Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1959, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1959, Blaðsíða 16
200 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE ÞETTA spil er úr keppni, þar sem mönnum var sagt fyrir hvað þeir ætti að spila. Hér á S að spila 4 hjörtu. * G 10 7 5 V D G 8 ♦ A D G «974 A D 6 5 3 ¥ 6 ♦ 10 9 8 7 4Á632 A A K ¥ A K 10 9 4 ? ♦ 65 * K 8 5 4 982 ¥752 ♦ K 4 3 2 * D G 10 V sló út T10. Þegar litið er nú á spilin er augljóst að mjög hæpið er að vinna, ef A hefir TK og V hefir LÁ. Þá missir spilarinn einn slag í tigli og þrjá 1 laufi. S drepur útspilið með ás og tekur svo slagi á SÁ og SK. Því næst kemur hann borðinu inn á HD og slær út SG, en í þann slag fleygir hann tigli af hendi og V fær slaginn á SD. Hann slær út spaða aftur, A trompar og S drepur. Nú kemur hann sér inn á H8 í borði og slær út TD, sem A neyðist til að drepa, en S trompar. Nú kemur hann borðinu inn á HG og þá er TG frí, og þannig er spilið unnið. A-V fá nú aðeins tvo slagi í laufi. EINKENNILEGT SLYS í marzmánuði 1738 „drukknuðu 3 menn af bát á Miðnesi suður í góðu veðri, af hverju efni vissu menn eigi. Einn af þeim fannst í bátnum. Hafði hann fest sig og skorðað undir bitan- um“. — (Hvammsann.) SÝNT I TVO HEIMANA Það var einhverju sinni, að nokkrir menn íslenzkir voru staddir um borð í „Ceres", sem lá inni í Seyðisfirði. Arni Björn sterki (seinast á Múla- stekk í Skriðdal, d. 5. nóv. 1927) var HRAUN I ÖXNADAL. — Á þessum bæ fæddist Jónas Hallgrímsson skáld hinn 16. nóvember 1807. Þar bjuggu þá foreldrar hans, Hallgrímur Þorsteinsson, að- stoðarprestur hjá séra Jóni Þorlákssyni á Bægisá, og kona hans Rannveig Jónas- dóttir frá Hvassafelli. Bærinn er nú orðinn ólíkur því sem hann var á æskuár- um Jónasar, en landslagið er hið sama. Enn fylla háir hólar hálfan dalinn, og enn ber Hraundranga hátt við loft á vesturbrún dalsins. Hann virðist ókleifur, en þó hafa menn gengið á hann. (Ljósm.: Gunnar Rúnar) einn þeirra. Hann settíst nærri dyrum hásetaklefans og sat þar nokkra stund. Hásetar ömuðust við honum, en hann sinnti því ekki. Einhver þeirra fer til skipstjóra og kærir íslendinginn. Skipstjóri bregður við, gengur að Árna Birni, þrífur í axlir hans og snarar honum svo harkalega á bakið, að hann rann eftir þiljunum. Árni Björn stóð hratt upp, hvítur í framan. Hann gekk hægt að skipstjóra, þreif í brjóst hans annari hendi, bar hann út að borðstokknum og helt honum út fyrir hann um stund. Skipstjóri var meðalmaður á hæð, mjög þrekinn og feitur. Þegar Árni Björn setti hann aftur inn á þilfarið, gekk skipstjóri þegjandi burtu. Árni Björn fór í land, og lögðu hásetar ekkert til hans. — (Breiðdæla). SKÁLD 1 HÖFUÐBORG Eitt sinn var eg ungur í Hreppnum, elskur jafnt að mönnum og skepnum. Styrktu mig nú, strokhestakraftur, strax á leið, — því heim vil eg aftur. (Eiríkur Einarsson frá Hæli).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.