Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1960, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1960, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 151 Kort af yzta hluta skagans vestan Arnarfjarðar dó á heimili mínu í Hringsdal um seinustu aldamót. í Kópavík var talið að byggi landvættur, sem nefndist Kópa- víkurkarl. Birtist hann sem gríð- arstór maður. Var talið að hann ætti heima í klettahöfða þeim, sem er norðan víkurinnar og ver lend- inguna fyrir norðansjó eða brimi. Ásbjörn gamli, sem að framan er nefndur, sagðist hafa séð Kópa- víkurkarlinn nokkrum sinnum, hefði hann verið afarstór vexti og ekki árennilegur fyrir smámenni, og sem betur fór kvaðst hann aldrei hafa lent í átökum við risa þenna. Svo er að sjá að alþýða hafi talið karl þenna valdan að álögunum á Kópavík. Skal nú sagt frá þeim slysum eða óhöppum, sem talið var að hlotizt hefði af því, að menn gættu þess ekki að vera farnir úr Kópavík er 12. vika sumars hófst. Eins og kunnugt er. var séra Páll Björnsson (prestur í Selárdal 1645—1706) hinn mesti dugnaðar- maður, enda mikill auðmaður, sennilega þriðji ríkasti maður landsins á sinni tíð, en hinir voru Eggert lögmaður ríki á Skarði, hálfbróðir hans, og Magnús Björns- son lögmaður hinn ríki á Munka- þverá (sýslumaður 1617—1639 og lögmaður 1639—1662). Það var hann sem kvað upp fyrsta galdra- brennudóminn hér á landi 1625. Hann var faðir Vísa-Gísla sýslu- manns á Hlíðarenda. Séra Páll í Selárdal stundaði og lét stunda sjósókn af miklu kappi. Hann lét smíða og gerði út þil- skip, fyrstur allra íslendinga. Var hann sjálfur formaður á því og fór á því niður á djúphaf, eins og eg hefi ritað um 1 Sjómannablaðið Víking fyrir nokkrum árum. Hann gerði út frá Kópavík áttæring og minni báta. Eitt sinn er þess getið, að sjó- menn á tveimur áttæringum hafi orðið of seinir að flytjast á burt frá Kópavík. Fengu þeir mjög slæmt veður í Kóparöstinni, og þar er sagt að bæði skipin hafi fyllt og þau farizt, enda mjög hlaðin. Svo var það seinna, eða nokkru áður en séra Páll dó, að fjögramanna- far, sem hann átti, fórst í brimi í lendingu. Var það að koma úr Kópavík, en hafði orðið síðbúið. Þessara slysa er getið í annálum, og einnig höfðu sóknarbörn séra Eggerts Ormssonar ríka, sem varð prestur í Selárdal 44 árum eftir séra Pál (1750) þetta eftir gömlum sóknarbörnum séra Páls. En eg hefi sagnirnar eftir skyldmennum mín- um, sem höfðu fengið þær frá sókn- arbörnum séra Eggerts. Drukknan Bjarna Símonarsonar Bjarni Símonarson, faðir Mark- úsar skólastjóra Stýrimannaskól- ans, gerði út skip í Kópavík vorið 1866. Hann varð of seint fyrir að komast á burt úr víkinni. Drukkn- aði hann nálægt Kópaflögunni á heimleið, ásamt tveimur sonum sínum, Símoni og Þorbergi Sveini, og 4 mönnum öðrum. Merkilegt þótti, ao verskrína Bjarna fannst standandi uppi á grasi og var boll- um skipað í kring um hana. Þótti þetta benda til þess, að Bjarni mundi sennilega hafa komizt lif- andi á land með skrínuna, en farið síðan að reyna að biarga mönnum sínum og sogast við það út í briminu. Lík Bjarna fannst nokkru síðar á reki suður í Patreksfjarðarflóa, vestur undir Hænuvík við Patreks- fjörð. Hafði vindur eða loft hlaup- io í sjóbrók hans, og því hafði hann ekki getað sokkið, en flotið alla þessa leið vestur yfir Tálknafjörð og Patreksfjarðarflóa. Mesti mann- skaði þótti að Bjarna og mönnum hans. Hafði Bjarni verið hin mesta kempa, eins og bræður hans. Hann var hinn bezti sela og hvalaskutl- Séð á land í Kópavík f á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.