Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1959, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1959, Blaðsíða 2
186 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Eiginhandarnafn Henriks Hansens á klöpp í Örfirisey. hann danskri konu, sem Anna Neuman hét. Voru þau mjög jafn- aldra, 24 ára, er þau komu hingað. Bjarni fór nú að svipast að stað, þar sem hann gæti stundað atvinnu sína. Var þá um nóga staði að velja í Reykjavík. Hann fekk svo út- mælda lóð austan við kirkjuna, 16 alnir „fra Domkirkens Österkant". Hafa takmörk lóðarinnar verið sem næst því sem nú er Pósthússtræti lRilli Hótel Borgar og Skólabrúar, og svo öll spildan þar fyrir austan að læknum. Á þessari lóð reisti svo Bjarni „lítmn og laglegan torfbæ" árið 1800. Fekk bærinn þegar nafnið „Kleinsmedens Hus“, eða „Smed- ens Hus“ og gengur undir þeim nöfnum í kirkjubókum. Þarna bjó Bjarni svo fram til ársins 1807, að þau hjónin hurfu af landi brott með tvö börn sín ung, Hans Neu- man og Margrethe. Á þessum ár- um var stundum nokkuð margt fólk í litla bænum, því að tvívegis hafði Bjarni leigjendur. 1802 bjuggu þar G. Björnsson skósmið- ur og Pálína Matthíasdóttir kona hans, en 1806 býr þar Peter Malm- quist beykir ásamt Johanne konu sinni og vinnukonu. Þau fluttust vorið eftir í Brúnsbæ, og þar voru þeir Savignac og Jörundur hunda- dagakóngur hjá þeim. Þegar Bjarni fór heðan alfarinn, keypti Trampe greifi bæinn og leigði hann Niels Sörensen Hamm- er skósmið, sem talinn var „dug- andi maður“. Og nú skipti bærinn óðar um nafn og var kallaður Skómakarahúsið. Þarna bjó Hammer í tvö ár. Árið eftir, 1810, segir kirkjubók að dönsk skipshöfn eigi heima í húsinu, skipstjóri, stýrimaður og 5 hásetar frá Borgundarhólmi og bátsmaður frá Kaupmannahöfn. Þá er þó bærinn enn nefndur Skómakarahúsið. En árið eftir er hann kallaður Savignacshús. Hafði Savignac þá keypt bæinn af Trampe greifa (eða umboðsmanni hans, því sjálfsagt hafa þeir Trampe ekki verið neinir vinir, þar sem Savignac var einn í hópi þeirra vopnuðu manna, sem handtóku greifann 25. júní 1809). Savignac var hér verslunarstjóri fyrir Phelp og kom sér yfirleitt illa. Nú hafði hann eignazt litla bæinn austan við kirkjuna. Bjó hann þar í tvö ár með „húsjómfrú“, er Guðrún Ein- arsdóttir hét, og hafði seinna árið jafnvel aðra „húsjómfrú“, sem Kristbjörg Jónsdóttir hét, og auk þess vinnukonu. Hjá honum var „í kosti“ Ólafur Loftsson, sá er var fylgdarmaður Mackenzie hér um landið og „laug mörgu að hon- um um hagi og háttu landa sinna“, eftir því sem Espólín segir. Savignac fór heðan alfarinn 1813 og keypti þá Hans Simon Hansen bæinn. Hann var einn af hinum kunnu Básendabræðrum, en þeir voru fjórir og koma allir við sögu Reykjavíkur. Faðir þeirra, Henrik Hansen, var upphaflega verslunarmaður í Hólmi, meðan verslunarhúsin voru úti í Örfiris- ey. Þar hefir hann höggvið eigin handar nafn sitt á klöpp nokkra, sem enn má sjá. Og verði ekki hægt að friða letrið á klöppunum í Örfirisey, væri tilvalið að reyna að ná upp þessari hellu óskemmdri og flytja hana að Árbæ og hafa hana þar hjá litla húsinu, sem svo lengi var kennt við syni hans. Henrik Hansen var seinast kaup- maður á Básendum, en verslunar- staðinn tók af í flóðinu mikla 9. jan. 1799. Synir hans, Básenda- .bræður, voru þessir: Hans Simon Hansen, er varð fyrsti barnaskólakennari hér í bæ (1830—31) vegna meðmæla frá Krieger stiftamtmanni. En annars stundaði hann verslunarstörf. Kona hans var María Einarsdótt- ir Hannessonar frá Eyrarbakka, en þau skildu og giftist hún síðan Ara Jónssyni verslunarmanni í Hafn- arfirði. Jóhann Hansen beykir. Hann átti Vilborgu Einarsdóttur Hann- essonar, systur Maríu konu Hans bróður síns. Dóttir þeirra Jóhanns var Anne Marie, seinni kona Tærgesens kaupmanns. Jóhann keypti Ullarstofuna 1814 og bjó þar til dauðadags. (Þar standa nú Uppsalir). Jóhann Friðrik Hansen var bakari og vann hjá O. P. Chr. Möll- er, en hann hafði reist fyrsta bök- unarhúsið hér í bæ rétt vestan við Svenska húsið svokallaða. Var það lengi kallað Bakarahúsið, en seinna voru húsin sameinuð og þar er nú Hressingarskálinn. Símon Hansen kaupmaður. — Hann var mest virtur af þeim bræðrum. Hann gerðist verslunar- stjóri árið 1812 hjá Bjarna riddara Sivertsen, sem þá verslaði þar sem nú er Bókabúð Braga í Hafnar- stræti. Gegndi Símon því starfi fram til ársins 1816 að hann hóf sína eigin verslun í eystra húsi Páls Brekkmanns, rétt hjá Rand- ersku húsunum. Það hús var þá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.