Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1960, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1960, Blaðsíða 12
160 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Verið að mæla geisla- magn í ryki og regn- vatni , Reykjavíkurmeistari í 100 m skriðsundi (58,8 sek.), 100 m baksundi (1.12,0) og 200 m bringusundi (2.46,7), og Ágústa Þorsteinsdóttir í 100 m skriðsundi kvenna (1.08,8). (5.) Forseti íslands hefir gefið bikar til keppni í Norrænu sundkeppninni, sem fram fer á þessu ári (12.) Svanberg Þórðarson, ÍR, vann svig- keppni hins svonefnda Stefánsmóts og til eignar bikar þann, sem um var keppt (16.) Á Vetrarólympiuleikunum í Squaw Valley varð Eysteinn Þórðarson 27. í stórsvigi, Kristinn Benediktsson 34. og Jóhann Vilbergsson 49. — 1 bruni varð Jóhann 32., Kristinn 35. og Eysteinn 36. (23.) Björn Baldursson varð skautameist- ari íslands með 223.927 stig (23.) Ákveðið hefir verið að íslendingar heyi þrjá landsleika í knattspyrnu á komandi sumri, við Norðmenn, Vestur- Þjóðverja og Ira (25.) Eysteinn Þórðarson varð 17. í svigi, Kristinn 23., en Jóhann var dæmdur úr leik. 1 þríkeppni varð Eysteinn 12., en Kristinn 18. (26.) Vmislegt Ung kona fæddi bam í jeppa við Breiðuvík á Tjörnesi, er hún var á leið í sjúkrahúsið á Húsavík. Gekk það allt að óskum (3.) Ameriska flugfélagið Pan American auglýsti eftir íslenzkum flugfreyum og ætlar að ráða minnst fimm (3.) Heildarmjólkurmagn mjólkurbúa á íslandi á árinu 1959 var 68.911.262 kg, sem er 422.771 kg meira en 1958. í 1. og 2. fl. fór 96,6%. Á árinu hófu starf- semi fjögur ný mjólkursamlög, á Hvammstanga, Ólafsfirði, Egilsstöðum og Neskaupstað (3.) Svo lítið er nú orðið af smjöri í landinu, að ákveðið hefir verið að flytja inn danskt smjör (4.) Fé er yfirleitt með kvillasamara móti á Austurlandi. Kenna menn m. a. um hinum miklu votviðrum í nóvem- ber og desember (4.) 1300 nýir bílar voru keyptir til lands- ins á sl. ári, en auk þess um 300 notað- ir. Flestir nýu bilanna voru frá Rúss- landi, eða 460, frá Vestur-Þýzkalandi 390 og Bandaríkjunum 160. Þaðan voru og keyptir 100 notaðir bílar (6.) Aflamagnið á hvern íslenzkan fiski- mann hefir 20 faldazt síðan 1905 vegna aukinnar vélvæðingar og var sl. ár um 100 lestir (9.) Jakaburður braut niður níu staura fjölsímans nyrðra, er Blanda, Mið- fjarðará og Hnausakvísl ruddu sig. Varð símstöðin í Hrútafirði sambands- laus við Akureyri, Siglufjörð og Sauð- árkrók. Kunnur þýzkur málari, Rudolí Weissauer, hélt sýningu á málverkum máluðum á íslandi (9.) Samgöngulítið hefir verið við Norð- fjörð á landi vegna snjóþyngsla á Oddsskarði (9.) Niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar Siglufjarðar eru kr. 7.555.000,00, sem er svipað og sl. ár. Útsvör eru áætluð rúmlega 5,9 millj. kr. (10.) Tollverðir fundu 288 flöskur af koníaki í frystiskipinu Vatnajökli. Var þar um smyglvarning að ræða"(10.) Áformað hefir verið að hætta nú af- hendingu skömmtunarseðla fyrir smjöri og smjörlíki og afnema þar með skömmtunarkerfið, sem verið hefir við líði síðan á stríðsárunum, eða í nær 20 ár (13.) Bræðurnir Reynir og Sveinbjörn Hjaltasynir voru dæmdir í tveggja ára fangelsi hvor fyrir að valda bruna bæ- arins að Svartagili í Þingvallasveit 24. okt. 1957 (16.) Ljósafossstöðin stöðvaðist í 20 klst. vegna íshröngls, sem hrúgaðist upp við stíflugarðinn og ristarnar, sem vatnið rennur gegnum (16.) Yfir 200 þús. kr. söfnuðust hér á landi til flóttamannahjálparinnar (17.) Við atvinnuleysisskráningu, sem fram fór hér í bænum 1.—3. febrúar, gaf sig enginn fram (17.) Mælingar á skriðjöklum hér á landi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.