Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1960, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1960, Síða 1
Sólskinsdagar á Búðum III Búðaklettur og Búðahraun Búðaklettur. ALDREI hefir fólk meiri áhuga fyrir útvarpi heldur en þegar það er í sumarfríi. Þá eru útvarpstæk- in höfuðsetin. En menn girnast ekki að heyra fréttir af kosning- unum í Kóreu eða blóðsúthelling- um í Kongó, heldur eru það veður- fréttirnar, því að það er allt undir veðrinu komið hvernig sumarfríið verður. Það er verst hvað útvarp- ið hérna er ógreinilegt. Hreyfill- inn, sem framleiðir rafmagn handa gistihúsinu og veitir viðtækinu straum, þykist hafa einkaleyfi á því í staðinn að mala í útvarpið, og hann er vís til að mala svo hátt, þegar sá gállinn er á honum, að ekki heyrist nema slitur af orðum þess, sem les veðurfregnirnir. Á mánudaginn hugðumst við skoða Búðahraun og Búðaklett og þá var um að gera að fá gott veð- ur. Við vorum því komin að hljóð- nemanum löngu áður en von var á veðurfréttunum, og hlustuðum með þolinmæði á malið í hreyflin- um. Veður var að vísu gott, en norð anáttin hafði kembt gríðarmikinn snjóhvítan þokukúf á fjöllin, og lék sér að því að lyppa úr honum niður eftir hlíðunum. Að lokum heyrist mannsrödd keppa við hreyfilinn og við nemum þetta eina orð: „rign- ing“. Og svo heyrum við ekki bet- ur en sagt sé: „Faxaflói og Faxa- flóamið, norðvestan .... þykkt loft og rigning með köflum“. J*ja, þetta er þá sama spáin og á laug- ardaginn, en allan þann dag var hitasólskin á Búðum og undir Jökli. Þetta hlýtur að vera góð spá. Og þegar við höfum snætt hádegis- verð, búumst við til ferðar. Þá er hvíta þokan að dragast norður af

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.