Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1959, Blaðsíða 1
XXXIV. árg.
12. tölublað
Sunnudagur 12. apríl 1959
IJr sögu Reykjavíkur
Húsið með
mörgu nöfnin
HEYKJAVÍKURBÆ hefir nýlega
áskotnazt heilt hús. Carl Sæmund-
sen stórkaupmaður í Kaupmanna-
hófn gaf honum húsið Pósthús-
stræti 15. Þetta hús hefir nú verið
í eyði um hríð, þrátt fyrir hina
mjög umtöluðu húsnæðiseklu í
bænum. Ber það vott um að húsið
hafi ekki þótt byggilegt, enda er
það nú orðið gamalt og ólíkt hin-
um nýtízku vistarverum borgar-
innar. Húsið var reist um 1820 og
er því orðið rúmlega 138 ára að
aldri, og eitt af elztu húsum bæ-
arins. En það má muna sinn fífil
fegurri, og margir nafnkunnir
menn hafa átt þar heima.
Nú er í ráði að hús þetta verði
flutt upp að Árbæ og sett þar í
byggðarsafnið. Sennilega mun fá-
um Reykvíkingum þykja sjónar-
sviftir að, þótt það hverfi úr bæn-
um. En ekki má minna vera en að
þess sé að nokkuru minnst við
brottförina, og mætti þá frásögnin
fylgja því á hinum nýa stað* svo
að það geti sjálft sagt sögu sína.
Forsaga.
Til þess að byrja á byrjuninni,
verðum vér að skreppa 20 árum
Hérna
er
gamla
húsið.
enn lengra aftur í tímann, eða til
aldamótanna 1800.
Árið 1799 fekk Bjarni Lundborg
leyfi til þess að setjast að í Reykja-
vík sem útlærður járnsmiður,
stunda iðn sína þar og hafa nem-
endur. Er Bjarni fyrsti lærði ís-
lenzki iðnaðarmaðurinn, sem sezt
að hér í bænum. Hann var sonur
Guðmundar sýslumanns Runólfs-
sonar á Höfðabrekku, Jónssonar,
og seinni konu hans, Margrétar
Helgadóttur prests að Mosfelli í
Grímsnesi, sem var kallaður „prúð-
ur ærumaður“. Guðmundur Run-
ólfsson var ekki skólagenginn, „en
skýr maður og lögvís“. Hann varð
sýslumaður í Kjósarsýslu 1753 og
næsta ár einnig í Gullbringusýslu.
„Fórust honum vel embættisverk“
og helt hann sýslumannsembætti
til æviloka 17C0. Bjarni sonur hans
sigldi til Kaupmannahafnar og
nam þar járnsmíðar. Þar kvaentift