Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1959, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1959, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 193 Varðskipið Þór í eltingaleik við brezka togarann, en herskipið ver hann. góður handfæraafli, en annars voru það netin, sem björguðu útgerðinni að þessu sinni. — Togarar veiddu sæmi- lega á heimamiðum. BtLSLYS Fyrstu daga mánaðarins var mikil hálka á götum Reykjavíkur og vegum í grennd. Urðu af því margir bíia- árekstrar, og hinn 4. urðu 22 bílar fyr- ir skemmdum, en menn sakaði ekki. Snjóýta á Keflavíkurflugvelli ók á liðsforingja og varð honum að bana (7., 8.) Bíll ók á ríðandi mann, slasaðist hesturinn en maðurinn fótbrotnaði (8.) Harður bílaárekstur varð á Hellis- heiði og var þoku um kennt Einn mað- ur slasaðist, en báðir bílar skemmdust (14.) Mannlaus bifreið fór á stað í Borgar- nesi, rann fram á sjávarbakka og steyptist þar fram af klettum í sjó niður (18.) Bílaárekstur varð á götu í Reykja- vík. Meðan bílstjórarnir voru að athuga skemmdir, kom þar þriðji bíll- inn og renndi á hina, en við það slas- aðist annar bílstjóranna (19.) Lítil telpa varð fyrir bíl í Reykjavík og fótbrotnaði (21.) SLYSFARIR Háseti á togaranum Neptúnusi kjálkabrotnaði við það, að járnkrókur slóst framan í hann (1.) Brotsjór skolaði tveimur mönnum út af bryggjunni í Þorlákshöfn, en þeir voru svo heppnir að ná í bát, sem þar lá, og björguðust þannig (14.) Háseti á togaranum Surprise fell á þilfari og rakst þá járnkrókur í auga hans og skaddaði það mjög (11.) í Reykjavíkurhöfn fannst lík Sigurð- ar Sigurbjörnssonar sjómanns frá Vestmanneyum, en hann hvarf 28. febr. (12.) Togarinn Norðlendingur sigldi á bryggju á Akureyri og braut hana (14.) Tvö ung börn slösuðust þannig að þau náðu í rafmagnstengisnúrur, sem straumur var á og stungu þeim upp í sig (17.) Þrír Ungverjar, sem eru í Vestmann- eyum, fóru til fiska á trillubáti. Skall þá á ofviðri og komu þeir ekki aftur. Var þeirra leitað um allt, en fundust ekki. Vél bátsins hafði bilað og rak hann undan veðri til lands og í gegn um brimskaflinn við Landeyasand. Skilaði báturinn mönnunum þurrum á land. Kunnugir segja að brimið við sandana hafi verið svo mikið að hverri fleytu væri ólendandi (17.) Vb. Gulltoppur - frá Vestmanneyum fekk net í skrúfuna og rak síðan til lands á Þykkvabæarfjöru. Annar vél- bátur bjargaði mönnunum á seinustu stund (18.) Ungur maður, Hreinn Þorsteinsson á Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá, beið bana af sprengingu (24.) Vb. Fram frá Hafnarfirði strandaði í Grindavík. Mennirnir komust í land á gúmbát. Báturinn er talinn ónýtur (24.) Maður fell af dráttarvél í Reykjavík og meiddist talsvert (26.) ELDSVOÐAR Kom upp eldur í síldar- og fiski- mjölsverksmiðju í Stykkishólmi og olli stórtjóni (3.) Brann bílaviðgerðastöð á Auðbrekku í Hörgárdal (6.) Eldur kom upp í húsi á Akureyri og urðu talsverðar skemmdir (6.) Eldur kom upp í íbúðarhúsi starís-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.