Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1956, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1956, Blaðsíða 4
600 LESB.ÓK MORGUNBLAÐ3INS vel á þessum slóðum í janúar- mánuði. Margir Hull-togarar og nokkrir frá Grimsby, voru á þessum slóð- um, líklega allt að tuttugu, því að beztu fiskimiðin í janúar eru norð- ur af íslandi. Þetta er slæmur stað- ur, en hin fiskimiðin — Hvíta- hafið, Barentshaf og grunnin hjá Spitzbergen, Bjarnarey og New- foundlandi — eru þó verri. Það er undarlegt hvaða staði þorskurinn velur sér! í talstöðinni heyrði Blackshaw skipstjóri til margra Hull-togara. Hann var vanur að hafa stöðina stillta á bylgjulengd togaranna og hlusta eftir fréttum um hvernig hinum skipunum gengi og hvar helzt mundi fisk að fá. Skipstjór- arnir voru þó ekki vanir að gefa miklar upplýsingar. Þeir höfðu sín „leyndarmál“, en alltaf var þó hægt að fá fréttir um veðrið og hvað skipunum liði, ef nógu lengi var hlustað. Þarna var inn mikli togari Rode- rigo frá Hull, 800 smálestir, og hafði verið hleypt af stokkunum með mikilli viðhöfn fyrir fimm árum. Þarna var Kingston Garnet, Kingston Zircon og fleiri Kingston togarar, Imperialist, Macbeth, Lancella, Eskimo, Conan Doyle og Grimsby-togarinn Grimsby Manor, og margir aðrir. Flestir leituðu lands í ofviðrinu, en Kingston Garnet, Roderigo og Lorella heldu kyrru fyrir. Engar fréttir höfðu komið um að veðrið mundi versna, né heldur hve lengi það mundi standa. Einhvem tíma hlaut hann að lægja. Og það var öruggara að vera úti á rúmsævi, heldur en að leita lands — að minnsta kosti fyrir Lorella, því að það var ekki gaman í blindhríð að rata á fjörð og vera með bilaða ratsjá. Og hvernig færi ef hann hitti ekki á fjarðarmynni? Annað eins hafði komið fyrir. Nei, Black- shaw skipstjóri var einráðinn í því að vera úti á miðunum, hann var líka betur settur þar þegar storminn lægði og hægt var að byrja veiðar. En ofviðrið geisaði dag eftir dag, og alltaf var hann á norðaust- an. Lorella hafði nú borizt norður fyrir það svæði þar sem Golf- straumurinn heldur sjávarhitá yf- ir frostmarki, og þá tók að hlaðast klaki á skipið, lítill í fyrstu, en jókst óðum. Ágjöfin varð að klaka og gerði brynju á skipið. Snjórinn klesstist í vætuna og varð að klaka á samri stund og fyllti öll skot. Fram að þessu hafði ágjöfin skol- að þilfarið og haldið því hreinu, en nú fór allt í klaka þar. Á NÓNI 25. janúar lét Blackshaw skipstjóri loftskeytamanninn senda skeyti til útgerðarinnar í Hull, til þess að tilkynna henni að hann hefði nú orðið að hamla móti veðri og sjó í sextíu klukkustundir — og það er langur tími fyrir gott skip, jafnvel norðan við ísland í janúar. Hann lét þess ekki getið, að skipið barst norðar og norðar, og nær og nær ísröndinni, þar sem frostið er meira og þar sem klak- inn hlóðst örar á skipið. Alls staðar myndaðist klaki. Hann hlóðst á stögin, svo að fram- stagið var orðið álíka gilt og síma- staur, hann hlóðst í reiðann, utan á stálsigluna og vinnuljósin, á skjólborðin, stýrishúsið og bátana, svo að þeir og gálgarnir urðu að einum klakaklump. Hvenær sem færi gafst voru skipverjar að reyna að höggva klakann, en bæði var illverandi á þiljum og svo komust þeir ekki að klakanum þar sem nauðsyn var að brjóta hann. Þeir komust ekki upp í reiðann. Á skipinu var dælu- kerfi fyrir heitt vatn og var hægt að setja það í samband við slöng- urnar á þilfari. Þeir reyndu heita vatnið, en það fraus í slöngunum. Og það er óvíst að heita vatnið hefði komið þeim að gagni, það mundi hafa frosið jafnharðan og það kom undir bert loft. Aðfaranótt 25. janúar var löng, en ekki var æðru að sjá á neinum manni. Þeir voru vissir um að veðrið mundi lægja og draga úr frosti. En stormurinn helt látlaust áfram, skipið hjó upp í hann og barst leo<tra og lengra norður og látlaust hlóðst klaki á það. Nú var það oröið þungt í vöíunum og lét illa að stjórn. Enn var fárviðri og stórsjór og blindbylur. Og snjórinn hlóðst jafnt og þétt á skipið og varð að klaka. Og skipið lét ver og ver að stjórn. Nú þótti Blackshaw skipstjóra vænt um að Roderigo skyldi vera skammt undan. Þeir voru aldavinir hann og skipstjórinn á Roderigo. Fyrir rúmum sólarhring höfðu þeir báðir heyrt í Kingston Garnet og kvaðst skipstjórinn þar vera illa kominn, því að vír hefði farið í skrúfuna. En skipstjórinn var ágætur og honum var trúandi til þess að greiða úr þessu og bjarga skipi sínu. Skipstjórarnir á Lorella og Roderigo voru þá alltaf við- búnir að koma honum til hjálpar, ef hann kallaði. Þeir vissu ekki þá hvað þeirra sjálfra beið. Garnet gat losað skrúfuna, en klakinn hafði brotið niður loftnetið, svo að ekki var hægt að hafa samband við hin skipin. 26. janúar var skammt á milli skipanna, Lorella þó nokkru norð- ar og í stærri klakabrynju. Þau höfðu samband sín á milli með talstöðvunum . Öll hin skipin heyrðu til þeirra þar sem þau lágu inni hér og hvar á Vestfjörðum. (Það var vitið þeirra meira, að leita landvars). Lorella varð æ þyngri í vöfun- um og hætti nú við að slá undan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.