Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1956, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1956, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 611 Viðsjált lyf Lyf sem nefnt er „reserpine'1 og búið er til úr rótum jurtar nokk- urrar sem nefnist „rauwolfia serp- entina", hefur um nokkurt skeið verið notað — og að því er virðist með góðum árangri — við geðtrufl- unum og of háum blóðþrýstingi. En nú hefur enska læknablaðið „The Láncet" það eftir fjórum læknum, að lyf þetta geti verið mjög viðsjált. Hefur komið í ljós að það getur blátt áfram valdið geðtruflunum hjá sumum sjúk- hngum. Segja tveir læknar í Nýa Sjálandi að sér hafi reynzt það yfirleitt vel við háum blóðþrýst- ingi, en þó hafi það valdið geðtrufl- unum hjá sumum. Aðrir tveir brezkir læknar segjast hafa reynt það á 20 móðursjúkum konum, og hafi fjórar þeirra orðið fyrir geð- truflunum svo að þær hafi þurft á læknishjálp að halda þess vegna. Annars er sagt að þessar geðtrufl- anir hverfi brátt aftur, eða eftir stuttan tíma. Mörgum mannslífum bjargað ÞAÐ eru nú ekki nema 15 ár síðan sulfa-lyfin og gerlaeyðingarlyfin var farið að nota fyrir alvöru. En á þessum árum hafa þau bjargað 1,5 milljónum manna, eftir því sem dr. C. C. Dauer, einn af forstjór- um heilsuverndar Bandaríkjanna segir. Um þriðjungur þessara sjúk- linga mundi hafa dáið úr lungna- bólgu og inflúensu, segir hann, ef lyfjanna hefði ekki notið við. Þá telur hann að bjargað hafi verið 76.000 konum er veikzt höfðu af barnsfarasótt, 136.000 sárasýkis- sjúklingum og 90.000 mönnum með botnlangabólgu. Hjátrú um meðgöngutíma f „JOURNAL of the Kentucky State Medical Association" ritar dr. John Parks fæðingalæknir um ýmsa hjátrú ,sem sé í sambandi við meðgöngutíma. Hann segir að það sé almenn skoðun að það muni koma niður á fóstrinu ef kona verður ofsahrædd um meðgöngu- tímann. Þetta er ekkert annað en ímyndun, segir hann. Þá segir hann og að ekkert sé hæft í málshætt- inum að konur missi tönn fyrir hvert barn, sem þær fæða, því að fóstrið dragi alls ekki til sín kalk frá tönnum móðurinnar. Enn sé það in mesta fásinna, er margir haldi fram að konur þurfi að borða heilmingi meira um meðgöngu- tímann heldur en þær sé vanar. Þær þurfi að halda á miklum líf- efnum, sem byggja upp vöðva og bein, en fleiri hitaeiningar þurfa þær ekki en vanalega. Menn hafa þótzt finna upp mörg ráð til þess að ákveða fyrirfram hvort það er drengur eða stúlka sem kona gengur með. Dr. Park segir að ekkert óbrigðult ráð hafi fundizt til þessa enn. Þá getur hann þess að það sé skoðun margra að konur sem haf^ börn á brjósti þurfi mikið að borða, brjóst þeirra stækki mjög og þær aflagist í vexti. Þetta er hrein vitleysa, segir hann. Konur fegrast á því að eiga börn og hafa þau á brjósti, ef allt fer með feldu. Vcrksmiðjan, sem býr til Shaeffers sjálfblekungana, hefir nýlega fundið upp blek, sem ekki er hægt að ná af pappírnum aftur, hvorki með því að skafa hann né bleyta. Blekið fer inn í pappírinn og þótt það sé alveg máð af yfirborðinu, er auðvelt að lesa skriftina við útblátt ljós. INiÝIIINiG AR VEKJARI Menn sem heyra illa, eða eru sveinpurkur, hafa lítið gagn ar því þótt vekjaraklukka fari á stað. Þegar fram í sækir, vakna þeir ekki við hringinguna. Nú hefir verið fundið upp armbands- úr, sem talið er að vakið geti hvern mann, hvort sem hann er heyrnar- laus, eða orðinn svo vanur hring- ingum að hann vaknar ekki við þær. Þetta úr hringir ekki, en á bakinu á því er ofurlítill takki og á ákveðnum tíma losnaf um hann og þá tekur hann til að höggva í úlfliðinn á manni. Og enginn er svo að hann vakni ekkí við slíkt. NÝR HREYFILL Það hefur alltaf verið óska- draumur vélfræðinga að geta notað gastúrbínur til þess að knýa farar- tæki á sjó og landi. En fram að þessu hefur það einkum strandað á þvi hvað slíkar vélar hafa verið eyðslufrekar og miklar fyrirferðar. En nú er fundin upp létt gastúr- bína, sem auðveldlega má koma fyrir í bíl. Eldsneytið er steinolía og útblásturinn er notaður, svo að sama sem ekkert fer forgörðum af hita. Búizt er við að þetta verði „kjörhreyfill" í alla bíla í fram- tíðinni. Mannæta í Hluhluwe ánni í Zúlúalandi í Af- ríku var stór og gamall krókódíll, sem hafði orðið sjö mönnum að bana. Inn- fæddir menn óttuðust hann. mjög, en gátu ekki ráðið niðurlögum hans. í sumar kom þarna að enskur veiðimað- ur og hann skaut mannætúna og varð frægur fyrir það um allt héraðið. í maga krókódílsins fannst tveggja skildinga peningur, og ætla menn að einhver, sem hann át, hafi haft þennan pening á sér.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.