Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1960, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1960, Qupperneq 9
LESBÓK MORGLTNBLAÐSINS 501 sýslum á Þingvallafund en að sú ferð félli niður. Pétur yngsti Jökull var listhagur gáfumaður, sem fyrr getur. Að frásögn Péturs Sveinssonar frá Bessastöðum í Fljótsdal varð lokaferill galdrabókar sr. Einars Nikulássonar sá, að hún komst í hendur sr. Stefáns Árnasonar á Valþjófsstað, sem bar hana á bál. Orðrétf er frásögn Péturs þessi: „Þegar eg var ungur (hann var fæddur 1823) sá eg bók eftir séra Einar. Hún var vel skrifuð með fljótaskrift í 4. blaða broti, á þykkt við hálfa Jónspostillu með miklu af galdrarúnum og lesningum og uppdráttum af hvölum. Það var mikil og merkileg syrpa og illt að glata henni. Pétur gamli á Hákon- arstöðum átti bókina, en Stefán prófastur Árnason náði í hana og brenndi hana“. (Blanda IV/143) Pétur var sonur Sveins bónda Pálssonar á Bessastöðum. Hann ólst upp í Fljótsdal og var samtíð- armaður þeirra séra Stefáns og Péturs „gamla“ sem hann nefnir svo, af því að Pétur sonur hans var á Hákonarstöðum líka. Bálför galdrabókar sr. Einars galdrameistara er vart að vefengja. Og glötuð væri þau fræði, sem hún hafði að geyma, ef ekki kæmi fleira til. II. Á Landsbókasafninu er handrit, komið úr safni Jóns Sigurðssonar (J. S. 248, 4to). Það er ritað 1846 af Pétri Jökli, listhögum manni og skrifara góðum, syni Péturs „gamla“ á Hákonarstöðum. í hand- ritaskrá P. E. Ó, er sagt að hand- ritið hafi verið í eign Jóns eldra á Eiríksstöðum o. fl., en sé komið til Jóns Sigurðssonar frá Marteini Jónssyni gullsmið (í Gilsárteigi) og að Jón hafi gefið því nafnið Hákon- arstaðabók. Marteinn hefir ritað nafn sitt á Sýnlshorn tekið úr galdrakaflanum. bókina og ártalið „1861 um haust“. Bókin er 377 blaðsíður í fjögra blaða broti. Innihaldið er marg- þætt og margvíslegs efnis. Fyrst eru fornaldarrúnir, sem svo eru kallaðar. Þær eru af 49 gerðum eða tegundum, hver með sínu nafni. Næst eru galdrarúnir, sex teg- undir. Síðast, meir en helmingur bókar, er lesmál fræðilegs efnis í milli 10 og 20 liðum eða þáttum. Þar á meðal er einn Um náttúrlegan galdur og önnur Að vísa til þjófa innanhúss. — Um tvo þættina er þess getið, að þeir kéu eftir ritum Jóns lærða. Annar er Um Islands grös og gimsteina, hinn Um hvali með teikningum hvalanna lit- skreyttum. Um einn þáttinn er þess getið, að hann sé eftir ritum þess hálærða M. Alberty Magne. Enginn vafi er á því að Hákonar- staðabók er afrit af galdrabók séra Einars Nikulássonar. Hákonar- staðamönnum hefir þótt þetta of dýrmæt fræði til að láta af hendi án þess að eiga eftir afrit. Stærð bókarinnar, sem brennd var, og efnislýsing Péturs Sveins- sonar — það sem hún nær — svar- ar alveg til Hákonarstaðabókar. Titilblað Hákonarstaðabókar er skrautritað í litum og rósaumgerð, einnig í litum, utan um textann, sem er þessi: Hér skrifast Fornaldarrúnir og Konstinaðgera Gegleri Titilblaðið tekur ekki nánda nærri til alls efnis bókarinnar. í henni eru margvísleg fræði önnur,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.