Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1960, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1960, Blaðsíða 8
156 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÞETTA CERÐIST í FEBRÚAR i Olafur Thors forsætisráðherra heldur á Alþingi 5. febr. framsöguræðu um viðreisnaráform stjórnarinnar. RIKISSTJÓRNIN lagði 3. febrúar fyrir Alþingi frumvarp til laga um efnahagsmál. 1 frumvarpi þessu og fleiri frumvörpum, sem stjórnin flutti síðar í mánuðinum, eða mun flytja, felast þær ráðstafanir, sem ríkisstjórnin hyggst gera til við- reisnar í efnahagsmáium ísiend- inga, Viðreisnartillögur stjórnarinn- ar í heild eru í stuttu máli þessar: 1) Uppbotakerfið er afnumið og skráningu krónunnar breytt þannig, að útflutningsframleiðslan verði rekin hailalaust, án bóta eða styrkja. Gengi krónunnar er breytt þannig, að 38 krónur verða í Banda- ríkjadollar. 2) Til þess að draga úr kjara- skerðingu vegna verðhækkana, er lögð til mjög mikil hækkun á bótum almannatrygginga, sérstaklega á fjölskyldubotum og elli- og örorku- lífeyri. Munu heildarbótagreiðslur aimannatrygginga um það bil tvö- faldast. Þessar ráðstafanir hafa það í för með sér, að hækkun fram- færslukostnaðar vegna gengisbreyt- ingar, sem numið hefði 13%, ef engar gagnráðstafanir hefðu verið gerðar, verður aðeins 3%. En kjör þeirra, sem mestrar bótaaukningar njóta, þ. e. aldraðs fólks, öryrkja og fjölskyldna með 3 börn eða fleiri, verði sem næst óbreytt. Fjölskyldu- bætur verða greiddar þegar með fyrsta barni og verða þær sömu með öllum börnum, 2600 kr. á barn, hvar sem er á landinu. 3) Tekjuskattur af almennum launatekjum fellur niður. 4) Gagnger endurskoðun skal hafin á fjármálum rikisins með það fyrir augum að gera rekstur þess hagkvæmari og ódýrari. 5) Gerð verður viðtæk breyting á skipan innflutnings- og gjaldeyris mála. Innfiutningsskrifstofan verð- ur lögð niður og öll höft afnumin af um það bil 60% áriegs innflutnings til landsins. Verðlagseftirliti verður haldið áfram. 6) Gert er ráð fyrir myndun allt að 20 milljón dollara gjaldeyrls- sjóðs. Er þetta gert til þess að losa landið úr þeim miklu gjaldeyris- erfiðleikum, sem það annars myndi eiga við að stríða næstu mánuði og jafnvel ár meðan jafnvægi er að skapast í efnahagsmálum þjóðar- innar. 7) Gerðar verða ráðstafanir til að koma á jafnvægi í peningamái- um innanlands, m. a. með hækkun inniáns- og útlánsvaxta. (Inniáns- vextir allt að 10%, en víxlavextir 11%) 8) Til þess að koma í veg fyrir að kapphlaup milli kaupgjalds- og verðiags hefjist að nýju, leggur ríkisstjórnin til að óheimilt sé að miða kaupgjaldið við breytingar á vísitölu. Hinsvegar eru ekki í frum- varpinu nein ákvæði um grunn- kaup (4.) Rikisstjórnin hefir gefið út hvíta bók um efnahagsmálin, þar sem gerð er grein fyrir þróun þeirra mála undanfarin ár, og þeim tiilög- um, sem stjórnin hefir lagt fyrir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.