Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1956, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1956, Qupperneq 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 605 Og nú var hafizt handa af full- um krafti. Um 40.000 manna voru ráðnar til vinnu og var unnið svo að segja nótt og dag. Upphaflega var búizt við því að fimm ár þyrfti til þess að grafa skurðinn og hann mundi kosta um 30 millj. dollara, en vegna margskonar vandræða og tafa var hann ekki fullgerður fyr en eftir 10 ár og hafði þá kostað um 148,5 millj. dollara. SKURÐURINN OPNAÐUR Ákveðið var að opna skurðinn 17. nóvember 1869, en þá kom fyrir það óhapp að skip strandaði í hon- um og stöðvaði alla umferð. Less- eps var að hugsa um að sprengja skipið í loft upp, en þá losnaði það sjálfkrafa. Sendinefndir frá mörgum þjóð- um voru komnar til Port Said til þess að vera við ina hátíðlegu at- höfn. í höfninni þar lágu 160 skip, öll fánum skreytt. Flugeldum var skotið og svo sigldi skipið „l’Aigle“ hægt og rólega inn í skurðinn. Um borð í því voru þau Ferdinand de Lesseps og Eugénie keisarafrú Frakklands. Sextíu og átta skip komu svo í halarófu á eftir, og þetta var fyrsti flotinn, sem sigldi um skurðinn frá Miðjarðarhafi til Rauðahafs. Bret- ar höfðu tapað að þessu sinni. Og nú varð þeim það Ijóst, að þeir urðu með einhverjum ráðum að ná skurðinum undir sig. Tæki- færið barst þeim upp í hendurnar. Ismal Khedive í Egyptalandi var í stórskuldum og hann vildi selja 176.752 hlutabréf í skurðinum. Þá var Benjamin Disraeli forsætisráð- herra í Bretlandi. Hann brá skjótt við, fekk nær 4 milljónir sterlings- punda að láni hjá auðkýfingnum Rothschild og keypti hlutabréfin, án þess að leggja málið fyrir þing- ið. Þetta var algjörlega ólöglegt, en Bretar hafa grætt vel á þessari framtakssemi forsætisráðherrans. Skip sem mætast á Súez- skurði. Á einni nóttu urðu þeir svo að segia h jstráðendur yfir skurðin- um, og hann hefir síðan gefið þeim góðar tekjur, því að sjaldan hafa þeir fengið minni arð en 20 %' af hlutabréfum sínum. Skömmu seinna hófst þjóðemis- vakning í Egyptalandi undir her- ópinu: „Egyptaland fyrir Egypta!“ Þá urðu margir hluthafar hræddir, ekki sízt Bretar. Og þá gripa þeir til þess ráðs að hernema Súez- svæðið. Það var 1882. Hernámsliðið sat þarna í 72 ár. Svo var það 27. júlí 1954 að Bretar fellust á að fara burtu frá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.