Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1960, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1960, Blaðsíða 14
162 LESBÓK MORGLNBLAÐSINS KOMIÐ Á KNÉ? VERÐUR ELLI ÞETTA er útdráttur úr grein eftir dr. Hans Selye, forstjóra lækn- ingarannsóknastofnunar háskólans í Montreal. Rannsóknir hans þykja svo merkilegar, að eitt af læknavísindaritum Bandaríkjann'n telur þær ganga næst því er menn fundu sóttkveikjurnar. ÞEGAR lifandi fruma er geymd í tilraunaglasi og vel hirt um hana. veslast hún ekki upp og deyr. Hún heldur áfram að lifa og skifta sér. Hún hefir sigrað dauðann. Þetta var líffræðingum kunnugt þegar eg var að læra læknisfræði fyrir 30 árum. Og frumur úr rott- um og kjúklingum, sem settar voru í tilraunaglös um það leyti, eru enn lifandi. Þetta samsvarar því, að mannlegar frumur hefði lifað 1 þúsund ár, eða þar um bil. Og eng- inn veit hve lengi verður hægt að halda lífinu í þessum frumum. Á þessu tímabili hefir læknavís- indunum tekizt að sigrast á hverj- um sjúkdómnum af öðrum. Og læknavísindin hafa safnað svo mik- illi þekkingu, að eg hygg að hún mundi nægja til þess, að nú geti hafist rannsóknir á því, hvernig stendur á ellihrörnun. Og geti menn fundið ástæðurnar til elli- hrörnunar, þá þarf varla að efast um að læknavísindin finni ráð til þess að draga úr ellihrörnun eða stöðva hana algjörlega. Hér er gert ráð fyrir því, að elli- hrörnun sé sjúkdómur. Það ætti því að vera hægt að stöðvS hana, eða lækna hana, eins og hvern annan sjúkdóm. Nú er það sýnt, að frumurnar eru ódauðlegar, og þá má telja eðlilegan aldur manna eins la'ngan og læknarnir geta teygt úr honum — 70 ár, 100 ár, 200 ár eða jafnvel meira. Hér virðist ekki um nein tak- mörk að ræða, þótt eg vilji ekki gefa í skyn með þessu að menn geti orðið ódauðlegir. Læknislistinni og þekkingunni eru alltaf takmörk sett, og þáð er sitt hvað að lifa í tilraunaglasi eða utan við það. En sannleikurinn er sá, að hægt er áð koma í veg fyrir að sjúkdóm- ar verði mönnum að bana. Læknis- vísindunum hefir orðið miklu meira ágengt í því að sigrast á sjúkdómum, heldur en öryggis- þjónustunni hefir orðið í því að af- stýra banaslysum á vegum úti. Þeim slysum fjölgar alltaf. Um rúmlega aldarfjórðungs skeið hefi eg nú verið að reyna að rannsaka hver áhrif erfiðleikar lífsins hafi á mannlegan líkama. Þar hefir verið um fleiri „gagns- lausar11 tilraunir að ræða, en eg get upp talið. En fyrir skömmu tókst mér og samverkamönnum mínum áð sanna, að undir vissum kringumstæðum, getur áreynsla valdið hjartabilun. Við komumst að því, að í hvert skifti sem til- raunadýrum eru gefin viss sölt og hormónar, og þau síðan látin reyna á sig, þá deya þau af hjartaslagi. Litlu seinna komumst við að því, að önnur sölt geta komið í veg fyr- ir þetta og bjargað lífi þeirra. í fjölda mörgum sjúkrahúsum, víðsvegar um heiminn, gera lækn- ar nú tilraunir með þessi sölt til þess að koma í veg fyrir að menn látist úr hjartaslagi Auðvitað verða mörg ár þangað til úr því verður skorið hvort þessi aðferð er einhlít. Það er ekkj hægt að framkvæma sömu tilraunir á mönnum og dýrum. Það verður ekki lagt sérstakt erfiði á menn til þess að ganga úr skugga um hvort þeir muni þola það. Annað kemur líka til greina. Aldarfjórðungsstarf margra sér- fræðinga, hefir sýnt og sannað, að einhver óþekktur munur er á lík- amsbyggingu dýra og manna. Þess vegna getur vel farið svo, að þau efni sem varna hjartabilun í dýr- um, sé alveg gagnslaus fyrir menn. Engin sérstök ástæða er þó til þess að ætla að svo fari um þetta, en verði sú reyndin á, er tilraun- in þó ekki einkisvirði. Hér erfengin þekking, sem aðrir tilraunamenn geta byggt á. Og með því að leita fyrir sér, munu þeir einhvern tíma hitta á hið rétta. En þótt sigur vinnist á hjarta- bilun, þá eru þó önnur stærri við- fangsefni óleyst. Eins og þekking- unni er nú komið, er það víst, að enda þótt gömlu fólki sé forðað frá því að deya úr hjartaslagi, þá mun það brátt falla fyrir öðrum ellikvillum. Auðvitað er hægt að finna ein- hverjar varnir gegn þeim kvillum, en mér virðist þó að vænlegra mundi verða til sigurs, að reyna að koma í veg fyrir þá kvilla. Við samstarfsmenn mínir vinnum nú að þessu, og við höfum komizt að ýmsum furðulegum og óvæntum niðurstöðum, sem veita okkur auknar vonir um að þetta sé hægt. o OO o Eins og eg gat um í upphafi, er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.