Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1956, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1956, Blaðsíða 12
608 LL^ jK MOK3UNBLAE3HTS- ar orðin svo margbrotin og flók- in, að ekki er hægt að skýra frá henni í stuttu máli. En þar hafa orðið margskonar framfarir, sem hefði verið óhugsanlegar með öðru móti. Nú er t. d. hægt að sjá hvort nokkur steypugalli er á málmhlutum, innan í þeim þar sem ekkert auga sér. Nú er hægt að koma á miklu nákvæmari mæl- ingum en áður var. Það er t. d. hægt að mæla hve ört „bón“ slitn- ar af gólfdúkum. Það er hægt að mæla daglegt slit á bílhringum og sjá þannig hvernig mismunandi vegir fara með hjólbarðana. Það er líka hægt að mæla það aukna slit sem verður á hjólbörðum, þeg- ar bílar eru hemlaðir snögglega. Hægt er að mæla allskonar slit, sem verður á vélum, og hvaða smurningsolíur eru beztar. Það er undir hugkvæmni mann- anna komið hvað kjarnorkan getur gert mikið gagn, því að engin tak- mörk virðast fyrir því hve víða er hægt að koma henni við. Tveir kafbátar eru nú knúðir kjarnorku- vélum. Gert er ráð fyrir því að innan skamms verði komnar járn- brautarlestir knúðar kjarnorku — 7000 hestafla dráttarvagn, sem gæti farið tvívegis umhverfis jörðina án þess að taka eldsneyti; honum mundu nægja 11 pund af úraníum til þess að vera á ferð- inni í heilt ár. Kjarnorkuknúðar flugvélar eru á næstu grösum, og slíkar flugvélar munu geta flogið mörgum sinnum umhverfis hnött- inn án þess að tefja sig á því að taka eldsneyti. Einn af helztu kjarnorkusérfræðingum Bandaríkj -anna, Robert LeBaron, segir að slíkar flugvélar muni verða komn- ar í notkun eftir 15—20 ár. <^^a®®®6\_> SMÁSAGAN: Fílar skalía Indíána GÖMUL Indíánakona, María að nafni, var að dútla við garðinn sinn. Hún átti heima í kofa skammt frá Cran- brook í British Columbia. Hún sneri sér við til þess að ná í grefið sitt, og þá sá hún hvar þrjár risavaxnar furðu- skepnur stóðu í skógarjaðrinum. Aldrei hafði hún séð slíkar forynjur áður. Hún varð skelfingu lostin, og til þess að bjarga lífinu, kleif hún upp í stórt eplatré rétt hjá. En svo var mikið fum og óðagot á henni, að eplin hrundu unnvörpum af trénu. Hægt og gætilega vöguðu nú ófreskj- urnar yfir skóðarrjóðrið og að epla- trénu hennar Maríu. Og með löng- um rana tíndu þær upp eplin og hám- uðu í sig. María sagði seinna að hún hefði haldið að þetta væri tröllvaxnar kýr, komnar ofan úr koldimmum gljúfrum Klettafjallanna. Hún hafði aldrei á ævi sinni heyrt getið um fíla, en þótt svo hefði verið, mundi henni sízt fcafa komið til hugar að fílar væri á ferð hér í British Columbia. Skepnurnar sýndu henni enga áreitni og fór hún þá að átta sig og athuga hvemig hún gæti forðað sér. Hún las mikið af eplum og fleygði þeim til jarðar þeim megin við tréð, sem frá húsinu horfði. Og þegar ó- freskjumar flýttu sér þangað, þá flýtti María sér niður úr trénu, og svo tók hún til fótanna að leita hjálpar, því að hún var dauðhrædd um að ófreskj- urnar mundu eyðileggja garðinn sinn gjörsamlega. í næsta Indíánakofa, eigi alllangt þaðan, átti heima Chariie Sunrise og stundaði veiðimennsku í hjáverkum sínum. Nú var það að hann sá slóðir eftir einhver ferleg dýr í mörkinni, því að spor þeirra voru eins og hlemm- ar og þau höfðu brotið og bramlað skóginn, þar sem þau fóru um. Hann fór að rekja slóðina, og var þó hálf- smeikur, því að annað eins og þetta hafði hann aldrei séð. Skyndilega heyrði hann að baki sér eins og þrumugný, og þegar hann leit viö, stóð þar eitthvcrí ferlíki með eyru, sem voru eins og finngalknsvæng- ir. Charlie tók til fótanna og flýði. Skógurinn var þéttur og hann gat skriðið milli trjástofnanna, þar sem ófreskjan komst ekki áfram. Þetta bjargaði honum. En hann heyrði að ófreskjan veitti sér eftirför og það rumdi grimmilega í henni þar sem hún brauzt áfram í gegn um skóg- inn. Charlie var svo skelfdur, að hann hafði enga rænu á því að fela sig í skóginum, heldur æddi hann áfram út úr skógarþykkninu og kom nú þar sem aðeins voru runnar og kjarr. Og nú dró saman með þeim. Charlie stóð á öndinni og var kominn að niðurfalli. Þá bar hann að þröngvu gili. Þar var göngubrú yfir. Hann hentist yfir brúna og hneig niður á hinum bakkanum. Þegar hann áttaði sig, sá hann að ófreskjan var á leið niður með gilinu. Henni hafði sýnilega ekki virst ráðlegt að leggja út á veikbyggða brúna. Og nú ætlaði hún niður fyrir gilið og fara svo upp með því hinum megin til þess að ná í manninn. Þetta var Charlie ljóst. Þessi skepna hagaði sér öðruvísi heldur en fjallaljónin og grá- bimirnir, sem hann hafði oft átt í höggi við og komizt í hann krappan. Charlie kom ráð í hug. Þegar ófreskj- an kom nú vaðandi upp með gilinu og var komin í námunda við hann, staul- aðist hann á fætur og fór yfir brúna. Ófreskan starði á hann litlum augum og honum fannst eldur brenna úr þeim. Og svo rak hún upp grimmdaröskur. Charlie sá að hún tyllti fæti á brúna, eins og til að reyna styrkleik hennar, og hvarf svo frá og niður með gilinu aftur. Þegar Charlie sagði frá þessu seinna, gat hann alls ekki munað hve oft hann hafði farið fram og aftur yfir brúna. En hún bjargaði lífi hans. Seinast varð skepnan uppgefin á þessum eltingaleik við manninn og rauk inn í skóginn. Charlie beið þangað til hann þóttist óhultur. Og svo rauk hann á stað til nágranna síns til þess að segja frá þessari ógurlegu skepnu, sem enginn maður hafði áður litið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.