Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1960, Blaðsíða 2
150
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
botni hans er greið leið yfir í
Kópavíkina. Á Yztadalsbökkunum
eru elztu verbúðatóftir Verdala.
Utan til við Yztadalinn, uppi 1 hlíð-
um Kópsins, eru tvær grasflatir,
sem heita Hærrivellir og Neðri-
vellir. Á þessum flötum voru
glímumót sjómanna úr Verdölum
og Kópavík. Voru hér í landlegum
æfðar glímur og fangbrögð á fyrri
öldum, og hafa sjálfsagt margir
ramefldir menn reynt sig þar. Og
þar munu þeir „Ólafur séra úr
Otradal“, sem Grímur Thomsen
getur um úr BesSastaðaglímunni
frægu, og Kristján Guðmundsson
frá Borg, sá ramefldi maður, hafa
þreytt glímu ,sem lauk þannig, að
Kristján svifti í sundur buxum
prests. Hafði prestur gert sér ferð
út í Verdali til þess að reyna glímu
við vermennina. Kristján var tal-
inn þriggja manna maki að afli,
en hið mesta ljúfmenni. Verbúð
hans stóð á Yztadalsbökkunum og
var sú verstöð kölluð Bás, og var
yzta verbúð í Verdölum sem menn
hafa sögur af. Sögu þessa um glím-
una milli séra Ólafs, sem var æfð-
ur glímumaður úr Bessastaðaskóla
og hið mesta karlmenni og Kristj-
áns frá Borg, sagði mér föður-
amma mín Þórunn Einarsdóttir,
sem var þá ung stúlka í föðurgarði.
En prestur kom allur rifinn heim
til föður hennar, séra Einars, sem
þá var prestur í Selárdal, og gerði
hún við buxur prests Séra Ólafur
var prestur í Otradal 1833—1849,
en þá drukknaði hann í Arnar-
firði.
í Kópavík er lítil graslendis flat-
neskja uppi á sjávarbökkunum, og
voru þar reistar verbúðir á fyrri
öldum. í máldaga Gísla biskups
Jónssonar á 16. öld, er sagt að Sel-
árdalskirkja, sem land átti frá
Líkastapa (sem er mitt á milli
Fífustaðadals og Selárdals) að
Kálfadalsá, eigi i toll tíunda hvern
sívalan fisk, sem á land komi bæði
í Kópavík og niðri við fjöru, smá-
an og stóran.
Kópavíkurvíg
Kópavík mun hafa verið útgerð-
arstaður frá því um 1500 og fram
til 1870. En sennilega hefir útgerð
hafizt þarna miklu fyr. Er staðar-
ins getið á 13. öld í Sturlungu
þannig, að ætla má að þá þegar
hafi verið þar verstöð. Það var
1236 að Sturla Sighvatsson lagði
undir sig ríki Snorra föðurbróður
síns í Borgarfirði, en Snorri flýði
fyrst til Bessastaða og þaðan aust-
ur í Skál til Orms Svínfellings.
Órækja Snorrason sat þá í Vatns-
firði og segir svo frá athöfnum
hans í Sturlungu:
„Órækja hafði í Æðey skipabún-
að mikinn. En er leið að alþingi,
lét hann bera föng sín öll á skip
og fór út eftir ísafirði með alla
sína sveit. Það var orð á, að hann
mundi halda öllum skipunum
suður á Breiðafjörð eða allt á
Borgarfjörð, hvað sem síðar gerð-
ist að. En er þeir komu vestur fyr-
ir Dýrafjörð, sneru þeir inn í Al-
viðru öllum skipunum, nema ein
ferja si'gldi vestur fyrir, er Stokk-
ur var kölluð. Þeir lögðu að eigi
fyr en í Kópavík. Þar var fyrir
Jón Halldórsson úr Eyrarhreppi,
er hálfprestur var kallaður, og
Auðunn skyti úr ísafirði. Þá lögð-
ust að stormar miklir“
En nú var Sturla á leið til Vest-
fjarða til að lækka rostann í
Órækju, og var hann kominn norð-
ur í Otradal við Arnarfjörð. Segir
svo enn í sögunni: „Sturla spurði,
er hann var í Otradal, til manna
Órækju í Kópavík, og sendi út
þangað Þórð Guðmundarson og
Eyvind bratt Austmann, Sigmund
son Skarð-Snorra, Guðlaug Gils-
son, Eirík birkibein, Þóri jökul,
Þórð víti, alls fimmtán menn. Þeir
komu í víkina svo að hinir sváfu
í tveim tjöldum. Hjuggu þeir á þá
tjaldið, það er þeim var nær. Var
þar í Jón hálfprestur og Auðunn
skyti. Var Jón veginn, en Auðunn
var höggvinn á vangann og kinn-
ina, svo að af fell hárið, en trautt
dreyrði á kinnina. Var þar og
höggvinn Styr Hallsson og Þorgils
Saurbæingur og Flóka-Finnur.
Þeir hjuggu ofan annað tjaldið.
Var þar í Dagur hinn mikli, bróð-
ir Játvarðar, og Þórarinn balli og
Rögnvaldur, sonur Tanns Bjarna-
sonar, og voru peir allir út dregn-
ir. Vá sá maður að þeim, er Gamli
hét, förunautur þeirra sjálfra.
Eiríkur birkibeinn gaf grið Halli
Egilssyni, Eyvindur brattur Árna
bratt Austmanni, Guðlaugur Ormi
hvíta. Tóku þeir þar öll föng þeirra
og fóru síðan til Sturlu“ Alls höfðu
þeir vegið þarna sjö menn.
Þessi víg, sem eg leyfi mér að
nefna Kópavíkurvíg eftir staðnum,
eru hin einu mannvíg, er sögur
geta um að orðið hafi í hreppi
þessum, auk víganna í Hringsdal,
er Hringssaga getur um og eg hefi
áður skrifað um í Lesbók Morg-
unblaðsins.
Álög og slys
Útgerð í Kópavík var stunduð á
hverju ári frá sumarmálum fram
í 11. viku sumars. Þá áttu allir að
flytja úr verinu til heimkynna
sinna. Voru það álög á verstöðinni
að allir urðu að vera farnir þaðan
fyrir 12. viku sumars, annars
mundi þeim illa farnast.
Þarna bjuggu menn í verbúðum,
og voru veggir hlaðnir úr torfi og
grjóti. Sperrur og langbönd voru
úr viði, en áreftið oftast hellur og
þakið með torfi yfir. Aflinn var
mest lúða og steinbítur, en einnig
nokkuð af þorski. „Þar borðaði eg
marga feita fyllu“, sagði Ásbjörn
gamli hálfbróðir Halldóru ríku á
Kvígindisfelli við mig, en hann
hafði róið í Kópavík um 1850. Hann