Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1959, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1959, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 191 kenndur fyr en árið 1900, og hafði verið vísindamönnum óþekktur fram að þeim tíma. Dverg-flóðhest- inum var fyrst lýst 1849. en margir vísindamenn þverneituðu því að hann væri til, allt fram að 1912. Stærsta villisvín, sem til er, skóg- argölturinn, var að mestu óþekkt- ur fram að 1904. Og fram til ársins 1912 heldu vísindamenn að sagn- irnar um „komodo“-drekann væri uppspuni einn, en hann er stærsta skriðdýr, sem nú þekkist. Lang- hálsaða gasellan, sem víða sést á fornum egypzkum rismyndum, og þjóðirnar í Austur-Afríku hafa þekkt frá alda öðli, var ekki viður- kennd af vísindunum fyr en 1878. Þessar skepnur, sem nú hafa verið nefndar, og margar fleiri, hafa fundizt á afskekktum og ill- færum stöðum, sumar á fjöllum, aðrar í skógum og enn aðrar á ey- um, og sumar í vötnum og sjó. En það er nú einmitt frá slíkum stöð- um, sem sögur koma í dag um að þar hafi sést óþekkt dýr. Vér þekkjum vel sögurnar um þau stóru dýr, sem uppgötvuð hafa verið seinustu hundrað árin. Fyrst koma sagnir um þau frá fólki í ná- grenninu. Síðan hafa borizt fréttir frá ferðalöngum um að orðrómur- inn sé réttur, og hafa þær frásagn- ir komizt í blöðin. Sérfræðingar hafa þá neitað því að nokkur flugufótur gæti verið fyrir þessu, en hinir, sem trúðu hálft um hálft, hafa ekki þorað að segja neitt. Og svo kemur allt í einu óyggjandi sönnun fyrir því að sagnirnar sé réttar. En það eru til fjölda margar sagnir, sem ekki hafa verið stað- festar. Þrálátar sagnir ganga um, að í Afríku hafi sézt fornaldardýr, sem menn heldu að væri aldauða fyrir löngu, og sumar þær sagnir hafa komið frá málsmetandi mönn- um. En enginn vísindamaður trúir þessu. Þeir hefðu ekki trúað því heldur fyrir nokkrum árum, að fornaldarfiskurinn „coelacanth“ væri enn til. Þessi fiskur veiddist nú samt hjá strönd Natals árið 1938, og fleiri hafa náðst síðan. Vís- indamennirnir voru sannfærðir um, að þessi fiskur hefði verið al- dauða fyrir 70 miljónum ára. Sama máli gegnir og um ýmsar aðrar lífverur í sjó, svo sem kóngakrabb- ann, lungnafiskinn, „tuatara“ og kanínufiskinn. Þessar tegundir hafa lifað tugum eða hundruðum miljóna ára lengur, heldur en þeim var ætlað. Það væri löng saga að telja upp öll þau fornaldardýr, sem enn eru tórandi, og þar eru áreiðanlega ekki öll kurl komin til grafar enn. Það eru enn til ókannaðir frum- skógar í suðaustanverðri Asíu, í Mið-Afríku og Suður-Ameríku, og það eru til ókönnuð svæði á Mada- gaskar, Ástralíu og Nýa-Sjálandi. Og það er einmitt frá slíkum stöðum sem fyrsti orðrómurinn berst jafnan um stór, ókunn dýr og jafnvel mjög frumstæða menn. Enginn skiftir sér af þessu, sagn- irnar fá að gleymast í blöðum, og sjónarvottar þora ekki að halda þeim á loft, af ótta við að þeir verði þá taldir geggjaðir. En dr. Bernard Heuvelmans hefir þorað að taka af skarið og hefir nýlega ritað bók, þar sem hann dregur saman allar sögurnar (On the Track of Unknown Animals). J Hann laetur sér yfirleitt nægja að birta sögurnar, en metur þó hver líkindi muni vera til þess að apa- menn sé til á Sumatra og Malaya og Suður-Ameríku, risavaxið leti- dýr í Suður-Ameríku, mammútar í Tiga, dinósárar á Nýu-Gíneu, poka-tigrisdýr í Queensland, móa- fuglar á Nýa-Sjálandi o. s. frv. Af þessu má draga þá ályktun, að það er enn langt frá því, að öll stór dýr jarðar sé nefnd í dýra- fræðinni, og að margt óvænt á enn eftir að koma upp. Svo þetta: Eru snjósporin í Himalaja eftir eitthvert óþekkt dýr, eða eru þau eftir einhvern risa? Það er óvarlegt að spá nokkru um slíkt, en sá orðrómur gengur að nýar sannanir hafi fengizt í þessu máli og geti komið hinum vantrúuðu á óvart. Er „Australopithecus“ eða mann- apinn í Afríku enn á lífi? Ný- ar sögur hafa komið af því, að loðn- ir dvergar hafi sést í frumskógun- um þar. Ef þessi mannapi skyldi nú nást, hvernig verður þá vís- indamönnunum við, sem halda Rð hann sé aldauða fyrir löngu? Eyar hœkka og lœkka L A N G T er síðan menn veittu j*vi athygli, að sumar stærstu eyarnar í Japan hækka ýmist eða lækka. Varð það því eitt af viðfangsefnum vísinda- manna á jarðeðlisfræðaárinu, að reyna •að komast að því hvernig á þessu stendur. Og nú er gátan ráðin. Mishimura prófessor við háskólann í Kyoto hefir nýlega skýrt svo frá, að annan hvorn dag dragi úr aðdráttar- aflinu yfir Japan um stutta stund. Og af þessu komi það, að eyarnar lyftist meðan á þessu stendur, en sígi svo í sama far aftur. Sumir gizka nú á, að þetta sé aðalástæðan til hinna tíðu jarðskjálfta, sem eru í Japan. Vinnubrögð í Kína 1 HÉRAÐINU Weising í Kína hefir stjórnin smalað saman fjölda bænda til þess að gera uppistöðulón, en úr því á svo að veita vatni á akra. Þegar ráðist er í einhver slík stór- virki á Vesturlöndum, eru jafnan not- aðar hinar stórvirkustu vinnuvélar, en þau hafa kínversku bændurnir ekkL Þeir nota hin sömu verkfæri og for- feður þeirra hafa notað frá ómunatíð, skóflur og haka. Helmingur bændanna vinnur að því að losa um jarðveginn og moka, en hinn helmingurinn ber mold- ina í körfum þangað sem stíflugarður- inn á að vera.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.