Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1960, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1960, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 153 NYA LYÐVELDIÐ 6 A U M aldamótin mun víst engan mann hafa grunað, að í Afríku mundi rísa upp sjálfstætt lýðveldi, er héti Gana. Hér er heldur ekki um að ræða eina sérstaka þjóð, er fengið hefir frelsi. í landinu, eins og það er nú afmarkað, og er á stærð við Sviss, eiga heima tíu stórir þjóðflokkar og mesti fjöldi smærri þjóðflokka. Hefir hver þjóðflokkur sína eigin siði, trúarbrögð, og — það sem mestu máli skiptir — sitt eigið tungumál. Þar eru að minnsta kosti tuttugu tungumál, sem töluð eru af eigi færri en 10.000 íbúum. Vegna þessa N A sendir ríkisútvarpið fréttir og til- kynningar daglega á sex mismun- andi tungumálum, og auk þess á ensku. Á sunnanverðri ströndinni eru helztu borgirnar. Þar eru nýtízku byggingar og yfirstéttin þar hefir samið sig að siðum vestrænna þjóða. En í skógunum í norðan- verðu landinu búa ýmsir þjóð- flokkar, sem varla hafa komizt í snertingu við menninguna, þótt þeir kaupi talsvert af litauðgu og rósóttu lérefti og reiðhjólum. Að öðru leyti halda þeir fornum hátt- um og venjum. Manntal var tekið árið 1948 og kom þá í ljós, að í borgunum og umhverfum þeirra höfðu eigi nema 249 af hverri þúsund notið einhverrar fræðslu í skóla. En í norðanverðu landinu var það ekki nema einn af hverri þúsund. En þess ber að geta, að síðan þetta var, hefir verið gert mikið átak í skólamálum landsins, svo að þessar tölur eru ekki réttar, nema hvað hlutföllin eru sennilega svipuð milli borganna og norður- héraðanna. Þess ber einnig að geta, að fræðslan miðast við það, að útrýma mismunandi siðum og háttum, til þess að þarna myndist ein þjóðarheild. Um miðbik landsins búa bænd- ur, sem yrkja jörðina. Þeir eiga heima í þorpum. Hús þeirra eru ferhyrnd og með bárujárnsþökum. í hverju húsi á ein fjölskylda heima, en hver fjölskylda getur verið nokkuð stór. Það er bóndinn og húsfreya og börn þeirra, for- eldrar hjónanna, afar og ömmur og jafnvel frænkur og frændur með börn sín. Farið er á fætur í dögun og fyrsta verk hvers manns er að fara í bað, enda þótt vatnið þurfi að sækja í þorpsbrunninn. Um kl. 6,30 fara allir verkfærir karlmenn til vinnu sinnar út í skóg, en þar eru akrar þeirra og aldingarðar í rjóðrum frumskógarins. Stundu seinna fara svo konur á eftir þeim,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.