Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1960, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1960, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 155 IVIannkyninu er hætta búin af hinum hröðu samgöngum í TÍMARITINU „The Journal of the American Medical Association“ birtist nýlega grein eftir lækni, sem heitir Wesley W. Spink og er prófessor við læknaháskólann í Minnesota. Hann segir þar, að hinar hröðu samgöngur heimsend- anna á milli með hinum nýu þot- um, hafi hættu í för með sér fyrir mannkynið. Þær muni geta borið og útbreitt sjúkdóma miklu örar en nokkrum manni hafi áður til hugar komið. Nú sé svo komið, að drepsótt sem herjar í Madras á Indlandi í dag, geti verið komin til New York á morgun. Hann heldur því fram, að lækn- ar vestanhafs þekki naumast þá sjúkdóma sem herja í Austurlönd- um og eru upprunnir þar. Þetta auki hættuna margfaldlega. Hann leggur því til að hafizt sé handa um að kenna læknum að þekkja þá sjúkdóma, sem borizt geta úr öðrum heimsálfum, og hvernig eigi að lækna þá. Hann segir að læknislistinni hafi enn eigi tekizt að uppræta neinn sjúkdóm að fullu, t .d. sé Svartidauði enn á gangi í Asíu. látin gerjast í viku. Kjarnarnir, sem áður voru hvítir, hafa þá breyzt í brúnar baunir. Þessum baunum safna konurnar nú í körf- ur og bera á höfðum sér heim til sín. Þar eru baunirnar breiddar á sérstaka fleka og þurkaðar í nokkra daga. Altaf þarf að hræra í þeim og snúa þeim, og vinnur öll fjölskyldan að því. Baunirnar eru ekki orðnar markaðsvara fyr en þær eru orðnar vel þurrar og harðar. En þá eru þær látnar í poka og bera konur og karlar þá á höfðum sér til markaðsins, kon- ur 60 punda poka og karlmenn 90 punda poka. í markaðsskálan- um eru baunirnar flokkaðar og andvirði þeirra greitt út í hönd, annað hvort með ávísunum eða silfurpeningum. Baunirnar eru síðan flokkaðar enn vandlega og síðan sendar með bílum niður að ströndinni, eða þá að þær eru fluttar á ppömmum niður eftir ám og þá alla leið að skipshlið. Eina útflutningshöfnin var til skamms tíma Takoradi, sem er vestarlega á ströndinni, en nú hefir verið gerð góð höfn í Tema, en það er hafnarborg Accra. Öll verslun með kókó er nú í höndum sérstaks verslunarráðs, sem stofnað var 1947. Fyrst í stað voru það hvítir menn, sem stjórn- uðu þessu fyrirtæki, en nú er þar enginn hvítur maður, heldur stjórna landsmenn sjálfir. Þessi stofnun er skyldug að kaupa alla framleiðslu bænda, og þess vegna hefir hún umboðsmenn um land allt. Henni ber einnig að sjá um sölu og útflutning, en ríkið sjálft hirðir ágóðann af versluninni. '^''ð®®®s>^_J Það er ákaflega heppilegt að fólk skuli svo oft tala um veðrið, því að það er hið eina sem allir geta verið sammála um. ÞIJ8UIMD \R\ DRAUGLR ÞAÐ var haustið 1875 eða 6 árum eftir að amma mín Þórunn Einarsdóttir fluttist með fjölskyldu sína frá Neðra- bæ að Hringsdal við Arnarfjörð, að faðir minn, Bogi Gíslason, sem var sonur hennar, þá 27 ára, gekk niður að fjárhúsi, sem stóð niður við sjó- inn undir bökkum þeim, þar sem haug- ur landnámsmannsins Hrings stendur, sem bærinn Hringsdalur ber nafn af, og sem ég hefi ritað um fyrir nokkr- um árum 1 Lesbók Morgunblaðsins. Faðir minn sagðist hafa ætlað að sækja ár, sem var inni í fjárhúsinu, og hafði verið notuð þar í jötuband. Dauf tunglsbirta var á. Þegar faðir minn kemur að fjárhúsinu, verður honum litið upp á bakkana þar sem Hrings- haugurinn var í ca 20 metra fjarlægð upp af fjárhúsunum. Sér hann þá, að upp á Hringshaugnum stendur geisi- hár maður, svo hár að slíkan mann hafði hann aldrei fyr séð að vexti og gjörvuleik. Sagði hann að sér hefði brugðið við sjón þessa. Horfði maður þessi upp til bæarins. Þrátt fyrir geig þann, sem greip pabba, sagðist hapn hafa sett í sig kjark og farið inn í húsið, tekið árina og haldið með hana út úr húsinu. Þegar hann kom út úr húsinu og varð litið upp á bakkana til haugsins þar sem hinn mikli maður hafði staðið, var hann allur á bak og burt. Sá faðir minn hann aldrei síðar. Ég mun hafa verið 12 ára þegar faðir minn sagði mér þessa sögu. Því mætti bæta við að á heimili föð- ur míns var maður, sem Jónas Jónas- son hét og var lengi vinnumaður í Hringsdal. Hann var 2 metra hár og mun hafa verið hæsti maður sýslunnar. Sagði faðir minn, að sér hefði sýnzt maður eða mannssvipur sá, sem hann sá á haugnum hærri en Jónas var. Einar Bogason frá Hringsdal. LAGFÆRING 1 síðasta tölublaði Lesbókar, neðst í miðdálki á bls. 138, hefir frásögnin brenglast. Þar átti að standa: ..var það tilkoma Harmsworths .... er olli tímamótum ’ sögu enskrar blaða- mennsku og gerði hana miklu óveg- legri en hún hafði áður verið, þótt enn standi engin blöð framar en hin beztu blöð Englendinga.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.