Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1960, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
157
Varðskipið Albert
komið í návígi við
brezka togarann
„James Barries" í
iandheigi
Alþingi, eða hyggst flytja á næst-
unni.
Samkvæmt hinni nýu gengis-
skráningu er kaupgengi hvers
Bandaríkjadollars kr. 38,00, hvers
sterlingspunds 106,56, danskrar
krónu 5,50, sænskrar krónu 7,34,
vestur-þýzks marks kr. 9,11 og
fransks franka kr. 7,74 (23.)
veðrAttan
Það skipti alveg í tvö horn með veð-
urfarið hér á landi í febrúar. Fyrri
hluta mánaðarins, eða fram yfir hi-nn
10., var suðlæg átt hér á landi og hlýtt
veður, rigningar voru oft miklar, mik-
ill vöxtur hljóp í ár, sem flæddu yfir
bakka sína, bæði sunnan lands og
norðan. Mestur hiti mældist 16 stig á
Dalatanga. En er líða tók að miðjum
mánuðinum tók norðlægari átt við og
síðan voru stanzlaus frost um allt land
út mánuðinn. Snjókoma var nokkur,
en þó lítil sunnan lands, þar sem allir
vegir voru færir. í heild verður ekki
annað sagt en mánuðurinn hafi verið
góðviðrasamur.
ÚTGERÐIN
Þrjár fyrstu vikur mánaðarins voru
togararnir að mestu úti fyrir Vest-
fjörðum að veiðum. Veður var yfirleitt
gott, en afli rýr, og þó nokkuð mis-
jafn. Voru nokkur skip með reytings-
afla og önnur dágóðan. Síðustu vikuna
var stormur fyrir vestan og sama og
ekkert hægt að toga þar. Færðu tog-
árarnir sig þá á Eldeyarbanka og Sel-
vogsbanka og einhverjir voru undir
Jökli. Afli var þar tregur, en misjafn
sem fyrr.
Sjóveður var yfirleitt gott hjá bát-
unum hér sunnan lands í febrúar, af-
bragðsgott fyrri hluta mánaðarins, en
leiðinlegra þegar á leið. Voru þá nokkr-
ir landlegudagar. Afli var frekar treg-
ur, en þó nokkuð misjafn hjá einstaka
bátum og verstöðvum, oft þetta 4—6
lestir. Samanborið við fyrra ár hefur
mun meira borizt á land af fiski tvo
fyrstu mánuðina heldur en þá.
LANDHELGIN
Brezkir togarar hafa stundað ólög-
legar veiJyn- hér við land sem áður
undir herskipavernd. Sunnudaginn 21.
febrúar kom varðskipið Albert að
brezkum togara að veiðum 8,7 sjómíl-
ur innan fiskveiðitakmarkanna við
Ingólfshöfða. Brezka herskipið Palliser
kom í veg fyrir töku togarans (24. og
25.)
Ákveðið hefir verið að af íslands
hálfu taki tveir ráðherrar þátt í land-
helgisráðstefnunni í Genf, þeir Bjarni
Benediktsson, dómsmálaráðherra, og
Guðmundur í. Guðmundssofn, utanrík-
isráðherra. Auk þeirra verða tveir
f ulltrúar stj órnarandstöðuf lokkanna
og að sjálfsögðu sérfræðingar (28.)
FRAMKVÆMDIR
Veitt hefir verið í hitaveitukerfi bæ-
arins vatni úr borholum við Háatún
og Laugarnesveg. Er afl þeirra svipað
eða heldur meira en beggja rafalanna
í nýu virkjuninni við Efra-Fall. Það
er 70—80 1 á sek. og 137 stiga heitt,
eða umreiknað í rafmagnseiningar
25—28 þús. kw. 4300 hús í bænum eru
nú tengd hitaveitunni og eru 42—43
þús. manns af 70 þús. íbúum borgar-
innar hennar aðnjótandi (2.)
Nýr bátur, Hávarður ÍS-160, kom til
Súgandafjarðar. 76 smálestir, smíðaður
úr eik í Danmörku. Eigandi Hraðfrysti-
húsið Ásver hf. (2.)
Nýr bátur, Sigurður AK-107, kom til
Akraness. 90 lestir, smíðaður úr eik í
Danmörku. Eigandi Ólafur Sigurðsson
(2.)
Hafin hefir verið framleiðsla hér á
landi á vegaspjöldum með endurskins-
efni. Annast það málaravinnustofa
Daníels Þorkelssonar og Osvaldar
Knudsens (2.)
Fyrirhugað er að bráðlega hefjist
boranir vegna jarðgufuorkuvers, hins
fyrsta, sem reist verður hér á landi.
Verða þær gerðar við Hveragerði. Ráð-
gert er að stöðin verði 15 þús. kílóvatta
og geti framleitt á ári 110 millj. kíló-
vattstunda. Aætlað er að orkuverið
verði komið upp 1964 (5.)
Blönduós og Sjö hreppar í Austur-
Húnavatnssýslu festu kaup á slökkvi-
liðsbíl, sem byggt var yfir í verkstæði
brunavarnaeftirlits ríkisins í Hafnar-
firði. Er það 26. bíllinn, sem þar hefir
verið útbúinn sem slökkviliðsbíll (6.)
Nýr bátur, Manni, 75 lestir, kom til
Keflavíkur. Hann er gerður úr eik,
smíðaður í Vestur-Þýzkalandi. Eigandi
er Hlutafélagið Keflavík.