Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1960, Side 3
LESBÓK MORGTJNBLAÐSINS
493
voru Vatnsholt, Bláfeldur, Bakki
og Hraunhöfn. Og svo átti kirkj-
an í Hraunlöndum þar einnig upp-
sátur. Þess er getið í Axlar-Bjarn-
arsögu séra Sveins Níelssonar, að
Björn hafi róið á Frambúðum á
skipi sem Knarrarmenn áttu. Þetta
getur verið rétt. Björn var upp al-
inn á Knerri hjá Ormi ríka Þor-
leifssyni, sem þá átti allar jarðir
í Breiðavík. Þegar kirkjan var lögð
niður á Hraunlöndum og flutt
að Knerri, töldu Knarrarmenn að
henni fylgdi útræði á Frambúðum
og fóru að gera út þar. En Hraun-
landamenn þóttust eiga þar forn-
an rétt og heldu áfram útgerð sinni
þar eftir sem áður. Út af þessu
varð ágreiningur, eins og sjá má
á Jarðabókinni. En frásögnin um
að Axlar-Björn hafi róið á Fram-
búðum á útgerð Knarrarmanna,
sýnir að kirkjan hefir verið flutt
frá Hraunlöndum um miðja 16.
öld eða skömmu síðar.
í Jarðabókinni er sagt að sex
sjóbúðir hafi verið á Frambúðum,
en þá voru ekki nema fjórar uppi
standandi. Það var Knarrarbúð,
Vatnsholtsbúð og tvær aðrar, sem
Eiríkur Steindórsson, Búðabóndi,
leigði fyrir 6 fjórðunga hvora. —
Munu það hafa verið búðir Hraun-
hafnar og Bakka, því að Kálfár-
vellir höfðu þá flutt útgerð sína
fyrir 20 árum inn að Efribúðum
„með vilja þeirra er þar búa, báð-
um til hagnaðar“ Búðarústirnar
eru enn glöggvar og er einkenni-
legt, að búðunum hefir verið tyllt
á hraunhóla. En það hefir verið
gert til þess að ekki flæddi inn í
þær, því að í stórbrimum gengur
sjór langt upp á grasflötina. eins
og sjá má á mori, sem hann hefir
skolað þar upp undir hraunbrún.
Hér er líka um 18 feta munur flóðs
og fjöru.
----O------
Við höfum farið heldur langt
fram með sjónum til þess að kom-
ast á Klettsgötu, en nennum ekki
að snúa við og leggjum því í hraun-
ið beint af augum. Okkur hefir ver-
ið sagt frá gaddavírsgirðingu,
sem liggur þvert yfir hraunið og
hvergi sé hlið á henni nema á
Klettsgötu. Þangað verðum við
því að fara til þess að komast í
gegn um girðinguna og ná götunni.
Það var svo sem enginn hægðar-
leikur að klöngrast yfir hraunið,
enda er Búðahraun víðast talið svo
að segja ófært mönnum og skepn-
um, nema þar sem gatan er. Og þó
hefir ferðamönnum ekki þótt hún
góð. Eggert Ólafsson lýsir henni
svo um miðja 18. öld: „Búðahraun
er hættulegt yfirferðar sakir þess
hve holótt það er. Holur þessar eru
hvarvetna í hinum láréttu hraun-
hellum. Að ofan eru þær 3—5 álna
breiðar, en hálfu víðari að neðan-
verðu. Þær eru kringlóttar og 6—
10 álna djúpar og stundum enn
dýpri. Allar eru þær skapaðar af
jarðeldi, eða við náttúrlega
bræðslu hraunsins.“ Holland segir
í ferðabók sinni 1810: „Troðning-
arnir eru í senn erfiðir og hættu-
legir yfirferðar. Báðum megin göt-
unnar gína við djúpar gjár, gjót-
ur og hraunhvolf“ Henderson seg-
ir 1815 að leiðin yfir Búðahraun sé
ákaflega hættuieg, vegna þess að
gjár og sprungur liggi hvað eftir
annað yfir veginn, en til beggja
handa sé dimmir hraunkatlar. En
þessa leið fóru íslenzkir bændur
með skreiðarlestir öldum saman og
óx það ekki í augum. Okkur fannst
líka sem við kæmum á þjóðbraut,
þegar við náðum götunni.
Girðingin, sem þarna liggur
þvert yfir hraunið, var sett 1943.
Snæfellingafélagið í Reykjavík
hafði þá hafizt handa um að friða
Búðahraun og ætlaði að rækta þar
skóg og fekk Skógrækt ríkisins í
lið við sig. Voru þá girtir 9 ferkm.
í hrauninu og áttu nokkrar jarðir
í Breiðavík sinn skikann hver í
því landi, svo sem Knarrar-Tunga,
Knörr, Öxl og eyðibýlin Selvellir
og Kinn. Þessi lönd voru keypt, en
Búðalandið (land gömlu Hraun-
hafnar) átti ríkið og þurfti ekki
að kaupa það. Ærinn kostnaður
varð af öllu þessu og reis félagið