Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1959, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1959, Blaðsíða 4
188 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS leigjendur, Guðbrandur Stefánsson bróðir húsfreyu, og kona hans, með 3 börn. Það er næsta óskiljanlegt að svo margt fólk hefði rúmast í Smiðsbænum gamla, sem ekki var nema um 50 fermetra og einlyftur. Nýa húsið var að vísu ekki nema 48 fermetra, en í því var loft. Hér verður hver að hafa það sem hon- um þykir trúlegast og skiptir ekki miklu máli hvort húsið er reist 1820 eða 1822. Hansenshús. Húsið var lágt að veggjum, en með háu risi, eins og þá var títt. Á suðurhlið miðri voru aðaldyr og sín stofan til hvorrar handar við anddyrið. í norðurhlið hússins var stofa vestast, þá eldhús og búr þar innar af í austurenda. Dyr voru á eldhúsi út í skúr, sem fastur var við húsið, og hefir þar verið geymd 'ur mór og fleira. Úr eldhúsinu var stigi upp á loftið, en þar munu hafa verið fjögur lítil súðarher- bergi, tvö í hvorum gafli, en lítil geymsla milli þeirra að uppgöngu- baki. f miðju húsinu var steinofn, sem Lárus Sigurbjörnsson telur mjög merkilegan, og sé þetta eini ofninn af þeirri gerð, er kunnur sé hér á landi. Er þar fyrst fer- hyrndur grjótbálkur, holur innan, en kúptur að ofan og þar upp úr reykháfur. Þessi ofn nær til allra herbergjanna niðri og hefir átt að hita þau öll. Svipar honum til ofna þeirra, er sjá má í gömlum dönsk- um húsmannsbýlum. Nokkur hluti ofnsins hefir að vísu verið rifinn niður síðar, til þess að koma þar fyrir eldavél, en enn má sjá hvern- ig hann hefir verið. í þessu húsi bjó svo Símon Han- sen til æviloka. Guðbrandur Stefánsson var hjá honum í tvö ár. Á þeim árum reisti hann smiðju handa sér á suðvesturhorni lóðar- innar, en þar sem smiðjan stóð reisti Eggert Claessen hrl. seinna t i íbúðarhús, nú Pósthússtræti 17. Ekki er að sjá á húsvitjunarbók- um að fleiri leigjendur hafi verið hjá Símoni. Jón biskup Helgason segir þó, (Þegar Reykjavík var 14 vetra): „Nokkur ár hafði Hannes St. Johnsen búið í Smiðsbænum í sambýli við tengdaforeldra sína, áður en hann fluttist í hús það, er hann lét ^míða handa sér við Aust- urvöll“. Þetta getur ekki verið rétt, því að Hannesar er aldrei getið þar í húsvitjunarbók. Þau Sigríður og Hannes giftust 14. ágúst 1835, en einmitt það sumar var smíðað hús Hannesar nyrzt í Thorvaldsens- stræti. Má vera að þau ungu hjón- in hafi þá verið einhvern stuttan tíma hjá Símoni Hansen, áður en þau gátu fluzt í nýa húsið. í kirkju- bókinni er þess getið að þau hafi verið gefin saman „heima“, en eg treysti mér ekki til að skera úr um, hvort þar er átt við heimili brúðgumans, biskupssetrið í Laug- arnesi, heimili brúðarinnar Han- senshús, eða hið nýa heimili brúð- hjónanna í Thorvaldsensstræti. Heimili þeirra Hansenshjóna var altaf talið með betri heimilum hér í bænum. Við húsvitjun 1827 er getið um guðsorðabækur þar: tvær biblíur, Mullers húspostillu, sálma- bækur á dönsku og íslenzku, Sturmshugvekjur, Passíusálma og Harmonia sálmasafn. Kristín Han- sen andaðist 1841, en Símon bjó þar áfram með börnum sínum. Hann andaðist 26. sept. 1847, þá 65 ára að aldri. Húsið var nú selt á uppboði 4. febrúar 1848, ásamt lóð og geymslu húsi. Kaupandi var Sigurður Mel- sted prestaskólakennari. Hann var þá nýkvæntur og bjó hann þar næsta ár. Austurvöllur 2. Þetta ár gaf Rosenörn stiftamt- maður út fyrirskipun um, að öllum götum í Reykjavík skyldi gefin nöfn og hús tölusett. Voru þá eng- ar götur umhverfis Austurvöll, að- eins getið um „den lange Sti fra Nord til Kirken“. Varð það því að ráði að kenna öll húsin þar við Austurvöll og tölusetja þau í hring sólarsinnis. Varð þá hús Hallgr. Schevings nr. 1 við Aust- urvöll (nú Hótel Borg), Hansens- hús varð nr. 2, hús maddömu Thorgrimsen, ekkju Sigurðar land- fógeta, varð nr. 3 (þar stendur nú Verslunarmannahúsið), lyfjabúð- in var nr. 4, hús Edv. Siemsen nr. 5 (þar er nú símstöðin), hús Hann- esar St. Johnsens nr. 6 (þar er nú Sjálfstæðishúsið), en hús Halldórs Kr. Friðriks^onar varð nr. 7 þegar það kom ári síðar, og varð þá nokk- ur ruglingur í tölusetningu hús- anna. En þetta gerði ekki mikið til. Almenningur tók ekki neitt mark á þessari nýskipan. Menn kölluðu húsin og bæina sínum gömlu nöfn- um, eftir sem áður, og húsið Aust- urvöllur 2 var altaf kallað Han- senshús. Eftir að Sigurður Melsted er far- inn úr húsinu, koma þangað hjón- in Hinrik Hansen gjörtlari og Eir- ný Erlendsdóttir. Er svo að sjá sem Hinrik Hansen hafi altaf átt þriðj- ung í húsinu. Þarna eiga þau svo heima fram á árið 1864. Á þessum árum leigðu hjá þeim ýmsir nafn- kunnir menn og má geta þessara: Jón Árnason þjóðsagnasafnari átti þar heima árin 1858—1864. Hann var þá biskupsskrifari. Þorsteinn Egilson, síðar kaup- maður í Hafnarfirði, var þar árin 1860—61. Hann var þá í presta- skólanum. Sigurður Guðmundsson málari átti þar heima 1863—64. Teitshús. Árið 1864 voru % hlutar húss- ins seldir á uppboði og varð Hann- es St. Johnsen hæstbjóðandi, en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.