Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1960, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1960, Blaðsíða 16
164 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A Á 9 8 3 V G 10 5 ♦ 10 4 2 ♦ K G 9 A K 6 V 74 ♦ D G 8 7 8 3 A D 10 7 A D G 10 5 1 V Á D 9 6 3 ♦ — * 6 5 2 S gaf og sagnir voru þessar: S V N A 1 sp. tvöf. tvöf. 2 t. 2 hj. 3 t. 3 sp. pass 4 hj. pass 4 sp. pass pass pass V sló út TK og S trompaði. Hann sló út SD og A fekk slaginn og sló út tigli, en S trompaði. Svo kom spaði undir ásinn og nú var reynt að svína hjarta, en það heppnaðist ekki, V fær slaginn. Hann slær nú út T Á, en S á enn eitt tromp og getur drepið. Nú eru hjörtun frí og andstæðingar geta ekki fengið nema einn slag á LÁ. A og V lögðu hér alla áherzlu á að láta S eyða trompum sínum, og sú spilamennska getur oft verið góð. En hér varð hún þeim til tjóns. A hefði átt að sjá það á sögnunum. S hafði sagt spaða og tvisvar hjarta, og hann átti engan tigul. Ekki var vonlaust að V ætti L A og þá gat skeð að þeir fengi tvo slagi í laufi. Þegar A komst inn á S K hefði hann því átt að slá út lægsta laufinu. A 7 4 V K 8 2 ♦ A K 9 5 * A 8 4 3 51 (1 Eskimóaveizla Arni Magnússon frá Geitastekk komst til Grænlands, og segir nokkuð frá því í Ferðasögu sinni. Um háttu Eskimóa segir hann m. a.: „Nú finnast þessir landsmenn, þeir að sunnan mæta þeim, sem koma að norðan, hver með sína vetrarbjörg. Verður þar fagnaðar- HERNAÐARMINJAR — Þeim fækkar nú óðum minjum hernaðaráranna hér í Reykjavík og grennd. En úti í Engey eru enn fallbyssustæði og vélbyssu- hreiður svo sem sjá má hér á myndinni. Nú er Engey komin í eyði og eng- inn hugsar um að afmá þessar rústir. (Ljósm. Ól. K. Magnússon). fundur á báðar siður. Þeir setja land- tjöld sín þétt hvert hjá öðru og sýna hver öðrum aðdrátt og ríkdóm. Að síð- ustu heldu hver öðrum veizlu, kunnu vera saman í 3—4 daga. Þessir eru nú réttirnir: 1. vindþur hafsíl, 2. rotið selaket, 3. vindþurt selaket, 4. soðið selaket, 5. selkets blóðsúpa, 6. hrein- dýragor í skálum fram borið með spikbitum í, 7. krækiber með selspiki, 8. marhnútasúpa með lý?; í, 9. sjósöl eður þess konar, sem er í þaranum, með löngum blöðrum, 10. hert héraket. Guttormur Vigfússon prestur á Svalbarði, þótti ræðumað- ur með afbrigðum. Eitt sinn jarðsöng hann þrjú lík í sömu gröf. Það var andvana fætt barn, það voru bein af manni, sem orðið hafði úti fyrir mörg- um árum, og það var lítils metinn og ef til vill hvimleiður karl, sem eng- inn gaf sig fram til að syrgja. Yfir þessari gröf neyddi séra Guttormur alla viðstadda til að gráta fögrum tár- um, eins og allir ætti þar ástvinum á bak að sjá. (Endurminningar Friðriks frá Syðralóni). Auðlærðir eru lestir. Vigfús hét maður Sigfússon, sem hafði keypt sér rétt til að versla á Vopnafirði. Einhver hafði fært hon- um hrút, til lúkningar skuld sinni, en farizt hafði fyrir að reka hrútinn á fjall; honum var lofað að vera frjáls- um þarna á plássinu á Vopnafirði, og mætti hann þar kinnroðalaust mönnum af öllum stéttum. Einhverjir gárungar höfðu unnið að því trúlega að kenna hrússa að tyggja tóbak og drekka brennivín, og er naumast hægt að segja að hann væri ævinlega kurteis, þá er hann vantaði þessar vörur, eða bæði með góðu, ef hann sá menn taka upp hjá sér tóbaksmola eða brenni- vínsglas og ætluðu að stinga því aft- ur niður án þess að bjóða sér. — (Úr Endurminningum Friðriks frá Syðra- lóni). Ámumaðkur Heimakoma, öðru nafni áma, var tíður kvilli fyrrum. Ánamaðkabakstur þótti gott ráð við henni. Hann var svo gerður, að tínd var hrúga af ánamöðk- um, látin í smokk af sauðsvörtu eða gráu vaðmáli og þetta svo bundið við bólguna og látið sitja þrjár nætur. Þá átti að taka smokkinn og brenna hann með möðkunum að húsabaki. — Þetta húsráð er mjög gamalt, Og er því vafa- laust að nafnið ánamaðkur er afbökun, hann heitir að réttu lagi ámumaðkur, vegna þess að hann var notaður til þess að lækna ámuna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.