Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1957, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1957, Page 16
300 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE + 6 5 V 4 2 ♦ G 9 8 4 2 * K D G 4 “ * A K 8 7 2 V A *AD! s ♦ - + 10 3 7 6 5 * D 9 4 V G 10 9 6 5 * K 7 3 * Á 3 Austur sagði 4 spaða og S slær út H G. Þann slag fær V á H K og svo kemur láglauf, en N fær slaginn á L G. Hann slær svo út trompi og A drepur og aftur kemur lauf. Þann slag frar S og hverju á hann nú að slá út? Ekki dugir hjarta, því að A fær þann slag og slær svo út laufi. Þótt S drepi með S D og slái svo út trompi aftur, þá er enn einn. spaði eftir í borðinu tii þess að drepa lauf. Nákvæm yfir- vegun sýnir, að S verður að slá út S D. Það er ekki hættulegt, því að þegar næsta lauf er trompað í borði, þá er S 9 orðin hæsta spil í þeim lit Með þessu móti tapar A spilinu, miss- ir 3 slagi í laufi og einn í trompi. ♦ G 10 3 V K 7 3 ♦ ÁD 1065 + 92 HVÍTASUNNA í LUNDÚNUM Úr bréfi skrifuðu í Lundúnum 30. maí 1907: — Við lifum í vellystingum praktuglega, því eg á hér ekki svo fáa ágæta vini, en um þetta leyti er hér allt hringlandi vitlaust undir Hvíta- sunnuna; þá skiftir um seasona (árs- tíðir), þá hamast allir skólamenn við prófstörf, ríkisfólkið er að flytja út á búgarða sían, eða norður og niður, og businessfólkið er að saldera bækurnar — allt áður en stórveizlu-seasonin byrjar í júní. Satt að segja er þetta Lundúnalíf drepandi; maður lifir á sífelldu rápi og flögri, og þeir sem vilja finnast, geta ekki fundizt. — (Matth. Joch.: Bréf), GRÆNLANDSFJÖLL — Eitt af kvæð- um Gríms Thomsen er um það, er Sveinn Pálsson læknir brauzt yfir Jökulsá á Sólheimasandi ófæra, til þess að bjarga konu i barnsnauð. Hefir skáldinu fundizt mjög til um það af- rek, en í kvæðislok segir hann: Þó að liggi lífið á láta þeir núna bíða í jökulhlaupi Jökulsá og jakaburði að ríða. En mætti Grimur Thomsen nú líta upp úr gröf sinni — mundi hann þá ekki hafa gert bragarbót og orkt kvæði um það er Björn Pálsson flugmaður fór á lítilli flugvél norður til Scoresby- sunds að sækja þangað konu í barns- nauð? Slíkt afreksverk mundi eflaust hafa verið honum að skapi, því að eigl er það heiglum hent að fara ókunn- ugir norður í siika Jötunheima. Grönd mörg við Grænland grá eru og heldur flá, auðnin er alhljóð, af sér talar ei það skraf, ströndin er steind kennd, stórlyndur auður sjór, gjalfursöm gnaps elfur, geigar um þögul feigð. Svo kvað Fornólfur. Og hér á mynd- inni sést Grænlandsströnd hjá Scores- by-sundi, himingnæfandi fjöll og hættuleg í dimmviðrum, hafís úti fyr- ir og hvergi flugvélarhöfn. — Myndina tók Björn Pálsson er hann fiaug norð- ur þangað. iÞRÓTTIR UNGLINGA Fyrir 70 árum (1887) báru þeir Ó. Briem og Þorv. Kjerulf fram á Al- þingi frumvarp um að árlega skyldi veittar úr landsjóði 20.000 kr. til þess að koma á fót og styrkja almenna unglingakennslu í landinu annars stað- ar en í kaupstöðum. Skyldi þar veitt kennsla í réttritun, reikningi, sögu, landafræði og uppeldisfræði. „Enn- fremur séu unglingar látnir temja sér likamsæfingar, svo sem glímur, knatt- leika, skautaferðir og skíðaferð". JAÐRAKAN Á Suðurlandi er fugl, er jaðrakan heitir; hann heldur einkum til í mýr- unum í kringum Þjórsá og ölfusá. — Sunnlendingar þykjast geta ráðið af söng þessa fugls, hvort ár sé færar eða ófærar, því að segi hann: „Vadd’ ekki, vadd’ ekki“, þá er áin ófær, en ef hann segir: „Vættu þig, vættu þig“, þá er áin fær. Víst er um það, að rödd fuglsins er misjöfn, og líkist söng- ur hans orðum þeim, sem tilfærð hafa verið. — (Þjóðs. Ó. D.) I i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.