Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1960, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1960, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGU NBLAÐSINS 159 Flóð í Hvítá hjá Ferjukoti maður félagsins var kjörinn Andrés Kristjánsson (14.) Magnús Guðmundsson var kjörinn formaður Matsveinafélags S.S.Í. (14.) Sigmundur Böðvarsson var kjörinn formaður Vöku, félags lýðræðissinn- aðra stúdenta (17.) Sendinefnd frá þjóðfrelsishreyfingu Njasslendinga kom hingað til lands og leitaði eftir því við íslendinga, að þeir beiti sér fyrir því, að máli dr. Banda, foringja Njassalandsmanna, verði skot- ið fyrir mannréttindanefnd Evrópu- ráðsins 1 Strassborg, en hann situr nú í fangelsi Breta suður í Afríku. For- ingi nefndarinnar var Chiume, fyrrum þingmaður í Njassalandi (19.) Áhugamenn um að Kolviðarhóll verði ekki lagður í eyði og húsin brotin niður hafa stofnað með sér félag (19.) Einar Jónsson var endurkjörinn for- maður Múrarafélags Reykjavíkur (23.) Magnús Ástmarsson var kjörinn for- maður Hins íslenzka prentarafélags (24.) Óskar Hallgrímsson var kjörinn for- maður Félags ísl. rafvirkja (24.) SLYSFARIR Lítill drengur, Matthías Karlsson, eins árs, lézt af völdum bílslyss á Hafn- arfjarðarvegi. Móðir drengsins, frú Líneik Guðlaugsdóttir, meiddist nokk- uð (9.) Vélbáturinn ,Hafdís“ brann í róðri suður á Selvogsbanka. Áhöfnin (sex menn) bjargaði sér í gúmmíbát yfir í „Fróðaklett" frá Hafnarfirði. Hafdís var 79 lestir, eigandi hf. Vesturhús á Þingeyri (11.) Tíu ára drengur, Jón Gunnar Gunn- arsson, Langagerði 44, brenndist svo við sprengingu í benzíndúnk að hann beið af því bana (11.) Stefán Aðalsteinsson, múrarameist- ari á Akureyri (52 ára) féll niður stiga og beið bana (16.) Skipverji á togaranum Þorsteini þorskabít, Bergsteinn Þórarinsson frá Vestmannaeyum (26 ára) slasaðist svo að taka varð af honum hægri hendi fyrir ofan alnboga (17.) Þriggja ára drengur, Baldvin Rúnar Gunnarsson, fórst í bílslysi í Keflavík (27.) ELDSVOÐAR OG ANNAÐ TJÓN Eldur kom upp í stofu að Víðinesi í Axarfirði. Var þar koldimmt af reyk, þegar þess varð vart. Ungbarn svaf í stofunni, en móður þess, Kristrúnu Ingibjörgu Antonsdóttur, tókst á síð- ustu stundu að bjarga því. Eldinn tókst að slökkva (2.) 15—20 bátar brotnuðu meira eða minna í ofviðri, sem gekk yfir Vest- mannaeyar. Lágu bátar þessir bundnir við bryggju hver utan á öðrum, en svo verður að vera vegna þrengsla í höfn- inni. Skemmdust sumir það mikið að þeir urðu ósjófærir um tíma (2.) Guðjón Jónsson, bóndi á Stórólfs- hvoli, missti 9 ær af völdum ormalyfs- gjafar (3.) Geymsluhús verslunarfél. Grundar hf. í Grafarnesi brann til grunna. í húsinu var geymd þurr skreið, ýmis áhöld og verslunarvörur svo og veið- arfæri tveggja báta. Tjónið var metið á eina millj. kr. (4.) Skemmdir urðu allmiklar af eldi að Saurbæ á Rauðasandi (17.) íbúðarhúsið að Hólslandi í Eya- hreppi á Snæfellsnesi brann til kaldra kola og varð engu bjargað af búslóð eða innbúi (20.) ÍÞRÓTTIR Úrslit urðu þau í 49. Skjaldaglímu Ármanns, að Ármann J. Lárusson, UMFR, sigraði. Lagði hann alla keppi- nauta sína. Guðmundur Gíslason, ÍR, varð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.