Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1959, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1959, Blaðsíða 15
LiESBÓK MORGUNBLAÐSINS 199 Dvergasteini í Seyðisfirði. Síra Björn Þorláksson var prestur þar. --- 000 - Páll Ólafsson skáld flutti búferlum frá Fljótsdalshéraði að Nesi í Loð- mundarfirði. Hann átti marga góða reiðhesta. Frá Nesi að Úlfsstöðum, þar sem faðir minn, Jón Þorleifsson bjó, mun vera um 10 km, mest rennisléttar grundir. Það þótti Páli mátulegt kipp- korn til að létta upp gæðingunum. Ragnhildur og hann komu oft, með þeim var á stundum venzlafóik þeirra. Öllum gestum var vel fagnað, veitingar voru kaffi með margs konar góðu kaffi- brauði, aldrei molakaffi nema á eftir mat. Þegar meira var haft við, súkku- laði með þeyttum rjóma og mikið af fínum kökum, kaffi og koníaki eða brennivíni. Bændur lögðu þá metnað í mikla gestrisni, þar af kemur málshátt- urinn: „Oft njóta heimamenn góðra gesta“. Einu sinni hallaðist Páll mikið fram í hnakknum þegar hann kom ríð- andi heim traðirnar. Margir gestir voru á hlaðinu. Einn þeirra, Sigurður Jónsson frá Gautlöndum við Mývatn, kaupmaður á Seyðisfirði, kallaði: „Ertu fullur, Páll“ og hann svaraði strax: „Ha, ert þú nú að skoða þig í spegli". Síra Björn Þorláksson og Páll voru miklir andstæðingar, það byrjaði víst út af tveimur lömbum, sem hver bóndi í Klyppstaðarkirkjusókn var skyldugur að fóðra fyrir prestinn til minningar um Maríu mey og Pétur postula. Páll var oft tæpur með hey og vildi borga lambsfóðrin í peningum aða innskrift. Síra Björn neitaði því og heimtaði að lömbin væru fóðruð. Út af þessu fóru þeir í mál. Páll var dæmdur eftir ein- hverri lagagrein og gamalli venju að fóðra prestlömbin frá haustnóttum og skila þeim í fardögum feitum og fær- um. Páll sagði sig þá úr þjóðkirkjunni og heimilisfólk sitt. Gekk í fríkirkju- söfnuð sem starfaði með prest og kirkju á Eskifirði. Síra Björn taldi þetta of- sókn á þjóðfélagið, neita að greiða lög- boðin kirkjugjöld, og veru Páls í frí- kirkjusöfniðinum ólögmæta, því prest- störf, messur og jarðarfarir, væru óframkvæmanleg sökum fjarlægðar. Páli fannst fjarlægðin engu skifta, lög- legt væri að staursetja lík ! kirkjugarði meðan biðið væri komu prests, og fyrir kirkjusókn hefði hann gjört þær ráð- stafanir að hafa á heimili sínu hvern messudag guðræknisstund með sálma- söng og lestur í Vídalínspostillu og áleit það ekki lakara guðsorð en stólræður síra Björns. Klögumálin gengu á víxl. í sveitar-, sýslu- og landsmálum voru þeir aldrei sammála. Páll orti um síra Björn vísur af ýmsu tagi. Síra Björn sagði: „Það þýðir ekki fyrir Pál að vega að mér með þessum vopnum, þau bíta ekki á mig“. — ooo-- Framfarafélag var í Loðmundarfirði, hafði verið stofnað fyrir mitt minni. Aðaltakmarkið var að safna peningum og leggja í söfnunarsjóð íslands handa komandi kynslóðum. Félagsfundir voru haldnir tvisvar í mánuði á vetrum. Sumardaginn fyrsta var hlutavelta með dansi á eftir. Börn og unglingar voru látin búa til og safna gjöfum á hluta- veltuna. Smaladrengur, Hjálmar Sig- urðsson hét hann, safnaði í hjásetum á sumrin viðartágum, þvoði þær og skóf, litaði sumar úr mosa eða jurtalitum og riðaði úr þeim körfur og ýmsa smá- muni, listaverk. Aðrir drengir smíðuðu saumakassa með mörgum hólfum, skrínur, lítil seglskip og lúðra úr nauts- hornum. Stúlkurnar saumuðu, hekluðu og prjónuðu. Mikill áhugi að vinna fyr- ir komandi kynslóðir. Gjöfum