Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1960, Qupperneq 14
50«
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
RADAR
STARON
Tunglið
sem endurvarpsstöð
Cctur sjónvarp nú naú uin allan heim ?
FRÁ upphafi loftskeyta hefir verið
lögð mikil áherzla á að skeytin
gæti farið sem lengst, og þráðlaust
samband þannig náð sem víðast.
Fyrst var byrjað á því að lengja
bylgjurnar, reisa stærri og stærri
loftskeytastöðvar og auka sendi-
kraft þeirra.
En svo komust menn að því, að
í háloftunum var rafmagnað svæði,
80—400 km frá jörð, og að raf-
magnsbylgjur sem lentu á þessu
svæði endurköstuðust þaðan til
jarðar aftur. Þetta var merkileg
uppgötvun. Menn vissu áður að
rafmagnsbylgjurnar fóru beint
stryk og gátu ekki fylgt hnatt-
lögun jarðar nema stuttan spöl. Nú
var hægt að senda þær beint upp
í loftið fyrst og láta þær svo end-
urkastast til jarðar og með því
móti sló þeim niður á stóru svæði
og í allt að 3500 km vegarlengd frá
sendistöðinni.
Á þessari uppgötvun byggist svo
það, að hægt var að senda talskeyti
um óravegu. Eins var hægt að út-
varpa um allan hnöttinn. En allir
útvarpsnotendur munu hafa rekið
sig á, ,að dagaskifti eru um það
hvernig hlustunarskilyrði eru.
Stundum heyrist vel, en stundum
heyrist ekki neitt fyrir truflunum.
Þessar breytingar koma fram við
breytingar á rafmagnssviði lofts-
ins, hinu svokallaða jónusviði. Það
er mjög mismunandi hvernig það
endurkastar rafmagnsbylgjunum.
Reynt hefir verið að sigrast á
þessu með stuttbylgjum og mjög
kröftugum langbylgjustöðvum. En
beinar sendingar þeirra ná ekki út
fyrir sjóndeildarhringinn. Reynt
hefir verið að bæta úr þessu með
því að reisa loftskeytastöðvar, út-
varpsstöðvar og sjónvarpsstöðvar
á hólum og hæðum og hafa þær
sem hæstar. Við það víkkar „sjón-
deildarhringurinn“ og stöðvarnar
ná lengra.
En það er ekki hægt að sjón-
varpa yfir úthöfin. Yfir norður-
hluta Atlantshafs, milli Ameríku
og Evrópu, hefir verið lagður sæ-
sæmi, en sjónvarpið getur ekki
haft neitt gagn af honum.
í janúarmánuði 1946 fóru fram
tilraunir bæði í Bandaríkjunum og
Ástralíu um skeytasendingar til
tunglsins. Voru notuð hin sterk-
ustu radartæki, sem fundin höfðu
verið upp í stríðinu. Og árangur-
inn varð sá, að tunglið endurvarp-
aði þessum skeytum, svo að þau
bárust til jarðar aftur.
Nokkru seinna voru talskeyti
send til tunglsins, og þau skiluðu
sér aftur til jarðar.
Nú er það kunnugt, að rafmagns-
bylgjur fara með sama hraða og
ljósið, eða um 300.000 km á hverri
sekúndu. Leiðin til tunglsins er
ekki lengri en svo, að rafmagns-
bylgjur eru ekki nema svo sem
2.5 sek. að fara þar á milli
Slík töf gerði útvarpssend-
ingum og sjónvarpssendingum lít-
ið til, en hún mundi verða til mik-
illa óþæginda fyrir samtal, t. d.
milli Evrópu og Ameríku. Annað
er þó verra, að tunglið er ekki allt-
af á lofti, þegar þarf að afgreiða
skeyti eða samtal. Tunglið er á sí-
feldri hringferð um jörðina, og um-
ferðartími þess hér um bil 29,5
sólarhringar.
Síðan farið var að skjóta gervi-
tunglum á loft, hefir mönnum hug-
kvæmzt að nota megi þau sem
endurvarpsstöðvar í staðinn fyrir
tunglið. Ef gervihnetti væri skotið
frá miðjarðarlínu 22.000 enskar
mílur upp í loftið, þá mundi um-
ferðartími hans vera jafn snún-
ingi jarðar, þannig að hann virtist
alltaf á sama stað. Væri þetta nú
stór belgur með málmhúð, mundi
hann geta endurvarpað skeytum
svo að segja um hálfa jörðina.
Þrír slíkir fylgihnettir jarðar, sem
væri með jöfnu millibili, mundu
geta komið skeytum um alla jörð-
ina. Og þó væri það enn betra ef
sérstök endurvarpsstöð væri í
hverjum þessara hnatta.
Menn hafa þegar reiknað hve
stórir slíkir fylgihnettir þyrfti að
vera og hve öflugar endurvarps-
stöðvar þeirra þyrfti að vera, til
þess að koma sjónvarpi um alla
jörðina. Hafa þeir komizt að þeirri
niðurstöðu, að flugbelgurinn muni
(
T