Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1958, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1958, Qupperneq 6
438 LEtíBÓK MORGUNBLAÐSINS Björn Bjömsson: íslenzku hundarnir í Kaliiorníu Grein þessi er þýdd úr sumarhefti „The Icelandic Canadian“ Höfundurinn, Björn Björnsson, er mörgum hér að góðu kunn ur. Hann er sonur þjóðskörungsins Gunnars B. Björnssonar rit- stjóra, og var hér á landi um hríð á stríðsárunum. Nú á hann heima í Minneapolis. Móti skrauti, óð og auð ótal sumarkvölda. segir Stephan G. Stephansson. Unaður og skraut sumarkvöldsins verður ekki metið til fjár. Það er hvorki gert ráð fyrir þeim gæðum í fasteignamati jarða né í skatt- framtölum. Eigi að síður þótti skáldinu mega jafna Þeim til akra og auðæfa. — Því er eins farið með skóginn. Friðsæld hans, þyt- ur vindsins í laufkrónum trjánna og ilmur asparinnar verða hvorki keypt á torgum né í kauphöllum. Þau gæði falla þeim einum í skaut, sem sækja skóginn heim. Skógur- inn ber líf inn í auðnina, breiðir töfrablæju yfir byggðina, mýkir hrjósturlendið, miðlar vatni og raka — gefur yl og skjól. Jafnvel knéhátt kjarrið er eins og vernd- andi hönd æðri forsjónar, þrungið lífi og fegurð. Og trjálundurinn við bæinn þinn gefur umhverfinu mildari og hlýlegri svip, breytir. yfirbragðd sveitarinnar og færir henni blæ ræktunar og menning- ar. Á Jótlandsheiðum er skjól- lundurinn fyrsta ræktun bóndans. Því næst tekur hann til við skjól- beltin. Þannig eigum við einnig að fara að. Undir væng skjólbelt- anna verður garðræktin arðmeiri og í skjóli þeirra getur kornrækt á íslandi orðið bæði árviss og ábata- söm. — Þannig er skógurinn, eilif uppspretta gagns og gleði, reiðu- buinn til Þjónustu við lífið. Sigríður Eyjafjarðarsól kaus heldur yndi en auð. En ef við kjósum skóginn fáum við hvort- tveggja — yndið og auðinn. Göng- um því skógræktinni á hönd. — Sáum trjáfræi í reitina — setjum græðlingana í raka moldina — dreifum barrplöntunum um kjörr og hvamma — og þá munum við, eins örugglega og vor fylgir vetri, hljóta það hnossið, sem ævintýrin töidu eftirsóknarverðast Guil og Græna Skóga N Ý A S T A „íslendingabyggðin“ vestan hafs er nú á 120 ekra bú- garði, um 50 km. norður af San Francisco. Þarfta er um hreint úr- val að ræða, kynborna íslenzka landnema, sem eiga ættir að rekja til forfeðra á níundu öld. Þarna eru saman komnir milli tíu og tuttugu íslenzkir hundar og þrír íslenzkir hestar. Mark Watson. sem er Englendingur að uppruna, hefir flutt þá hingað. Hann á hundabú hjá Nivasio í Kaliforníu, og nefnir það Wensum. Hann fór um afdali íslands og einangraðar sveitir, til þess að ná í þá fallegustu íslenzka hunda, sem völ var á. Hann náði í fjóra af hvoru kyni og flutti þá heim til sín. Watson kom fyrst til íslands ár- ið 1937 og ferðaðist um landið á hestum. Hann uppgötvaði þá, að á íslandi var til fornt hundakyn, sem hvergi finnst nú annars stað- ar í víðri veröld. Hann er glöggur á hunda og hann sá fljótt, að ekki voru allir hundar á íslandi af þessu kyni. íslenzku hundarnir hafa sín einkenni, svo vel má þekkja þá frá öðrum hundum. Tók Watson sér nú fyrir hendur að rannsaka þau ein- kenni, er gera íslenzka hundinn ó- líkan öðrum hundum. Og í þeim tilgangi hefir hann rannsakað allt sem skrifað hefir verið um íslenzka hundinn, allt frá fornsögunum og fram til þessa tíma. Síðan hefir hann ritað 80 blaðsíða bók og gefið út. Hún heitir „The Icelandic dog Watson með íslenzkan hund. 874—1956“. Þetta er mjög fróðleg bók og hefir aldrei verið skrifað jafn ýtarlega um íslenzka hundinn fyr. Hann sækir heimildir sínar í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.