Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1956, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1956, Blaðsíða 10
606 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Súez með herlið sitt. Tveimur ár- um seinna, 26. júlí 1956, tilkynnti Nasser að Egyptar legðu eignar- hald á skurðinn og ætluðu sér að þjóðnýta hann. ÝMISLEGT UM SKURÐINN Súez-skurðurinn er mesti skipa- skurður heimsins. Hann er helm- ingi lengri en Panama-skurðurinn, og um hann fara þrisvar sinnum meiri siglingar en um Panama- skurðinn. Þetta er langfjölfarnasta skipaleið í heimi. Árið sem leið sigldu um skurðinn skip 48 þjóða, eða samtals 14.666 skip. Það er sama sem að 45 skip hafi farið- þar um á hverjum einasta degi. Aðallega voru þetta olíuskip, eða um % allra skipa. Súez-félagið er skráð í Kairó sem egypzkt fyrirtæki, en það hefir þó í raunninni alltaf verið franskt fyrirtæki. Skurðurinn var aðallega gerður af Frökkum og fyrir franskt fé. Frakkar eiga mikinn hluta hlutabréfanna og þeir voru helzti aðilinn að Miklagarðssamþykkt- inni 1888, þar sem samið var um hvernig skurðinum skyldi stjóm- að. Fram að þessu hafa 188 hafn- sögumenn frá ýmsum þjóðum starfað við skurðinn, og um 600 yfirmenn og verkfræðingar sem aðallega voru franskir. Höfuð- stöðvar Súez-félagsins eru í Rue d’Astorg í París og af 22 fram- kvæmdastjórum þess eru 16 franskir. Það var því von að Frökk- um brygði í brún þegar Egyptar köstuðu eign sinni á skurðinn. En Súez-skurðurinn er líka að nokkru leyti líftaug brezka sam- veldisins. Hann tengir saman heimalandið, Indland, Ástralíu, Nýa-Sjáland, Singapore, Hong- kong og nýlendur Breta í Austur Afriku. Þetta sézt á því, að brezk skip eru rúmlega fjórði hluti þeirra skipa, sem um skurðinn hafa farið. Hér á Bretinn því mik- illa hagsmuna að gæta. Menn segja Suez-skurðurinn var mesta mann- virki seinustu aldar, og enn er hann mestur allra skipaskurða. að Bretar geti látið skip sín sigla suður fyrir Góðrarvonarhöfða. En sú siglingaleið er 5000 sjómílum lengri milli London og Bombay, heldur en leiðin um Súez-skurð, og auk þess mörgum sinnum hættulegri. Skurðurinn hefir einnig mikla þýðingu fyrir siglingar Banda- ríkjamanna. Með því að fara um hann, styttist sjóleiðin frá Boston til Bombay um 6600 sjómílur. Skip, sem fer um skurðinn verður að vísu að greiða 7.600 dollara siglingatoll, en sparar 18 daga siglingu, sem kostar 46.000 dollara. Fyrsta árið sem skurðurinn var opinn, fóru um hann 486 skip. En árið 1955 fóru um hann 14.666 skip, með samtals 115 milljóna lesta farm. ELDRI SKURÐIR Súez-skurðurinn er ekki fyrsti skipaskurðurinn á þessum slóðum. Menn vita að Egyptar höfðu gert

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.