Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1959, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1959, Page 14
198 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Sigurborg Jónsdóttir Bernskuminningar um vinnuhjúum verðlaun fyrir langa og dygga þjónustu (13.) Við stjórnarkosningu í bifreiðastjóra- félaginu Hreyfli sigruðu lýðræðissinn- ar (13.) Björn Ófeigsson var kosinn formað- ur Félags vefnaðarvörukaupmanna (14.) Jón Magnússon var kosinn formað- ur Blaðamannafélags íslands (17.) Sjö Islendingar hafa lokið verkfræði- prófi í Kaupmannahöfn (21.) Fulbrightstofnunin veitir tveimur íslendingum hálfs árs styrk til náms og kynnisdvalar í Bandaríkjunum (25.) Stjórn Félags rafvirkja varð sjálf- kjörin. Formaður er Óskar Hallgríms- son (25.) Starfsfólk hjá ýmsum fyrirtsekjum, alls 60 manns, tók á leigu flugvélina Sólfaxa og fór til eyarinnar Mallorca í páskafríinu (25.) Agnar Gunnlaugsson var kosinn for- maður Félags garðyrkjumanna (25.) Sjálfstæðisfélag var stofnað í Höfn- um með 52 félögum (26.) FRAMBOÐ Fyrsta framboð til næstu Alþingis- kosninga er, að Ásgeir Pétursson lög- fræðingur verður í kjöri fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í Mýrasýslu (22.) Þá verður og Matthías Á. Mathiesen spari- sjóðsstjóri í framboði fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í Hafnarfirði (24.) ÝMISLEGT Skipastóll landsins var rúml. 113.000 lestir s.l. haust (4.) Maður var handtekinn í Reykjavík fyrir að falsa læknaávísanir á deyfilyf (4.) I roki, stórhríð og náttmyrkri fann varðskipið Þór með hinni nýu ratsjá sinni vélbát, sem var bilaður út af Garðskaga, og bjargaði honum (6.) Atta prestaköll eru laus til umsókn- ar í vor (7.) Mikið ísrek er í hafinu norður af Is- landi (7.) Maður, sem ætlaði með flugvél frá Reykjavík til Akureyrar, fór óvart upp í millilandaflugvél og komst alla leið til Kaupmannahafnar — og heim aftur (17.) Bilaeign landsmanna var 18.907 við s.l. áramót (11.) Skæður inflúensufaraldur kom upp í Siglufirði, talið að hann hafi borizt þangað með þýzku skipi (14.) Vegna ÞESSAR minningar vil eg byrja með því að kynna nafn mitt og fer þá fljótt yíir langa sögu. Sigurborg hét kona austur á Fljóts- dalshéraði. Hún var trúlofuð Finni Þorsteinssyni sem stundaði langskóla- nám. Vorið þegar hann tók embættis- próf í guðfræði, fór Sigurlaug að Hólm- um í Reyðarfirði, til síra Hallgríms og frú Kristrúnar, að búa sig undir prest- konustarf. Næsta vetur var Finnur heimiliskennari hjá Einari bónda í Hellisfirði. Hann var auðugur af jörð- um og leigufé. Ólöf Einarsdóttir var heimasæta í föðurgarði, kvenkostur, með mikinn heimanmund og arfsvon. Finnur skrifaði þá Sigurborgu upp- sagnarbréf, kvæntist Ólöfu, tók prest- vígslu, var veitt Klyppstaðarprestakall í Loðmundarfirði og starfaði þar til æviloka. Að ráði og hlutdeild frú Kristrúnar á Hólmum fór Sigurborg til Kaup- mannahafnar að læra ljósmóðurfræði í ríkisspítalanum þar. Að námi loknu var hún skipuð ljósmóðir á Seyðisfirði. Þá þessa var aflýst skíðamóti, sem þar átti að vera. Sjö menn voru dæmdir í Hæstarétti til að greiða Menningarsjóði 120 þús. krónur í sektir fyrir áfengislagabrot (21.) Leyft hefir verið að 20 júgóslavnesk- ir flóttamenn flytjist hingað og setjist hér að (21.) Mislingar bárust til ísafjarðar og veiktust margir (22.) Fiskhjallar hrundu í ofviðri í Grund- arfirði, en tjón mun ekki hafa orðið mjög mikið (22.) Þýzkur sjómaður bjargaði íslenzk- um sjómanni, sem fallið hafði í höfn- ina í Reykjavík. MÆÐIVEIKIN er að hrella menn. Nú hefir hún komið upp í sauðfé á Miðhúsum í Reykhólasveit, þar sem hún hefir aldrei verið áður (25.) var einn læknir fyrir báðar Múlasýslur, með læknisbústað á Fljótsdalshéraði. Svo bar það við um vetur í blindhríð og ofsaroki, að afi minn Þorleifur Þor- varðarson bóndi á Brimnesi í Seyðis- firði, smíðaði fæðingartangir í lífsnauð- syn fyrir Sigurborgu, og hún með þeim á samri stundu bjargaði lífi móður og barns. Þá máttu ljósmæður ekki eiga eða nota fæðingartangir, en með því að Sigurborg var vel lærð, gáfuð, skyldu- rækin og dugleg gaf héraðslæknirinn henni sín beztu meðmæli til stjórnar- valdanna, og fekk hún leyfisbréf með réttindum að eiga og nota fæðingar- tangirnar, sem voru afbragðs völundar- smíði. Eftir þetta veitti Sigurborg læknis- hjálp við erfiðar fæðingar um Aust- firði og á Fljótsdalshéraði, þegar lækn- irinn var í sjúkravitjun suður á Beru- fjarðarströnd eða norður á Jökuldal. Ferðalög voru þá erfið, farartækin ára- bátar og hestar, enginn vegur, engin brú, farið á ferju yfir Lagarfljót og í dráttarkláf á ófæru gljúfri yfir Jökulsá, á veturna gengið á broddum yfir snar- brött fjallaskörð og á skiðum yfir snjó- þungar heiðar. Sigurborg var dáin þegar eg var skírð og látin heita eftir henni. Fimm ára gömul lærði eg að lesa. Þá kom síra Finnur Þorsteinsson að húsvitja á heimili foreldra minna. Eg man eins og það væri í dag. Hann sat á stól við borð í gestastofunni, eg stóð við hlið- ina á stólnum og las í Alþýðubókinni eftir síra Þórarinn Böðvarsson um blá- menn í Suðurálfu; á hinni blaðsíðunni var brjóstmynd af karlmanni með ósköp skrítið höfuðfat. Þegar eg hafði lesið nokkrar línur, lagði prestur bók- ina til hliðar og hrósaði mér mikið fyr- ir að lesa ágætlega. Svo fór hann að tala við mig og sagði oft: „Sigurborg mín“. Nú finnst mér að honum muni hafa verið nafnið hugtamt. Síra Finn- ur var þá gamall og hrumur, hann var með mislitan vasapela, sem hann saup oft á. Þegar síra Finnur andaðist var Klyppstaðarprestakall sameinað

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.