Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1956, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1956, Blaðsíða 14
611 JSSBÓK Uii.jL-IÐSíí»S GAlliLA FOLKIÐ Það á ekki að setja menn út í horn þegar þeir hafa náð vissum aldri ^ÖMLU fólki fjölgar stöðugt hlutfallslega í heiminum. í mörgum löndum er þetta svo áber- andi, að þjóðfélögin verða að taka nýa afstöðu gagnvart aldraða fólk- inu. Svo segir í „Impact“, vísinda- legu tímariti, sem gefið er út af UNESCO. Þar segir enn fremur, að í Bretlandi sé nú 14% þjóðarinnar karlmenn komnir yfir 65 ára ald- 100 km. svæði. Flestir náðust á þann hátt, að þeir voru króaðir inni af mönnum, sem riðu á þægum filum. Að lokum höfðu allir fílamir náðst lifandi, nema einn. Hann var trylltast- ur þeirra allra og var kominn inn í gljúfragöng, þar sem ekki var hægt að komast að honum. >ess vegna var hann skotinn. En vegna verðlaunanna græddu Indíánarnir hjá Cranbrooke meira á fílaveiðum heldur en nokkur líkindi eru til að menn í Afríku og Asíu geti grætt á slíku. Aldrei hafði það áður komið fyrir, að fílar væri á ferð í British Columbia. Þetta voru fjórtán fílar, sem höfðu sloppið úr haldi hjá Sellg Floto Cirkus í Cranbrooke. Þetta varð Indíánunum óþrjótandi umræðuefni. Og enn í dag segja þeir langar sögur af inum tröllauknu ó- freskjum, sem fóru um land þeirra, brutu niður skógana, tróðu niður garða og lögðu friðsama Indíána í einelti. Sögumar hafa s mám saman verið færðar í stílinn og gerðar skáldlegri og skáldlegri. Og hvar sem Indíánar koma saman til þess að ræða um veiðar og frægðarverk sín, þá er það visst mark að einhver segir: „Hefirðu heyrt um það þegar menn veiddu fíla hér í British Columbía?“ ur og konur komnar yfir sextugt. Og prófessor Tunbridge spáir því, að áður en aldarfjórðungur sé lið- inn, muni þriðjungurinn af öllum kjósendum í Bretlandi og Svíþjóð vera fólk, sem komið er yfir sex- tugt. Og til ins sama stefni í ýms- um öðrum löndum, svo sem Br",da- ríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýa Sjálandi og meðal hvítra manna í Afríku. Ástæðurnar til þess, að alltaf fjölgar öldruðu fólki, eru aðallega bætt lífskjör og sigur læknavís- indanna á mörgum sjúkdómum. Cjg þegar læknavísindunum tekst að draga enn meira úr hrörnunar- sjúkdómum, eða jafnvel r'-'-"a þeim, þá mun hlutfallið enn breyt- ast, svo að 100 ár verði me„»i-iuur manna, eða jafnvel enn hærri ald- ur. Með þessari lenging ævinnar og batnandi heilsu eru þeir ekki leng- ur „gamlir“, sem svo hafa verið taldir áður. Það eru t. d. ekki ýkja mörg ár síðan að hér á landi voru fimmtugir menn kallaðir gamlir. En slíkir menn verða ekki nema miðaldra, þegar mannsævin er orðin 100 ár. Og nú þegar er svo komið, að fimmtugir menn eru ekki lengur gamlir hér á landi. „Ellimörkin" hafa færst ótrúlega mikið fram. Nú er hér fjöldi sjö- tugra og hálfáttræöi'a, sem enginn mundi láta sér til hugar koma að kalla gamalmenni. Þeir eru í fullu fjöri og hafa fullkomna starfs- orku. Það eru ein rangindin í þessu þjóðfélagi, að vér skulum búa við úrelt lög um það, hvenær menn skuli teljast gamlir. Þessi rangindi bitna eigi aðeins harðlega á þeim, sem fyrir þeim verða, heldur einn- ig á þjóðfélaginu í heild. Það er verið að „setja menn út í horn“ þegar þeir hafa náð vissu aldurs- skeiði og sagt við þá: „Jæja, góði minn, nú ertu orðinn svo gamall, að ekkert gagn er í þér lengur, og þess vegna er bezt að þú hvílir þig það sem eftir er ævinnar." Þarna duga engar mótbárur, þótt mennirnir hafi svo mikið starfs- þrek, að það mundi nægja þeim enn um 20 ára skeið. Þeir verða að setjast í helgan stein, og iðju- leysið fer fljótt með heilsu þeirra. En þjóðfélagið hefir fleygt frá sér dýrmætu vinnuafli. Á þetta atriði drepur prófessor Tunbridge líka í grein sinni. Hann segir þar, að nauðsynlegt sé að endurskoða lög um aldurstakmörk. Og menn verði einnig að gera sér það ljóst, að eftir því sem aldur manna hækkar, eftir því vaxi nauðsynin á að láta þetta „gamla“ fólk fá atvinnu við sitt hæfi. All- ur þorri inna „gömlu“ manna bíði af því andlegt tjón, að verða að hætta þeirri vinnu, sem þeim hefir eigi aðeins verið framfærslulind um fjölda ára, heldur einnig orð- in hluti af andlegu lífi þeirra. Hann bendir á, að fjölda margir sjálfstæðir iðnaðarmenn gangi til vinnu sinnar að sjötugsaldri, eða lengur. Og hann bendir ennfrem- ur á að áttræðir snillingar hafi samið þau meistaraverk, er allur heimur dáir. Þar nefnir hann „Faust“, því að Göthe var orðinn áttræður er hann samdi seinna hluta þess skáldverks, og „Fal- staff“, se;n Verdi samdi eftir að hann varð átír: ur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.