strabo frá þessu og getur þess að Ptolemy hafi látið gera tvöfalda hafnarloku í skurðinn hjá Níl, svo að sjávar- vatn mengaði ekki vatnið í ánni. Ekki er kunnugt hve lengi skurð- ur þessi var í notkun, en sagt er að Trajan keisari hafi látið gera við hann árið 98, svo að hann hafi verið fær skipum. Um einni öld síðar var hann orðinn fullur af sandi. BÖRNIN — FRAMTÍÐIN Því ríkari sem sú hugsun verður, að þessir smáu og varnarlitlu lík- amir og þessar gljúpu sálir séu framtíðarvon mannkynsins, því fremur hlýtur allt það sem lýtur að uppeldi og menntun að verða alls- herjar áhugamál, svo að þroskinn verði sem mestur, en sem fæst kulni út af þessu ungviði, eða verði að kræklóttum hríslum. — Sennilega munu menn komast á þá skoðun, að meðferð ungbarna sé í rauninni það, sem ætti að vera mesta áhuga- mál hverrar þjóðar. Þá er undir- staðan lögð, sem mestu varðar. — (Dr. Helgi Pjeturss). Á SEINUSTU tíu árum hefir mannkynið stigið stærra skref fram á leið heldur en nokkuru sinni áður. Á þessum árum hefir hafizt ný öld, hér hafa orðið þátta- skil í sögu mannkynsins. Það er kjarnorkuöldin — hagnýting kjarnorkunnar, ekki til þess að drepa eða eyða, heldur til þess að efla friðsamlega framþróun. Nú er þegar svo komið að kjarnorkan er notuð til þess að auka þægindi á heimilum, auka framleiðslu í land- búnaði, efla iðnað og skapa nýar iðngreinir, og síðast en ekki sízt, til þess að auka almenna heilbrigði. Svo langt er nú komið notkun kjarnorkunnar í þágu læknislistar, að talið er að hún hafi nú bjargað fleiri mannslífum heldur en þeim sem hún tók í Hiroshima og Naga- saki. Talið er og, að kjarnorkan spari nú amerískum iðnaði um hundrað milljónir dollara á ári. Kjarnorkan hefir orðið til þess að auka afköst, bæta iðnvörur, lækka framleiðslukostnað og fyrirbyggja mistök. Bráðum eru komnar á laggirnar átta kjarnorkustöðvar í Banda- ríkjunum, sem framleiða rafmagn. Bretar hafa á prjónunum stórkost- lega rafvæðingu með kjarnorku og ætla sér að reisa 12 kjarnorku- stöðvar, sem vinna í þágu frið- samlegs athafnalífs. Gert er ráð fyrir að rafmagnið frá brezku stöðvunum verði ódýrara heldur en rafmagn frá þeim stöðvum, sem Bretar eiga nú. Þetta skilzt betur þegar menn athuga, að orkan í ein- um teningsþumlungi af úraníum jafngildir þeirri orku sem er í 3.000.000 punda af kolum. Sú orka mundi nægja meðalheimili í 9000 ár. Rúmlega þúsund iðnfyrirtæki í Bandaríkjunum nota nú daglega kjarnorku í ýmsum myndum. Mörg þeirra eiga sínar eigin rannsókna- stofur til þess að leita uppi nýa og nýa hagnýting orkunnar. Hér er um eitthvert allra stærsta fyrir- tæki í Bandaríkjunum að ræða — og má þó segja að það sé enn á byrjunarstigi. Sérfræðingar segja að geislavirk efni (isotopar) hafi orðið engu þýðingarminni fyrir læknavísindin heldur en smásjáin og uppgötvun sóttkveikjanna. Dr. Charles Dun- ham hefir sagt, að með þessu hafi læknum verið fengið í hendur töframeðal til þess að kynnast því hvernig inir ýmsu hlutar líkamans starfa og hvernig þessi starfsemi breytist, þegar eitthvað er að. Á sama hátt er hægt að rann- saka líkama húsdýranna og segja nákvæmlega til um hvernig bezt sé að fóðra þau. En kjarnorku- fræðingarnir geta líka kennt bænd- um hvernig þeir eigi að auka gróð- ur jarðar margfaldlega. Þeir sjá hvernig áburður verkar á gróður- inn, hve mikið þarf af honum og hvaða tegundir henta bezt á hverj- um stað. En þeir finna líka ráð til þess að útrýma illgresi, hættuleg- um skordýrum og sjúkdómum í jarðargróðri. Notkun kjarnorku í iðnaði er þeg-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.