Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1959, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1959, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 197 Varnarliðið ætlar að reisa miðunar- stöð á Snæfellsnesi (20.) Nýtt félagsheimili var tekið í notkun í Kópavogi (21.) ísfirðingar vilja fá menntaskóla (25.) Nýr bátur, Áskell, smíðaður í Dan- mörk, kom til landsins. Heimahöfn hans er Grenivík (25.) Borað var niður í 750 m dýpi hjá Laugarnesvegi í Reykjavík og er búist við að mikið heitt vatn fáist úr þeirri holu. Hitinn var svo mikill að holunni var lokað í bili svo að ekki kæmi gufu- gos (26.) inn formaður Fulltrúaráðs Sjómanna- dagsins (5.) Embætti vitamálastjóra veitt Aðal- steini Júlíussyni (5.) Kosning stjórnar í Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna fór svo, að komm- únistar töpuðu eftir 4 ára stjórn þar (5.)- Jóhann Pétursson var kosinn for- maður Sjálfstæðisfélags Keflavíkur (6.) Ungmennasamband Kjalarnessþings helt ársþing sitt og voru þar 26 fulltrú- ar (6.) Virðuieg minningarathöfn fór fram í dómkirkjunni um skipshöfnina á vita- skipinu Hermóði (7.) Halldór Hansen dr. med. og Jón Gunnarsson skrifstofustj. hf. Hamars voru sæmdir frönskum heiðursmerkj- um (7.) Danska leikarafélagið bauð einum íslenzkum leikara á „dönsku leikara- vikuna“ 9.—15. marz og varð Guðbjörg Þorbjarnardóttir fyrir valinu (8.) Sex sænskir blaðamenn komu hing- að til þess að kynna sér fiskveiðar og fiskverkun íslendinga (8.) Verkamannafélagið Hlíf í Hafnar- firði hélt aðalfund og var stjórn þess endurkosin (10.) Georg K. Bröndsted fyrrum lektor við kennaraháskólann í Kaupmanna- höfn kom hingað til þess að kynna sér íslenzk skólamál og halda fyrirlestra (10.) Stjórn Sjálfstæðiskvennafélagsins I Bolungavík var endurkosin. Formaður er Halldóra Helgadóttir (10.) Svíar hafa boðið einum íslenzkum manni 4300 s. kr. styrk til framhalds- náms í Svíþjóð (10.) Baldvin Tryggvason lögfræðingur var endurkjörinn formaður Heimdall- ar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík (10.) Eggert Ólafsson prestur á Kvenna- brekku var skipaður prófastur í Dala- prófastsdæmi (12.) Forseti Islands sendi Danakonungi að gjöf á sextugsafmæli hans afsteypu af „Útlögum“ Einars Jónssonar (12.) Búnaðarfélagið veitti íimm öldruð- MENN OG MÁLEFNI Slysavarnafélagi Islands barst 30.000 kr. gjöf til björgunarskútu Austur- lands, frá kvennadeildinni Rán í Seyð- isfirði (1.) Einar Jónsson var kosinn formaður Múrarafélags Reykjavíkur (3.) Stúdentaráð Háskóla íslands hafnaði boði frá alþjóðakommúnistum að taka þátt í móti æskulýðs og stúdenta í Vín (3.) Við stjórnarkjör í Trésmiðafélagi Reykjavíkur sigruðu lýðræðissinnar glæsilega (3.) Flugmálafélagið heiðraði Örn John- son framkvæmdastjóra Flugfélags Is- lands með gullmerki í viðurkenningar- skyni fyrir 20 ára heilladrjúgt starf að flugmálum (5.) Henry Halfdanarson var endurkos- Billinn, sem fór í sjóinn i Borgar- nesl. L f

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.