Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1956, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1956, Blaðsíða 5
LESBÓK MOKGUNBLAÐSINS 601 S/r/ð t skuggadölum dreki fer á kreik, dimmvængja uglu þyrstir í hans blóð. í augum hennar bitrum brennur glóð. Hún bognum klóm um fjallsins urðir spennir. Ljósálfar hleypa hestum hvítum brott er heyrast drekans sog og kvalastunur og iilfylglisins rámu reiðiorg. Þeir rauðum klæðum sveipa granna limu. Vm fölgrænar hlíðar flæðir hvítur straumur fótsmárra hesta þeirra, á meðan neðar, eitraður flýtur straumur blóðs í rökkri og reyk. Haust Öldur húmsins stíga hærra og hærra, unz hinzti roði deyr á eggja grjóti. Fellur regn á fölnuð tún og engi. í fyrnd er vorsins minning, ljúf og og björt. Bíða þarftu dalur lengi, lengi með liljur þínar fölar, vanga bleika, unz leikur blær á laufsins grænu strengi. FJALAR veðrinu á báða bóga. Þegar hún tók upp á því, varð skipstjóri að hringja niður í vélarrúm og biðja um fulla ferð, svo að skipið léti að stjórn. En í hvert sinn sem skriðurinn jókst, gaf meira á, og grængolandi holskeflur riðu yfir skipið. Sjórinn varð að klaka, skipið þyngdist og lét enn ver að stjóm. Þá var ekki um annað að gera en setja á fulla ferð aftur, og þá kom meiri ágjöf og meiri klaki. DLACKSHAW skipstjóri horfði 19 út á ólgandi hafið og hlustaði á hvininn í storminum. Var hægt að snúa skipinu? Var óhætt að snúa því? Togarar eru aftanþungir og lágir á skutinn og því getur verið hættulegt að hleypa þeim undan stórsjó. Þeir eru góðir að beita þeim upp í, en þeir eru ekki góðir á lensinu. Haföldurnar geta þá ætt yfir þá og valdið stórtjóni. En ef hann helt áfram að beita upp í og veðrið skyldi haldast ó- breytt, hlaut meiri og meiri klaki að hlaðast á skipið, og þá var sýnt að hverju færi. Engin von var að draga mundi úr frosti, meðan hann var við þessa átt og þeir bárust norðar og norðar og nær ísnum. Skipstjórinn vissi það vel. En var hægt að snúa skipinu? Hann varð að reyna það. Það hlaut að vera hægt að snúa skip- inu. Hann sagði stýrimanni og vél- stjóra frá því að hann ætlaði að snúa við. Svo beið hann lags. Að lokum kom það, eftir að hroðasjór hafði skollið á skipinu. Öldurnar voru eins og fann- krýnd fjöll, sem geistust fram sog- andi og organdi. Nú var að hrökkva eða stökkva. Annað hvort var nú að reyna að snúa skipinu, eða hætta við það. Hann skipaði vél- stjóra að stöðva vélina og ætlaðist til þess að skipið beygði af sjálf- krafa, eins og togarar gera venju- lega. Skipið beygði af, en það snerist ekki. Það lenti niðri í öldudal og valt þar eins og því ætlaði að hvolfa undan klakaþunganum. Það veltist og byltist eins og það ætlaði að hrista vélina af undirstöðunni og brjóta af sér reiða og yfir- byggingu. Fulla ferð áfram! hringdi skip- stjóri þegar. Það gagnaði ekkert. Fulla ferð! Hann varð að ná skip- inu upp í vindinn aftur, því að nú var útséð um að hægt væri að hleypa undan. Hægt, ósköp hægt, tók skipið að mjakast, eins. og það væri dauðþreytt. Holskeflur riðu yfir það, en það mjakaðist. Þetta var eins og eilífðar tími, en að lokum sneri það upp í vindinn aft- ur og hallaðist þá mikið. Þungi klakans sagði til sín. Ofviðrið hamaðist látlaust, ágjöfin jókst og klaki hlóðst á klaka hvar sem var. Skipverjar reyndu enn að fara út á þiljur og höggva klakann. En það var gagnslaust. Þeir höfðu ekki undan og þeir komust ekki að þar sem klakinn var hættuleg- astur. Þeir gáfust upp. I ORELLA tók að hallast meira. Hægt í fyrstu, en þó greini- lega. Blackshaw skipstjóri gekk að talstöðinni. Það var hljótt í klef- anum þótt öskrandi stórhríð væri úti fyrir. „Lorella kallar Roderigo", sagði hann. „Hefi orðið að fara hálfa ferð og fulla ferð alla nóttina til þess að halda skipinu upp í veðrið. Og nú er útlitið ískyggilegt. Eg hefi reynt að snúa skipinu, en það var ekki hægt. Öll von er úti“. Skammt þarna var Roderigo og var ekki betur staddur. Coverdale skipstjóri hafði líka haldið of lengi áfram, klaki hlóðst á skip hans og hann gat ekki snúið því við. Ofan þilja var allt ein klaka- hella og skipið var orðið þungt á sér — ískyggilega þungt. Hann hafði líka orðið að setja á fulla ferð hvað eftir annað til þess að skipið léti að stjóm, en við það hlóðst enn meiri klaki á það. „Roderigo svarar Lorella", sagði hann. „Hér er illt ástand líka. Báta- þilfarið ein klakahella. Piltarnir hafa verið að reyna að brjóta hana síðan í morgun. Ógurlegur klaka- þungi á stýrishúsinu. Þeir ætla að reyna að komast þar upp. Ekki hægt að snúa skipinu". „Það er sama sagan hér, Georg, og hvalbakurinn er eins og hdfís- jaki“, heyrðu hin skipin að Black-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.