Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1960, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1960, Blaðsíða 10
158 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ný sambýlishús hjá Gnoðarvogi í Reykjavík Lokið hefir verið við að byggja tæp- ar 3900 íbúðir 1 Rvík á síðustu fimm ár- um auk allmargra herbergja fyrir ein- hleypinga. Meðalfjölskylda er hér 4—5 manns. Byggt hefir því verið yfir um 17500 manns á þessum árum (6.) Strætisvagnar Reykjavíkur taka í notkun 5 nýa strætisvagna, og nota nú eingöngu dieselvagna til flutninga (10.) Nýtt bílaverkstæði, eign Stefnis hf., hefir verið stofnsett á Selfossi (11.) Þrjár stórar lyftur hafa verið settar upp í stórhýsi því, er Byggingarsam- vinnufélag prentara hefir reist við Kleppsveg. Er það fyrsta íbúðarhúsið hér, sem þannig er búið (12.) Nýtt stálskip, Auðunn GK-26, 160 lestir, smiðað í Noregi, kom til Hafn- arfjarðar. Eigandi er Ásar hf. (21.) MENNTAMÁL, VtSINDI OG LISTIR 1557 iðnemar eru nú á landinu með staðfestan námssamning. Flestir eru í húsasmíði, eða 337, vélvirkjar 200, bif- vélavirkjar 136 og rafvirkjar 112 (3.) í janúar luku 19 nemendur við Há- skóla íslands lokaprófum (4.) Oddur Benediktsson, Rvík, hefir hlotið 300 dollara styrk til náms í Bandaríkjunum. íslendingar í San Francisco lögðu það fé fram (9.) Ungir tónlistarmenn hafa myndað með sér félag, Musica Nova. Er tilgang- urinn að kynna tónlist ungra íslenzkra höfunda og einnig að skapa vettvang fyrir yngri hljóðfæraleikara (9.) Komin er út ný ljóðabók eftir Matthias Johannessen, Hólmgönguljóð. Er hún skreytt teikningum eftir Louisu Matthíasdóttur (10.) Jón Guðbrandsson, dýralæknir, framkvæmdi í vetur keisaraskurð á kú og bjargaði með því lífi hennar. Er þetta í fyrsta skifti, sem íslenzkur dýralæknir gerir þetta hér á landi, en þýzkur dýralæknir hefir gert samskon- ar aðgerð hér áður (13.) Við uppskurð í sjúkrahúsinu á Akranesi var sett gerviæð, 25—30 sm löng, úr „dakron“-efni í læri á manni, er blóðrásin hafði stíflazt. Páll Gísla- son, yfirlæknir sjúkrahússins, fram- kvæmdi aðgerðina, sem mun vera fyrsta sinnar tegundar hér á landi (13.) Menntaskólanemendur á Akureyri sýna sjónleikinn „Eftirlitsmanninn“ eftir Gogol (16.) Komin er út ljóðabók, Kirkjan á hafsbotni, eftir ókunnan höfund, er nefnir sig Árnliða Álfgeir (17.) Fjórtán þjóðkunnir menn hafa sent bæarráði Reykjavíkur ávarp þar sem farið er fram á friðhelgi á bæarstæði Ingólfs Arnarsonar við Aðalstræti (18.) Næsta sumar fer fram víðtæk rann- sókn á hafsvæðinu milli íslands og Færeyja. Taka þátt í henni tíu skip frá sex þjóðum. íslendingar leggja til eitt skipið, Maríu Júlíu, og stjómar Unnsteinn Stefánsson, efnafræðingur, rannsóknunum af íslands hálfu (19.) Jón K. Jóhannsson, læknir í Kefla- vík, framkvæmdi uppskurð á lítilli telpu, sem var með samgrónar æðar að og frá hjartanu, en börn með slík- um ágalla eiga sjaldnast langt líf fyrir höndum. Er þessi uppskurður fyrsti sinnar tegundar hér á landi, og mun hafa tekizt vel (19.) í stjórnarfrumvarpi, sem lagt hefir verið fyrir Alþingi, eru ný ákvæði þar sem læknanemar eru skyldaðir til að ljúka framhaldsnámi í íslenzkum sjúkrahúsum til þess að öðlast læknis- leyfi á íslandi (26.) Ákveðið hefir verið að auka hlutafé styrktarfélags Almenna bókafélagsins um helming í 2 millj. kr. (26.) MENN OG MÁLEFNI Gunnar Jóhannsson var endurkjör- inn formaður verkamannafélagsins Þróttar á Siglufirði (2.) Helgi Bergs, verkfræðingur, tekur sæti á Alþingi sem varamaður Björns Fr. Björnssonar, 4. þm. Suðurlandskjör- dæmis (3.) Mikojan, varaforsætisráðherra Rúss- lands, kom við á Keflavíkurflugvelli á leið til Kúbu (5.) Katrín Smári tekur sæti á Alþingi sem varamaður Eggerts Þorsteinsson- ar, 10. þingmanns Reykjavíkur (6.) Gunnar Thoroddsen var kjörinn for- seti bæarstjórnar, í bæarráð voru kjörin: Auður Auðuns, Geir Hallgríms- son, Björgvin Frederiksen, Magnús Ástmarsson og Guðmundur Vigfússon (6.) íslenzk kona, frú Ólöf Árnadóttir, hlaut verðlaun í alþjóðlegri ritgerða- samkeppni, sem kvennasamtökin „Committee of Correspondence“ efndu til. Verðlaunin eru mánaðardvöl í Bandaríkjunum (7.) íbúatala Reykjavíkur var 70.850 miðað við 1. des. sl. (Haustið 1950 voru þeir 57.563). Konur eru rúmlega 36.500, en karlar 34.300 (7.) Stefán Pálmason hefir látið af störf- um sem bústjóri á Korpúlfsstöðum, en hann hefir verið það óslitið síðan 1931 (18.) Tyler Thompson hefir verið skipað- ur sendiherra Bandaríkjanna hér á landi. Hann hefir að undanförnu verið sendiráðunautur í Ottawa (11.) Vilhjálmur Finsen kjörinn heiðurs- félagi Blaðamannafélags Islands. For-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.