Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1959, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1959, Blaðsíða 8
192 LESBÓK MORGUNBLAÐSIN S Frá Landsfundi Sjálfstæðismanna Þetta gerðist / marzmánuði LANDSFUNDUR Sjálfstæðismanna var haldinn í Reykjavík og stóð 11.—15. að báðum dögum meðtöld- um. Fulitrúar voru þar nokkuð á 9. hundrað. t miðstjórn flokksins voru endurkosnir þeir Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson, Gunnar Thor- oddsen, Pétur Ottesen og Jóhann Þ. Jósefsson. Aðrir i miðstjorninni eru þrír menn kosnir af flokksráði, for- maður SUS, formaður Landsam- bands Sjáifstæðiskvenna og for- maður verkaiýðsmálaráðs fiokks- ins. Að fundinum loknum var birt stjórnmálayfirlýsing og samþykktir um fjölda einstakra mála. Krafist að komið verði á nýrri kjördæma- skipan, er leiðrétti ranglætið sem nú gildir um skipan Alþingis. Þá var og lögð áherzla á að dýrtíðin yrð'i stöðvuð og skapað fjölbreytt- ara atvinnuiif í landinu Fullkomin eining ríkti á fundinum. — Síðan var haidinn aðalfundur Landssam- bands Sjálfstæðiskvenna. Var stjórn þess endurkosin, en formaður er frú Kristin Sigurðardóttir fyrv. alþm. Brezk herskip höfðu verndar- svæði fyrir landheigisbrjóta á Sel- vogsgrunni og út af Snæfellsnesi. Seint i mánuðinum var þriðja verndarsvæðinu bætt við út af Aðalvík. Fjölda margir brezkir tog- arar voru að veiðum hér við land i mánuðinum, en veiddu aðallega utan 12 mílna landhelgi. — Sá at- burður varð 25. að varðskipið Þór stöðvaði enskan togara, sem var að veiðum innan 4 mílna landhelgi hjá Vestmanneyum. Brezka herskipið Paliiser skarst þá í leikinn og tók togarann undir vernd sína og sigldi á stað til Englands með hann. Þór elti sökudólginn á haf út, en varð að snúa aftur. Ríkisstjórnin mót- mælti þegar hjá brezka sendiráðinu hér, en svo leið mánuðurinn að ekk- ert svar kom frá brezku stjórninni. VEÐRATTA var yfirleitt mjög hlý í þessum mán- uði og mátti lengstum kalla sumar- veður á Norðurlandi og Austurlandi. Allur snjór hvarf úr byggðum og fjall- vegir urðu færir bílum. Suðvestanlands var umhleypingasamt og gæftalítið fram undir bænadaga, en þá gerði sum- arblíðu um land allt. — í öndverðum mánuðinum snjóaði nokkuð sunnan og vestan lands, svo að vegir urðu erfiðir og flugvellir tepptust, en það stóð stutt og tók snjóinn þegar upp aftur. ÚTGERÐIN Vegna gæftaleysis voru horfur lengi mjög skuggalegar, en í vikunni fyrir páskana breyttist þetta. Var þá róið dag eftir dag og varð afli með afbrigð- um mikill, svo að um mánaðamót var kominn meiri fiskur á land í sumum veiðistöðvum heldur en á sama tíma í fyrra. — Fiskurinn gekk inn á grunn- mið, eins og í gamla daga, og tvíhlóðu trillubátar undir Vogastapa. Víðar var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.