Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1956, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1956, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 603 Skiðafólk á Tasmanjökli í Nýa-Sjálandi, þá er miklu kaldara hjá oss og tíð- arfar óstöðugra allan ársins hring. Þjóðarauðurinn er að miklu ’leyti frá landbúnaðinum kominn. Árið 1951—52 var andvirði landbúnaðar afurða um 58% af öllum þjóðar- tekjunum. Nýsjálendingar hafa lagt mesta stund á kvikfjárrækt, og þótt ávaxtarækt sé þar mikil og á háu stigi, þá eru þó aðal afurðir landbúnaðarins ull, kjöt og mjólk- urafurðir. Þessar þrjár vörutegund- ir eru 90% af öllum útflutningi. Grasrækt gefur mest af sér, og gras- ið er að vaxa allan ársins hring hjá oss, nema um miðbik Suður- lands, þar sem kaldast er á vetur. Nú eru í landinu 37 milljónir sauð- fjár, svo að landið er fjórða mesta sauðfjárræktarland í heimi. Næst sauðfjárafurðum koma afurðir mjólkurbúanna. Þau eru aðallega á Norðurlandi, þar sem er mikil og jöfn úrkoma allan ársins hring. Jarðvegur er þar mjög frjór, og kýrnar ganga yfirleitt úti allt árið. Þar er veðrátta svo mild, að ekki þarf fjós handa nautpeningi. Mjólkurbúin framleiða aðallega smjör og osta, en einnig þurmjólk og „kaseín“. í landinu eru 4000 aldingarðabú. Þau eru aðallega þar sem loftslag er þurrara og meira um sól, svo sem á austurströnd Norðurlands, og norðurströnd Suðurlandsins og um miðbik þess. Mestur hluti ávaxtanna fer til neyzlu innan lands, en þó eru fluttir út ávextir fyrir 2 miljónir sterlingspunda á ári. Stöðugur skortur er á vinnuafli við landbúnaðinn. Af því hefir leitt, að jarðirnar hafa verið brytjaðar niður í hæfilegar stærðir fyrir ein- yrkja, eða menn, sem hafa stuðn- ing af fjölskyldu sinni. Þar er áhöfnin venjulega 1200 kindur (þar af 600 ær), eða þá 50 kýr mjólk- andi. Víða verða menn þó að fá kaupafólk um háannatímann. Fleiri bændur eru í landinu en vinnu- menn og kaupamenn. Af þessu staf- ar það sjálfsagt hvað afköstin eru mikil. Bændur reyna líka að kom- ast af með sem minnsta hjálp, og þess vegna hafa þeir útvegað sér allskonar vélar og tæki til þess að spara vinnu. Þeir rýa féð með vél- um og einn maður getur hæglega rúið 200 kindur á 8 stunda vinnu- degi. í flestum mjólkurbúum eru nú rafmagns-mjaltavélar. Óspart er leitað ráða hjá sérfræðingum, og nýrækt er oft tekin í ákvæðisvinnu. Það væri rangt að ætla að nokk- urs þjóðardrambs gætti meðal Ný- sjálendinga. Ef vér erum sérstök þjóð, þá höfum vér orðið það án þess að ætlast til þess. Vér höfum aldrei reynt að trana oss fram og oss hefir verið gjarnt að telja oss undir vernd Breta, og finna öryggi í því. En vér höfum þó tekið á oss þær byrðar, sem hver fullvalda þjóð verður að bera, og vér erum oss meðvitandi, að framvegis get- um vér ekki varpað áhyggjum vor- um upp á Breta. LEIÐRÉTTINGAR ÞÆR raunalegu villur urðu í seinustu Lesbók, að bæði blaðtala og blaðsiðu- tal var skakkt. Þetta átti að vera 37. tbl. og blaðsíðutölin 581—596 (en var 39. tbl. og blaðsíðutöl 381—396). Þeir sem halda Lesbók saman, eru beðnir að leiðrétta þetta. — Þá var á 3. síðu „ráðsmennsku“ les húsmennsku, og, í fyrirsögn í miðopnu „800 ára“, les 8000 ára.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.