Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1959, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1959, Blaðsíða 6
190 LESBÓK MORG (JNBLAÐSINS Furðuskepnur og vísindi VtSINDIN eru treg til þess aö leggja trúnaö á sögur um aö sést hafi óþekktar skepnur og þykir þaö vissara. Hitt má þó telja fullvist, aö í ýmsum afkimum jaröar muni enn finnast lif- andi verur, sem visindunum eru meö öllu ókunnar. Sumum þykir þaö þvi bera vott um þröngsýni, er visindamenn fást ekki til þess aö rannsaka hver fótur sé fyrir sögnum sem koma upp um að sést hafi einhverjar furöuskepnur. Og á þá sveif leggst Maurice Burton, sem hefir skrifaö eftirfarandi grein í „The Daily Telegraph“ í Lundúnum. SAGNIRNAR um snjómanninn í Himalaja og skrímslið í Loch Ness hafa vakið deilur. En meðal hverra? Ekki á meðal vísinda- mannanna. Frá þeirra sjónarmiði er hér ekki um neitt vafamál að Pétur G. Guðmundsson bókbind- ari og bæarfulltrúi bjó þar árin 1918—1920, og var þar þá 9—10 manns í heimili. Guðbjörn Hansson næturvörð- ur bjó þar 1921—1926. Síðan bjó þar ekkja, Ingveldur Guðmunds- dóttir, og hjá henni leigði Sigurður Grímsson lögfræðing- ur árið 1931. Ármann Kr. Einarsson rithöf- undur leigði þarna árin 1934 og 1935. Sá sem seinastur bjó í húsinu var Valdimar Jónsson verkamaður. Hann fluttist þangað 1932 og var þar þangað til húsið fór í eyði. Hér lýkur þá að segja frá litla húsinu og þeim, sem þar hafa átt heima. (Heimildir: Kirkjubækur Reykja- víkur. Skýrsla um húsið í Bæar- skjalasafni. Jón Helgason biskup: Þegar Reykjavík var 14 vetra, Reykjavíkurmyndir, Þeir, sem settu svip á bæinn, Árbækur Reykjavík- ur. Klemens Jónsson: Saga Reykja- víkur. Páll E. Ölason: Islenzkar ævi- skrár). Á. ó. ræða: þessar skepnur eru ekki til. Það getur vel verið að vísinda- mennirnir hafi rétt fyrir sér. En rök þeirra eru ekki sannfærandi. Þeir halda því fram, að sporin eft- ir snjómanninn í Himalaja sé ann- að hvort eftir fjallabjörn eða ann- að óargadýr. En þegar borin eru saman spor eftir slík óargadýr og spor snjómannsins, þá eru þau mjög ólík. Vísindamennirnir segja líka að skrímslið í Loch Ness sé ekki ann- að en missýning, er stafi af því hvernig birta fellur á vatnið. En það hafa verið teknar ljósmyndir af kryppum, sem koma upp úr vatninu, og það er ekki auðvelt að afsanna ljósmyndirnar. Sannleikurinn virðist vera sá, að vísindamönnunum sé ekkert gefið um þessar sögur, og reyni því að koma með þær skýringar, er ekki hneiksla þá sanntrúuðu. Og það er eðlilegt að þeir menn, sem hafa beygt sig undir þá ófrávíkjanlegu reglu, að viðurkenna ekki neitt, manna hræddastir við að segja eitthvað, sem kynni að reynast 'rangt. Þegar fyrsti feldurinn af breið- nef kom frá Ástralíu til Englands, sögðu þeir að þetta væri ekki ann- að en gabb. Það hafi margt gabbið komið frá „Austurlöndum“, sögðu þeir, enda var þá í fersku minni sagan um skinnið aí hafmeynni, sem ekki er fyllilega sannað, sé sporðroð af fiski, saumað svo listi- lega við apaskinn, að varla sáust saumförin. Þetta gabb og mörg önnur urðu til þess að vísindin sögðu: Við trúum engu fyr en við tökum á. En það er oft hægara sagt en gert að ná í fágætar skepnur, svo að vísindamennirnir geti tekið á þeim. Þess vegna hafa hvað eftir annað komið upp alþýðusagnir um fágæt dýr, löngu áður en mönnum tókst að ná í nokkuð af þeim, svo sem bjór eða hauskúpu. Eitt skyldu menn hafa í huga: Af mörgum skepnum, meðal stór- um og stórum, er ekki til nema einn einstaklingur hverrar tegund- ar. í öðru lagi, að vísindin hafa ekki „viðurkennt“ mörg stór dýr fyr en tiltölulega nýlega, eða á seinustu hundrað árunum. Hundruð nýrra dýra finnast á hverju ári. Flest eru þau lítil, en fátt um stórar skepnur. Þó má þar nefna risa-álinn, sem náðist í Atlantshafi fyrir nokkrum árum, en enginn hefir náðst síðan. Og um nykurinn í Afríku vita menn ekk- ert nema hvað ein húð af honum hefir komið frá villimönnum þar. Nokkrar tegundir meðalstórra hvala eru mönnum ókunnar, nema af fáeinum beinagrindum, sem fundizt hafa á afskekktum strönd- um. Fjöldi fiska er með öllu ó- kunnur, nema hvað einn og einn hefir komið upp úr öðrum fiskum eða hvölum. Vísindin þekktu ekki, eða viður- kenndu ekki gorilla-apann fyr en árið 1847, og höfðu þó borizt marg- ar sögur af honum áður. Hvíti nashyrningurinn — sem er stór skepna — var ekki viður-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.