Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1960, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1960, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 163 nú langt síðan að lífefnafræðingum tókst að finna ráð til að halda frumum lifandi um ófyrirsjáanleg- an tíma. Fruman er látin í vatn blandað næringarefnum. Sé hún svo tekin upp úr leginum reglu- lega, hreinsuð og síðan látin í ný- an lög, heldur hún sér fullkom- lega. En ef þetta er ekki gert, þá deyr hún. Þetta virðist styðja eina kenn- ingu um ástæðu til ellihrörnunar, og er því rétt að athuga hana. Sam- kvæmt þessari kenningu skila frumur líkamans á löngu skeiði meiri úrgangsefnum af sér en lík- aminn er fær um að losa sig við. Þessi úrgangsefni safnast því fyrir í líkamanum og hindra næringu frumanna, og þá byrjar ellihnign- unin. Ef þetta er rétt, þá eru tvær leið- ir til þéss að koma í veg fyrir það. Önnur er sú, að draga úr mynd- un úrgangsefna, hin að hjálpa lík- amanum til þess að losna við þau. Þetta erum við að athuga. Hér er að vísu um getgátu að ræða, en fvr- ir rannsókn okkar skiptir það ekki miklu máli hvort getgátan reynist rétt eða ekki. Fyrir vísindamann- inn er hver tilgáta þess virði að hún sé reynd. Og þegar við vorum að athuga þetta, fundum við nýa og einkennilega tegund lífs. Það skeði á þennan hátt: Okkur fýsti að vita hvað gerast mundi ef lofti væri komið fyrir undir húðinni. Við settum því lítið glerhylki, opið í báða enda, undir skinn á rottu. Og nú vitum við, að í hvert skipti sem slíkt lofthylki er sett undir húðina á einhverju dýri, þá gerast merkileg fyrirbrigði. Það er þá fyrst, að inn í hylkið fer að streyma vökvi, ekki ósvip- aður blóðfrymi, en þó með meiri eggjahvítuefnum. Síðan myndast lifandi himnur ,sem loka báðum endum hylkisiins og vökvinn lokast inni. Bæði í himnunni og vökvan- um er „fibrin“, storknunarefni blóðsins. Fibrinþræðirnir dragast smám saman að miðju himnunn- ar og er það samskonar fyrirbæri og gerist í sári og allir geta séð ef þeir skera sig í fingur. Meðan þessu fer fram, dregst fibrinið í vökvanum saman í mjó- an þráð, sem nær á milli himnanna, og þannig eru þær samtengdar með líflausum þræði. En nú skeður það, að lifandi frumur koma frá báðum himnum og líkt og stökkva út á þráðinn. Og um leið og þær mætast í miðju, þá er þráðurinn orðinn lifandi og líkist mest sin, með eigin blóðrás og önnur einkenni lifandi holds. Framhaldið á sögu þessa þráðar verður eigi skýrt. Hann er nú orð- inn hluti af dýrinu, sem hann er í, og ætla mætti að hann haldist lifandi meðan dýrið lifir. En svo sem 1—2 mánuðum eftir að þráð- urinn er fullvaxinn, fer honum að fara aftur. Og svo sem hálfum mánuði seinna deyr hann, að þvi er virðist úr elli, enda þótt dýrið sé ungt og hraust. En það er eitt ráð til þess að bjarga þessum þræði. Ef vökvan- um, sem umlykur hann, er fleygt með fárra daga millibili, og nýr vökvi látinn myndast, þá getur þráðurinn lifað endalaust í bezta gengi. Hann eldist ekki og hann deyr ekki. Hér virðist sem þessi þráður geti verið nokkurs konar spegilmynd ellinnar. Erfiðleikarnir við að at- huga áhrif aldurs hafa jafnan staf- að af tímaskorti. Ef vísindamaður ætlar sér að fylgjast með hvernig einhver eldist, þá endist honum varla aldur sjálfum til þess að fullgera eina slíka rannsókn. Þráðurinn, sem eg hefi lýst, get- ur orðið ómetanleg hjálp til að skilja gang lífsins. Það getur líka verið að hann sé ekki annað en undarlegt líffræðilegt fyrirbrigði, sem enga þýðingu hefir. Hann getur og verið eitthvað þar á milli. Og eflaust kemur þekkingin á hon- um að einhverju gagni, þegar nauð- synlegt er að skapa holdfyllingu einhvers staðar. o 00 o Sem stendur er þessi þráður ekki annað né meira en skemmtileg uppgötvun ,er getur leitt til marg- víslegra rannsókna í framtíðinni. Eg hefi ekki fyrr sagt frá þessu opinberlega. Og það er of snemmt að fullyrða ,að með þessari tilraun um glerhylki undir skinni á rottu, hafi fengizt lausn á þeirri gátu hvers vegna menn eldast. FLEIRI KONUR FÆRRI KARLMENN TVEIR læknar, Edward L. og Walter M. Bortz, hafa nýlega spáð því, að þeg- ar svo sé komið, að meðalaldur manna sé 100 ár, þá verði uppi 5 konur á móti hverjum 2 karlmönnum. Þeir segja enn fremur að líkamar kvenna sé full- komnari en karla, einkum um alla kirtlastarfsemi. Að vísu þurfi líkamar kvenna yfirleitt meira viðhald, en þeir bogni aðeins þegar líkamar karlmanna bresta. Þeir halda því einnig fram, að konur fari ekki úr barneign eins snemma og talið hefir verið. Benda þeir í því sam- bandi á dæmi sem kom fyrir í Eng- landi nýlega, en þar varð 75 ára gömul kona barnshafandi. Þeir benda einnig á, að í Suður-Afríku hafi 51 árs gömul kona nýlega eignast fjórbura, þrjá drengi og eina telpu.-- Margir hafa brosað að því sem G1i biskup Oddsson segir í Undrum i - lands, að sumar konur hér á landi sé svo „frjósamar, að þær verða vanfærar í hrumri elli, allt til fimmtugs og sum- ar yfir sextugt". Nú staðfestir skýrsla þessara lækna, að þetta geti komið fyrir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.