Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1959, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1959, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 187 Hansenshús á miðri myndinni. Til vinstri er hús Hallgr. Schevings — bæði talin til Austurvailar fyrst. kallað Fjeldstedshús, kennt við Björn Fjeldsted, er þar hafði versl- að. Nú er sú lóð horfin undir Bún- aðarbankann. Þarna verslaði Sím- on svo til æviloka, aldrei í stórum stíl, en farnaðist vel. „Símon Han- sen var merkur maður, góður borg- ari, og hafði mörg trúnaðarstörf fyrir bæinn og leysti þau öll sam- vizkusamlega af hendi“, segir Klemens Jónsson. Símon var lengstum gjaldkeri barnaskólans, meðan hann var í Aðalstræti, hann átti sæti í bæarstjórn og var lengi bæargjaldkeri. Kona Símonar var Kristín Stefánsdóttir frá Káranesi í Kjós, systir Guðbrandar Stefánssonar, sem var „þjóðhagasmiður, völund- ur eða hugvitsmaður". Þau Símon og Kristín eignuðust mörg börn, og voru á meðal þeirra Sigríður Kristín, kona Hannesar St. John- sens kaupmanns, og Hinrik „gjörtl- ari“ faðir Halldóru konu Erlendar Árnasonar gullsmiðs. Móðir þeirra Básendabræðra var Sigríður eldri, dóttir Sigurðar Er- lendssonar í Götuhúsum. Þegar Savignac fór af landi burt var bærinn seldur, og segja sum- ir að Sigríður Hansen hefði keypt. Hún andaðist á þessu ári (1813) og var grafin með mikilli viðhöfn, sem slíkri merkiskonu sómdi. Og þegar húsvitjun fer þar fram um haustið, er Hans Símon Hansen þar hús- ráðandi og hefir bærinn nú fengið nýtt nafn og er kallaður Hansens- hús. Samkvæmt bæarskjölum er Hans Símon talinn eigandi húss- ins og býr hann þar í tvö ár. Þá kaupir Símon kaupmaður Hansen bæinn af honum og flyzt þangað með konu og börn og þrjár vinnu- konur. Var þá 10 manns þar í heimili. Bæarhúsið er þá talið 15 al. 8% þml. á lengd, 7 al. 15 þml. á breidd og 3 al. 10% þml. á hæð. Fylgir því þá garður, sem er tal- inn vera 27x19 alnir. Símon býr nú í þessum bæ fram um 1820. Eru þá börnin orðin 5, en auk þess eru þar tvær vinnu- konur og tveir vinnumenn, eða 11 manns í bænum. Mun Símoni þá hafa þótt þröngt orðið, og þótt bær- inn væri ekki gamall, aðeins 20 ára, lét hann nú rífa hann og reisa nýtt timburhús í staðinn. Það er sama húsið og nú á að flytja að Árbæ. Hér skal þess þó getið, að heim- ildir greinir á um það hvenær hús- ið hafi verið réist. Um það finnst ekkert í skjalasafni bæarins. Klem- ens Jónsson segir í „Sögu Reykja- víkur“, að Símon Hansen hafi reist þetta hús um 1813. En það fær ekki staðizt, því að Símon eignast ekki Smiðsbæinn fyr en 1815. Er þess getið í skjölum bæarins að Símon hafi þá keypt bæinn af Hans Símoni bróður sínum. Jón biskup Helgason segir að Símon hafi eign- azt Smiðsbæinn 1815 og búið í honum í fimm ár, en rifið hann þá og reist nýtt timburhús. En Jón biskup kveður ekki fastar að orði en svo, að þetta hús muni hafa ver- ið reist um 1820. Aldur þess hefir því verið miðaður við það ártal. En af kirkjubókum Reykjavík- ur finnst mér mega ráða, að húsið geti verið tveim árum yngra, ekki reist fyr en 1822. Við húsvitjun seint á árinu 1821, er bústaður Símonar Hansen kallaður Smiðs- hús. Mér finnst heldur ólíklegt að prestur hefði haldið hinu gamla nafni á bæ Bjarna Lundbergs, ef þá hefði verið komið þar nýtt timburhús. Næsta ár er engin hús- vitjun skráð í kirkjubókina, en henni fylgir sérstök skrá um bú- endur í Reykjavík 1822 og þar er bústaður Símonar Hansens kallað- ur Kirkjubær. Gæti það bent til þess, að Símon Hansen hafi ætlað að láta hið nýa býli sitt heita Kirkjubæ. En það nafn festist ekki við húsið, því að eftir það er það ýmist kallað Hansenshús eða Sím- on Hansenshús í kirkjubókinni. Vel getur verið að ekki megi taka of mikið mark á húsnöfnun- um. Og kirkjubókin gefur líka grun um að húsið muni hafa verið reist 1820, því að 1821 er furðu margt fólk þar, eða 16 manns. Það eru þau Hansenshjónin, fimm börn þeirra, tveir vinnumenn og tvær vinnukonur. En auk þess eru þar bauð í fyrir hönd Teits Finnboga- sonar járnsmiðs og dýralæknis, eins og hann vottaði síðar (1875). Og það sama ár vottaði Eirný,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.