Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1957, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1957, Qupperneq 6
290 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hótel Island brennur. hafi farið fram, þó að hin nákvæm- ari tildrög að þeim sé því miður hulin. En eg fyrir mitt leyti vildi virkilega óska, að þau væri jafn berlega komin fram í þessu máli sem kaupsamningurinn sjálfur. Eg vildi óska, að það lægi hér ljóst á pappírnum í málinu, hvernig það atvikaðist, að ókunnur útlendur maður, fremur snauður en ríkur, keypti jafn lítilfjörlegar eignir, sem hér ræðir um, fyrir jafn óheyrt kaupverð sem 12.000 rdl. eru hér á landi. — Askam greiddi helming kaupverðsins, 6000 rdl., eða réttara sagt fullkomið verð, sem nokkur kunnugur maður með viti hefði viljað gefa fyrir hinar seldu eign- ir til samans.--- Svo víkur hann að þeim 2000 rdl. sem Jörgensen vildi fá þar að auki fyrir veitingaleyfið, og segir: „Það sýnir bezt allan „blæinn og and- ann“ í samningsaðferð Jörgensens við Askam, þennan ókunna, auð- trúa og ráðvanda útlending, sem berst honum svona upp í hendurn- ar til bróðurlegrar meðferðar eins og fundið fé. Allir, bæði guð og menn hér, vissu nefnilega að Jörg- ensen ætlaði sér að flytjast til Kaupmannahafnar og setjast þar að, svo að auðsætt er að hann á- skilur sér hér 2000 rdl. af Askam fyrir þau réttindi að nafninu til, sem hann ætlaði sér ekki að nota, og eftir kringumstæðunum, ekki gat notað framar, enda lá það í hlutarins eðli, að þessi réttur fylgdi að sjálfsögðu með í sjálfum kaup- unum á húsunum og öllu því er til veitinga heyrði“. Dómur fell í málinu 14. septem- ber 1874, og var á þessa leið: „Benedikt Sveinsson er ekki málfærslumaður við yfirdóminn. Hann lagði fram löggilding útgefna af skrifara landshöfðingja, undir- skrifaða „f. h. Landshöfðingja. Jón Jónsson". Landshöfðingi var þá á embættisferð og átti justitiarius í yfirdómi að takast á hendur störf hans í forföllum. Löggilding þessi er þannig gefin út af manni, sem ekki hafði myndugleika til að gefa hana út. Að vísu hefir landshöfð- ingi 18. júlí ritað á löggildinguna: „eftir beiðni hr. B. Sveinssonar staðfestist framan rituð löggild- ing“. En þessi staðfesting er rituð á löggildinguna eftir að búið var að leggja hana fram í réttinum og meðan talsmaður áfrýandans hafði hana að láni frá réttinum, og þann- ig' ekkert átti með að breyta henni, eða láta breyta í neinu. Þar sem nú staðfestingar áritun þessi enn fremur aldrei hefir verið lögð fram í réttinum, og talsmaður gagná- frýandans heldur aldrei getið henn- ar né skírskotað til hennar, hvorki í varnar og gagnsóknarskjölum sínum, eða til bókar, verður hún heldur ekki tekin til greina í þessu máli. Með því að talsmaður gagnáfrý- anda þannig, eins og áður er sagt, ekki er málfærslumaður við yfir- dóminn, og hann ekki heldur hefir lagt fram lögmæta löggildingu til að flytja málið, ber skv. tilskipun 19. ágúst 1735 14. og 15. grein, til- skipun 11. júlí 1800 22. grein, og konungsúrskurði 19. marz 1858 að álíta sem gagnáfrýandinn hafi ekki mætt, og þess vegna ex officio að frávísa gagnáfrýunarstefnum hans, og að staðfesta hina áfrýuðu fó- getagerð frá 15. júní þ. á. Málskostnaður fellur niður“. Ætla mætti, að Benedikt Sveins-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.