Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1956, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1956, Blaðsíða 3
Láli'iS 699 XjLoíjOíí. *.iOi W W W I fF-r ' «"'''- - »?.'■" Lorella því hann biæddi lifrina. Já, þetta var góð skipshöfn. ísinn var kominn í geymslurnar. Olía, fæði, drykkjarvatn og allt annað var komið um borð og átti að nægja til mánaðar (vetrarferð- irnar standa vanalega 3—4 vikur). Fyrsti vélstjóri hafði 900 hestafla gufuvélina í lagi. Lorella var til búin að fara út á flóðinu og sigla niður fljótið og út á haf. Þetta var 14. janúar 1955. Rat- sjá, talstöð, bergmálsmælir, átta- vitar, hraðamælir og öll önnur nauðsynleg áhöld voru í bezta lagi, eins og færustu menn höfðu geng- ið frá þeim. Skipið sjálft var í bezta lagi, því að því var alltaf haldið vel við. Og skipstjórinn var ánægður er hann leit yfir allt. Já, það stendur sig, það stendur sig, jafnvel í janúarmánuði á veiði- stöðvunum milli íslands og Græn- landsíssins. Hann leit út yfir höfn- ina. Nú var kominn tími til að fara. „Sleppið að framan“, kallaði hann til stýrimanns. „Sleppa — gert“, kom svarið. Skrúfan fór hægt á stað og skip- ið þokaðist gætilega frá bakkanum, eins og það hafði gert mörgum sinnum áður, seig með hægð niður að hafnarkvínni. Og tuttugu mín- útum seinna var kvíin opnuð og skipið rann út á fljótið. Það var kalt veður og hryssings- legt, en hlýtt og notalegt í skip- inu. Gamli maðurinn hefði átt að sjá það núna, honum hefði fundizt mikið til um ágæti þess. Skipverj- ar höfðu sína eigin klefa og svo haganlega var frá öllu gengið, að innangengt var milli þeirra og eld- húss, matsalar, lestanna og vélar- rúmsins, svo að menn þurftu ekki að fara upp á þilfar þegar vont var veður. Kalt var á fljótinu, en enn kald- ara varð þegar kom út í Norður- sjó og Lorella sigldi fram hjá Spurn Head og norður á bóginn. Og nú lá leiðin meðfram allri austurströnd Englands og Skot- lands, fram hjá Orkneyum og Færeyum, til íslands — ekki þó til landsins sjálfs, heldur langt norður fyrir það, vegna nýu land- helginnar. Það var löng leið á þessi fiskimið, en hægt var þó að komast þangað á rúmum þremur sólarhringum, ef veðrið var ekki mjög slæmt. F'FTIR tæpa fjóra daga var Lor- ella komin á fiskimiðin, og Blackshaw skipstjóri byrjaði að veiða 30 mílur norður af Horni. Ekki var jafn illhryssingslega kalt þarna og búast mátti við, því að bvísl úr Golfstraumnum ber þang- að yl á leið sinni til Noregs. En þess gætti þó lítt og kalt getur orðið þarna. Vestan og suðvestan áttin er ekki mjög köld, en þegar hann kemur á norðan eða norðaustan, þá ætlar hann allt að drepa. Enda þótt veður væri slæmt tókst þeim á Lorella að innbyrða nokkuð af fiski dagana 18.—23. janúar. En þá rauk hann upp á norðaustan með miklu frosti, og þá er ekki á verra von. Þessu fylgdu hríðarél og slæmt skygni og þegar fram í sótti tók að stæra sjó. Nú var ekki hægt að toga lengur. Veðrið fór vaxandi og varð að bál- viðri, svo að Lorella varð að „dodge“ — það er, stýra upp í vind og sjó með hægri ferð, rétt svo að skipið léti að stjóm, og bíða þess að aftur væri hægt að toga. Um þessar mundir bilaði rat- sjáin, og það var ljóta óhappið. Skipið þurfti nauðsynlega á henni að halda, ef það hleypti undan og leitaði skjóls í einhverjum firði. Nú var veður svo dimmt, að varla sá út úr augunum, og mikil fann- koma. Þetta var foraðsveður, jafn- Rodcrigo

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.