Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1956, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1956, Blaðsíða 8
604 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS SliEZ-SKURÐURIISIIM FYRIR rúmum hundrað árum voru Frakkar allsráðandi á Mið- jarðarhafi. Um þær mundir auðg- uðust Hollendingar og Bretar stór- kostlega á viðskiptum við Austur- lönd og létu skip sín sigla suður fyrir Afríku. Voru þeir nær ein- ráðir á þeirri siglingaleið. Frökk- um þótti súrt í broti að mega ekki sitja líka að kjötkötlum Austur- landa. Þá var það að upp kpm hug- myndin að grafa skipaskurð í gegn um Súez-eiði til Rauðahafs og stytta þar með siglingaleiðina til Indlands hér um bil um helming. Og þar sem Frakkar höfðu völdin í Miðjarðarhafi, gat þeim opnast þarna óhindruð siglingaleið til Austurlanda. Englendingar þóttust ekki hafa neitt gagn af fyrirhuguðum Súez- skurði, en þeir voru brátt ákveðn- ir í að koma í veg fyrir að Frökk- um tækist að opna sér þama nýa siglingaleið. Þeir höfðu mikilla hagsmuna að gæta í Austurlöndum og þeir kærðu sig ekki um að fá Frakka fyrir keppinauta þar. Þeir beittu því öllum brögðum til þess að hindra að Súez-skurðurinn væri gerður. Það var franski verkfræðingur- inn Ferdinand de Lesseps, sem átti hugmyndina að skurðgreftinum og barðist fyrir henni. Hann varð því fyrst og fremst bitbein Breta, og hann fekk rækilega að kenna á því hvað það var að hafa Jón bola á móti sér. Bretar spönuðu Austur- ríkismenn og jafnvel Frakka upp á móti honum. Og þeir komu þeirri flugu í munn Egypta, að yfirborð Rauðahafs væri miklu hærra heldur en Miðjarðarhafs, og þegar skurðurinn væri kominn mundi Rauðahafið flæða inn yfir Egypta- land og leggja byggðir þess í eyði. Þá voru franskir mælingamenn sendir á vettvang, og þeir komust að þeirri niðurstöðu, að enginn munur væri á yfirborði hafanna, og Egyptalandi gæti því ekki stafað nein hætta af skurðinum. Það var 30. nóvember 1854 að Lesseps fekk leyfi til þess að grafa skurðinn. Og 5. janúar 1856 gerði hann formlegan samning við Egypta um yfirstjóm skurðarins. Hún skyldi vera í höndum félags, sem nefndist „Compagnie Univer- sells du Canal Maritime de Suez.“ Skyldi félagið hafa einkaléyfi til þess að starfrækja skurðinn í 99 ár en að þeim tíma liðnum skyldi hann verða eign Egypta. Þrátt fyrir mótmæli Breta hófst vinna við skurðinn hjá Port Said 25. apríl 1859. Tæpum mánuði seinna bannaði stórvesírinn að verkinu væri haldið áfram nema leyfi soldáns kæmi til. Og undir- kóngurinn bannaði öllum Egyptum að vinna við skurðinn. Þá voru fengnir verkamenn frá Evrópu, en Bretar mótmæltu harðlega og kröfðust þess að vinnan væri stöðvuð. Lesseps átti nú ekki sjö dagana sæla. En svo var það einn dag, er hann átti tal við keisarann, að keisarinn spurði hvort hann vissi hvernig á því stæði að allir væri á móti honum í þessu máli. „Það er vegna þess, að allir halda að yð- ar hátign vilji ekki styðja fyrir- tækið“, sagði Lesseps. Þá hét keis- arinn honum fullum stuðningi, og með því snerist öll franska þjóðin á sveif með Lesseps. Önnur ríki komu svo á eftir og veittu fylgi sitt. Þessar moksturs- vélar voru notaðar við að grafa skurðinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.