Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1959, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1959, Blaðsíða 12
19« LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Nú er farið að hreinsa götur í Reykjavík með því að dæla á þær vatni. 15. ársþing Iþróttabandalags Reykja- víkur var háð (14.) Landsflokkaglíma háð í Reykjavík. Ármann J. Lárusson sigraði í 1. fl., Trausti Ólafsson í 2. fl., Gunnar Pét- ursson í unglingaflokki og Sigurður Steindórsson í drengjaflokki. Eru þeir allir Ungmennafélagar nema Trausti, sem er í Ármanni (17.) Guðni Þórðarson varð skákmeistari Akraness (19.) Ágústa Þorsteinsdóttir hlaut afreks- bikar fyrir sund (19.) Jón Pétursson setti íslandsmet í há- stökki, 1.97 m. (24.) FJÁRMÁL og viðskipti Bæarstjórn Reykjavíkur lækkaði verð á rafmagni um 6% (1.) Hámarksverð var sett á nýan fisk og nemur verðlækkunin 20—33%. Einnig lækkaði verð á kjöti og mjólk (1.) Verð á vindlum og vindlingum hækkaði um 11% (1.) Fjárhagsáætlun Akureyrar nemur 23.155.000 kr. og útsvör ákveðin kr. 18.800.000. Útgjöld voru lækkuð um 50.000 kr. (4.) Samningur var framlengdur um kaup á vörum í Bandaríkjunum er greiða má með íslenzkum krónum. 80% af andvirðinu verður veitt sem lán til framkvæmda hér, en 20% geta Bandaríkin notað til eigin þarfa hér á landi (4.) Ákveðið var að greiða Sjúkrasam- lagsgjöld niður um 29% (5.) Heildarkostnaður við niðurgreiðslur árið 1959 er áætlaður um 260 miljónir króna (5.) Útgerðaráð Reykjavíkurbæar hefir krafizt skaðabóta vegna galla á vél tog- arans Þormóðs goða (5.) Aðalfundur Verslunarsparisjóðsins í Reykjavík. Starfsemi sjóðsins hefir aukizt mjög á árinu og er nú hugur í mönnum að koma upp Verslunar- banka (10.) Alþingi afgreiddi lög um búnaðar- málasjóð (11.) Vísitala framfærslukostnaðar reynd- ist 202 st., miðað við grunntöluna 100 í marz 1950. Nú verður tekin upp ný grunntala 100 frá 1. marz (18.) Viðskiftasamningur var gerður við Pólland (19.) Vísitala byggingarkostnaðar hefir lækkað um 1% frá því í október (25.) Aðalfundur Sparisjóðs Reykjavíkur var haldinn. Innstæður í sjóðnum nema nú nær 88 milj. kr. (25.) FRAMKVÆMDIR Loftleiðir auka nú drjúgum milli- landaflug og eru ráðgerðar 36 ferðir vikulega fram og aftur milli Islands og útlanda í sumar (1.) I ráði er að sæsími verði lagður frá Nýfundnalandi um Grænland, ísland og Færeyjar til Skotlands (3.) Beint símasamband komst á milli Vestmanneya, Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar (3.) Húsið 1 Görðum á Akranesi var af- hent byggðarsafninu þar (4.) Nefnd hefir verið skipuð til að rann- saka umsóknir um ríkisstyrk til at- vinnurekstrar (6.) Hafnarfjarðarbær sendi menn til Englands og V-Þýzkalands til að leita um kaup á nýum togara í staðinn fyrir Júlí (7.) Eggjaframleiðendur stofnuðu sam- band sín á milli (10.) Nýtt gistihús, City Hotel, tók til starfa í Reykjavík (11.) Til nýrra gatna í Reykjavík verður varið 2% milj. kr. á þessu ári (12.) Lokið var að sprengja jarðgöngin miklu hjá Efra-Sogi (12.) Nýr bátur, Dalaröst, 69,4 lestir, kom til Norðfjarðar, smíðaður í Danmörk (14.) Nýtt togskip, Hafþór, smíðað í A- Þýzkalandi, kom til Norðfjarðar (19.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.