Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1958, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1958, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 435 Lerki- og blágrenistofnar í Mörkinni á Hallormsstað. þannig það úrlausnarefni, hvort vér þuríum að sætta oss við að fóiksfjölgun komandi aldar fari fyrir ofan garð eða neðan í sveit- um landsins og lendi einvörðungu í fiskiðju- og orkuverum iðnaðar- ins. Er ekki hægt, að leiða nýja aflvaka inn í sveitirnar og færa þeim fjölbreyttari gróður — líi'- gjafa, er skapað geti fleiri sonum’ og dætrum framtíðarinnar ból- festu um héruð og dali? — Því er fljótsvarað. Sá aflgjafi er til. Hann er þegar kominn á vettvang og hirðmenn hans standa hér allt í kring og bíða þess eins, að við veitum þeim áheyrn og tökum þá í þjónustu vora. Þessi aflvaki er skógurinn og fóstra hans skóg- græðslan. Ég ætla ekki að eyða tíma í það hér á þessum stað, að rökræða hvort skógar geti vaxið á íslandi, — hvort heldur eru barr eða birki- skógar — né fara um Það mörgum orðum, hvort skóggræðsla sé möguleg hér. Þar tala dæmin svo skíru máli, hvert sem litið er, að ekki verður um villzt. Ég bendi aðeins á þá staðreynd, að hér í Hallormsstaðaskógi standa tré, sem borið gætu hvaða síma- eða rafveitulínu sem væri og að eina ástæðan til þess, að þau standa ekki hér þúsundum saman er sú, að eigi voru í tæka tíð gróðursett fleiri tré. Og hefðu lerkitrén í Guttormslundinum hérna fyrir ofan okkur, sem gróðursett voru fyrir 20 árum, komist hundrað ár- um fyrr í jörð, mundu nú standa þar stofnar, sem nothæfir væru í stórsiglur hinna hásigldustu hat- skipa, enda er nú svo komið, að um allt land standa barrtre, sem gróðursett hafa verið sl. 20 ár, og taka eðlilegum vexti í ís- lenzkri mold: í Haukadal, í Borg- # arfirði vestur, á Vestfjörðum, í Eyjafirði, að ógleymdum þessum stað, þar sem vér nú stöndum. Alls staðar eru vaxtarmöguleik- arnir. Hin ungu tré biðja aðeins um vaxtarfrið og fleiri félaga sér við hlið — bíða Þess að verða burðarásar framtíðarbýlanna í sveit og við zjó. Rauðgreni við Jökullæk á Hallormsstað. Gröðursett 1906 eða 1908. Hefir vaxið upp eftir að birkiskógi var rutt ofan af því 1936. é

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.