Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1960, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1960, Side 8
500 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Galdrabók séra Einars INIikulássonar galdrameistara og Hákonarstaða bók SÉRA Einar Nikulásson prestur á Skinnastað 1660—1699 var af sam- tíð sinni talinn ram-göldróttur og virðingarmestur í hópi fjölkyngis- manna, sem nafnbót hans vottar. Má og vera að meistaratitilinn hafi hann fengið jafnframt af því að hann hélt, að sögn, galdraskóla á heimili sínu (Espól. o. fl.) Synir hans þrír voru kenndir við galdur og galdraorð fór af sumum niðjum þeirra. Af sjálfsögðu átti sr. Einar sína galdrabók sem aðrir fjölkyngis- menn. Úr dánarbúi sr. Einars er talið að galdrabókin hafi gengið til Galdra-Eiríks sonar hans og eftir hans dag til sonar hans Eiríks ríka á Arnarstöðum. Með börnum eða niðjum Eiríks, sem fluttust austur í Múlaþing, er talið að bókin hafi flutzt þangað, einna líkast að það hafi orðið með Pétri Arnsted syni hans, sem prestur varð á Hofi í Vopnafirði (1729—38). Eftir að bókin barst til Austurlands er ókunnur ferill hennar fyrr en um eða litlu fyrir miðja 19. öld að hún kemur fram í eign Péturs vara- þingmanns Péturssonar á Hákon- arstöðum og getur hafa verið í eign settar hans lengi áður. Þeir voru fremdarmenn allir þrír Hákonar- staða-Pétrarnir, komnir í beinan legg af Jóni Gunnlaugssyni ætt- fræðingi og hefir sennilega verið fræðihneigðin í blóð borin. Pétur elzti (Pétursson) var sonarsonur Jóns. Hann hafði búið í Vopnafirði fyrr en á Hákonarstöðum. Til hans sneri Bjarni amtmaður Thoraren- sen sér um að leita að fornri leið yfir Ódáðahraun. Varð sú för all- fræg. Pétur annar var kosinn vara- þingmaður fyrir N-Múlasýslu, auk þess kunnur að því að vilja heldur einn kosta för fulltrúa úr Múla- Titilsíðan á ilákonarslaðabuk.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.