til hluta- veltunnar var safnað hjá kaupmönnum á Seyðisfirði. Magnús hét úrsmiður þar. Hann verslaði með úr, klukkur og glys- varning, þótti einrænn og nískur. Eg hefi oft safnað gjöfum á hlutaveltu, einkum fyrir Landsspítalann, og jafnan verið vel tekið, en aldrei betur en af Magnúsi. Hann var svo athugull að velja og gefa vandaða muni eða skraut- lega, sem tæki sig vel út á happdrættis- borðinu, svo fólkið kepptist um að draga. Orðtak hans var: „Allt með gát“. — 000 — Eftir sumardaginn fyrsta kemur gró- andi vor, túnin grænka fyrst og í þau sækir allur grasbítur. Það verður þvi að verja túnið fyrir þeim átroðningi, einkum nýrækt. Eg vakti oft yfir tún- inu, var aldrei hrædd við vofur eða huldufólk, og ekki hrædd nema við mannill naut, en þau voru ekki til að óttast á vorin, öll seld í franskar fiski- skútur, sem veiddu við Austfirði. Skip- stjórarnir sóttust eftir að kaupa nýtt nautakjöt og borguðu það með salti, kexi og koníaki, að ógleymdum frönsk- um sjölum, svörtu klæði í peysuföt og stundum flutu með vandaðar loftvogir og litaðar veggmyndir. Franska pen- inga sá eg ekki, en Englendingar keyptu fé og hesta á haustin og borg- uðu með enskum gullpeningum, hrúg- um af peningum. Það var sálarþroski fyrir börn að vaka yfir túni, skyldu- ræknin að sofa ekki á verðinum and- legur fjársjóður. Tign og fegurð vor- næturinnar ógleymanleg. Um lágnættið renna ár og lækir með hljóðþýðum nið, jafnvel fossarnir lækka róminn. Um morguninn mikill fjöldi radda, himnesk sinfónía um dýrð drottins. Móðir mín kom fyrst á fætur og sendi mig út í læk að sækja vatn til að þvo mér úr áður en eg færi að sofa. Hún sagði að rennandi lækjarvatn væri svo hollt snemma morguns. Læknisráð móður minnar voru vatnsböð, köld eða heit eftir ástæðum. Við vorum fimm systkin og fjögur fósturbörn, öll heilsuhraust. — ooo — Fyrsta þjóðhátíðin, sem eg man eftir var á Seyðisfirði 2. ágúst. Víðförull maður hefir sagt mér, að gott veður á íslandi sé bezta veður í heimi, og eg trúi því, en veit að gott veður á Aust- fjörðum er bezta veður á íslandi. Og svona gott veður var þennan þjóðhá- tíðardag. Formaður skemmtinefndar setti samkomuna og bað menn kapp- kosta að skemmta sér og umfram allt að skemmta hver öðrum. Jóhannes Jó- hannesson bæjarfógeti talaði fyrir minni íslands, söngfélag söng „Ó guð vors lands", öll þrjú versin, Þorsteinn skáld Erlingsson las kvæðið um þok- una. Mér þótti augnaráð hans bjart og fallegt þegar hann las: „Þér tekst ekki þoka að gera oss geig“. Farið var í marga útileika, tefld skák á þar til gerðum leikvelli með lifandi mönnum. Þeir féllu hver um annan þveran. Kóngarnir stóðu eftir með eitt peð. Dómnefnd dæmdi að hægt væri að máta með einu peði í kóngsvaldi, en það myndi taka langan tíma, svo sæzt var á jafntefli. Þá gengu menn í veit- ingatjald að drekka minni og syngja ættjarðarljóð. Danspalli hafði verið slegið upp, þar dunaði dansinn iangt. fram á nótt. Ekki sá vín á nokkrum manni. Þá þótti svo mikil villimenska að vera með drykkjulæti, að þeir sem það gerðu voru kallaðir mannætur. LEIBRETTINGAR I greininni um strand spítalaskipsins „St. Paul“, átti að standa að nóttina eftir hefði gert norðaustan (ekki norð- vestan) veður, er lagði skipið á hlið- ina. Fyrsta daginn var allmiklu bjarg- að úr skipinu, en eftir að það lagðist flatt, varð að rjúfa gat á byrðinginn, svo hægt væri að bjarga meira.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.