Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1958, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1958, Side 4
476 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sé óberjur. Held að altaf hafi verið slegið niður við lækinn fyrir neðan móann, norður að garðinum, og það árlega þegar það hefir ekki verið svo bitið og bælt, að mér hafi ei þótt sláandi. Ekki get eg sagt það tún, þó annars staðar sé slæmt sleg • ið, en enginn áburður var tillagður frá Stöðlakoti í minni tíð“. — Þórð- ur Einarsson, sem hafði búið 21 ár í Stöðlakoti, sagði: „Eg skar þá toppa og sló innan um grjótið að Þvergarðinum úr Eylífskrók ofan að læk, og sama lét minn faðir gera, þegar hann bjó þar. Á þrætu- plássinu fengum við 3—4 sátur“. Sýslumaður skoðaði landið og lýsir því svo: „Sýslumaðurinn hef- ir með sínum þingvitnum, máls- pörtum og vitnum, athugað þrætu- landið og fyrirfundið það mest- megnis bestanda að ofanverðu og upp við túngarðinn af óhræranlegu stórgrýti, en víða, sérdeilis um mið- bikið, með stærri og smærri hol- um, þar sem vitnin segja að grjót hafi verið upp tekið, svo þetta stykki auðsjáanlega er farið að forbetrast. Það neðsta, sem liggur við lækinn, er bezt, sem oss virð- ist ábúanda mega gerast að temmi- lega góðu túnstykki“. — Öll vitn- in samsinntu því, að landið væri „auðsjáanlega forbetrað, sérdeilis fyrir burthrifið stórgrýti‘“. Og Gísli Einarsson bætti því við að hann „segist varla þekkja það síð- an fyrst hann minni til, því a,ð það hefir forbetrast af þeim kálgarða og tómthús byggingum, sem hér hefir á seinni tíð nýlega verið sett“. Þessi „forbetraði" blettur, sem þeir Árni og Einar höfðu rifið grjótið úr, hefir verið þar sem brauðgerðarhús Bernhöfts voru síðar reist. Mál þetta var sótt og varið af kappi. Alls voru 25 vitni yfirheyrð og auk þess tekinn skriflegur vitn- isburður tveggja kvenna, sem voru svo lasburða, að þær gátu ekki komið á þingstað. Önnur þeirra hét Sigríður Sigurðardóttir og átti heima í Ráðagerði á Seltjarnarnesi, en hin var Silfa Jónsdóttir, ekkja Gissurar á Arnarhóli, og átti hún þá heima í Kirkjuvogi í Höfnum. Þessir skriflegu vitnisburðir eru ekki færðir inn í dómsmálabókina, en sjá má þar að þeir hafa stang- ast á. Báðum var mótmælt, vegna formgalla, og er því réttast að láta þá fallast í faðma. Af þessum 25 vitnum báru 12 það, að Þvergarðurinn væri landa- merki milli Arnarhóls og Reykja- víkur. Mörg þessi vitni höfðu átt heima á Arnarhóli, og bar þeim saman um, að Gissur hefði aldrei minnst á það, að Arnarhóll ætti land sunnan við Þvergarðinn, enda hefði hann aldrei hagnýtt sér það land á neinn hátt. Framburður 10 vitna var óákveðinn, en þrír heldu því fram að landamerkin væri við stóra steininn hjá læknum. Var þar ákveðnastur vitnisburður Jóns Arnórssonar tómthúsmanns. Hann sagði að Gissur hefði sagt sér tvisv- ar frá landamerkjum fyrir neðan Stöðlakotsgarð, og í anríað skifti af orsök: „Eg sleppti hesti, sem hann hafði léð mér út í grasið, sem var fyrir neðan Þingholt, á nætur- tíma. Um morguninn sagði eg hon- um þetta, hvar til hann svaraði: — Eg á með svo mikið, nefnilega úr steininum þarna í garðinn, — og benti ofan að læknum um leið“ En sá var galli á þessum vitnis- burði ,að Jón gat ekki sýnt hvaða steinn það var, sem Gissur hafði átt við. Annað kom fram í þessum vitna- leiðslum, sem var Guðmundi ráðs- manni heldur til stuðnings. Tveir menn sögðu að Arnarhólsbændur hefðu þózt eiga einkarétt á því að þurka fisk á grjótgarðinum frá Þvergarðinum allt suður á móts við þinghúsið. En þá var alvana- legt að nota grjótgarða til þess að þurka á þeim fisk. Og Þorkell Þórðarson lögréttumaður sagði, að meðan hann bjó í Vík, hefði hann flutt fisk upp á þennan garð og breitt hann norður á móts við þing- húsið, en þar fyrir norðan hefði Arnarhólsbóndi haft sinn fisk. — CJennilega hefir Guðmundur Runólfsson sýslumaður verið í hálfgerðum vandræðum með þetta mál. En svo verður honum að kveða upp í því nokkurs konar „Salómonsdóm“ 16. júní 1777. Þar segir svo: „Hvorugur aðili hefir náð óslit- inni 20 ára hefð á afnotum þrætu- landsins, og hvorugum tekizt að sanna að fullu sinn eignarrétt, svo skorið verði úr með löglegum dómi, enda er konungur einn og sami eig- andi beggja jarðanna....Því skal

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.