Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1956, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1956, Blaðsíða 13
609 L2SBÓK M0RLJN3L LSIN-S GAMANSÖM GREIN Mörgum kílómetrum héðan, handan við Cranbrook, átti annar Indíáni heima og hann var kallaður Laxa- Jack. Hann var nú ásamt kerlu sinni og barnabörnum á berjamó skammt frá heimili sínu, og áttu þau sér einskis ills von. Skyndilega fann Laxa-Jack það á sér að á sig mundi horft. Hann skyggndist um í allar áttir. Að lokum sá hann glóra í augu í skógarþykkninu, en gat enga grein gert sér fyrir hvaða skepna þar væri, því að augun voru svo hátt frá jörð, að engar líkur voru til þess að nokkur skepna gæti teygt svo úr sér. Gamla manninn grunaði að ekki væri allt með feldu. Hann gaf þvx aðvörunarmerki og allir þrifu berja- fötur sínar hálffullar og hlupu heim á leið. Þegar Laxa-Jack var kominn að kofadyrunum, sneri hann sér við og sá þá eitthvert ferlíki koma á hæla sér. Allir flýttu sér inn og Laxa-Jack rak hurðina aftur og setti slagbrand fyrir. Ef þau hefði nú skilið berjafötur sínar eftir þar sem þau voru að tína, hefði þau sennilega komizt hjá mik- illi skelfingu, því að skepnan var hungruð og hafði fundið lykt af berj- unum og rann á lyktina. En þegar fólkið hvarf inn í kofann, heyrðist úti fyrir blástur og dynjandi þrumur, ógurlegri heldur en fólkið hafði heyrt í nokkru dýri. Og rétt á eftir brast og brakaði í kofanum og hann rugg- aði eins og hann ætlaði að velta um koll. Skepnan hafði lagst á vegginn og kofinn lét undan. í skelfingu og ofboði reyndi Laxa-Jack og fjölskylda hans að styðja vegginn, en áttu þó von á því á hverri stundu að kofinn mundi hrynja yfir sig. Engum kom til hugar að ófreskjan vildi ná í berin. Þau heldu að hún ætlaði að eta sig. Glugginn stóð opinn og allt í einu hlykkjast inn um hann einhver ógur- legur fálmari og dúaði í allar áttir, eins og hann væri að skoða herberg- ið. Laxa-Jack hafði aldrei heyrt getið um rana á fíl. Hann vissi því ekki hvað þetta var, en hann var ákveðinn í að falla heldur með sæmd en lifa við skömm, svo að hann þreif eldhús- skörunginn og lagði honum af alefli í þessa kyrkislöngu. Þá heyrðist ógur- legt org úti fyrir og þetta hvarf. Laxa- Jack leit út um gluggann og sá þá hvar ferlíkið fór greitt burt frá kofanum og hvarf inn í skóginn. En ÞEGAR litið er í íslenzk blöð hér fyrrum, ber þar mikið á alvarleg- um greinum. Eru sumar þeirra ritaðar af þjósti og stóryrði ekki spöruð. En til er það, að blaða- menn hafa tekið upp léttara hjal, brugðið fyrir sig kímnigáfu og háði. Eftirfarandi grein, sem birt- ist í „Fjallkonunni“ fyrir tæpum 70 árum, er gott sýnishorn af þeim rithætti. ÚTBREIDDASTA FÉLAG í HEIMI er eflaust Búnaðarfélag Suðuramts- ins. Það er fyrir ötulleik forsetans, H. Kr. Friðrikssonar, að félagið hefir náð meiri vexti og viðgangi, en dæmi eru til. Hefir það nú fært svo út kví- arnar, að það lætur sér ekki nægja, eins og önnur mannleg félög, að gera umbætur á vorum litla jarðarhnetti, heldur ná framkvæmdir þess út fyrir endimörk hins jarðneska, upp til and- anna heimkynna. Samkvæmt skýrslu íélagsins, sem nú er nýprentuð, hefir félagið þegar þrjá fulltrúa á himnum, sem dánir eru fyrir nokkrum árum. Það er Einar ísleifsson bóndi á Selja- landi, sem á líklega að útvega sólskin hjá himnaföðurnum, Einar Jóhanns- son hreppstjóri í Þórisholti, sem lík- svo var fólkið óttaslegið, að það þorði ekki að opna dymar fyr en daginn eftir. Og þá stóðu inar furðulegustu fyr- irsagnir með stóru letri í blöðunum: „Hundruð manna eltast við fjórtán fíla í British Columbia". — „Risavaxin dýr á sveimi í Klettafjöllum". — „Fimm menn hafa slasast í viðeign við fíla í British Columbía". Járnbrautarstjómin skipaði mönn- um sínum að gefa nánar gætur að því hvort fílar sæist nokkurs staðar meðfram járnbrautinni. Slík tilkynn- ing hefði verið skiljanleg í Kenya eða Súdan í Afríku, en hér í British Columbia þótti hún furðuleg. En svo var heitið háum verðlaunum hverjum þeim, er vísað gæti á fílana, og þá lega á að útvega oss regnið, og Eyólfur Stefánsson bóndi á Núpstað, sem lík- lega á að heita á til fjárheilla, því að hann var sauðabóndi mikill meðan hann lifði. Vera má og að téðir full- trúar eigi að útbýta skóflum hjá þeim þar efra, til að venja þá við mokstur áður en H. K. kemur. Auk þessara himinfulltrúa eru einnig taldir í síð- ustu skýrslu búnaðarfélagsins ýmsir meðlimir, sem fyrir löngu em komnir í annan heim; einn þeirra, Guðmund- ur Grímsson, er dáinn fyrir 10 árum; hann var vinnumaður meðan hann lifði hér en er nú farinn að hokra, orðinn bóndi í öðru lífi, að því er skýrslan segir. Stórkostlegar hafa framkvæmdir félagsins verið árið sem leið, sem nærri má geta. Skulum vér aðeins nefna tvö ótrúleg þrekvirki. Þess er getið í skýrslunni að þurrkuð hafi verið upp „botnlaus“ dý í Borg- arfjarðarsýslu; er sagt að til þess hafi verið grafnir djúpir skurðir, og getum vér vel trúað því. Annað þrekvirkið er það, að samkvæmt félagsskýrslunni hafa Hnausar verið bomir austan úr Meðallandi með fullri áhöfn núna á þorranum, og settir niður í Borgar- fjarðarsýslu. Þetta er ekki mennskra manna færi, og ímynda eg mér, að alþýða fari nærri um, hver Hnausana hafi borið. fóru Indíánarnir hjá Cranbrook á stúfana. María sendi dótturdóttur sína að til- kynna, að þrír fílar hefði ráðizt á garðinn sinn og mundu vera þar í ná- grenninu. Þangað var farið með tamda fíla og þessum þremur náð, og þá fekk María meiri peninga en hún hefði getað unnið sér inn á langri ævi. Indíáni nokkur var á reið skammt þaðan er fíllinn hafði ráðizt á Charlie Sunrise. Hesturinn fældist skyndilega, Indíáninn hrökk af baki og stórslasað- izt. Þá sá hann fílinn og með veikum hurðum gat hann dregizt til manna- byggða og skýrt frá þessu. Dögum saman stóð eltingaleikurinn við fílana, en þeir voru dreifðir um

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.