Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1960, Blaðsíða 12
504
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Sólir í nágrenni jaröar
í prein í Lesbók 11. sept. er rætt um það, að mönnum muni aldre,
takast sð sigra geiminn, eða leggja hann undir sig,- en talið meir
en líklegt að mönnum takist að fljúga út fyrir sólkerfið og fljúgs
til næstu sólna í Vetrarbrautinni til þess að ganga úr skugga urrv
nvort þeim fylgja byggðar jarðstjörnur. Hér er svo grein eftii
ti’itz Leiber um það, hverjar þessar sólir sé.
STJÖRNUFRÆÐINGAR hallast
nú meir og meir að þeirri skbðun
að jarðstjörnur fylgi fjölda sólna,
jafnvel þeim, sem eru nágrannai
sólhverfis vors. Og þar sem tækn-
inni í geimflugi fleygir nú fran\
og búist er við að menn muni ein*
hvern tíma geta flogið til þessara
sólna, þá er vakandi áhugi fyrii
því að kynnast þessu.
Auðvitað verða fyrstu geimferð*
irnar farnar til nágrannahnatta
vorra í sólhverfinu. Ekki er þó bú-
ist við að líf sé á neinni af þeim
jarðstjörnum, nema ef vera skyldi
á Marz, og þó sennilega ekki um
neinar vitverur þar að ræða.
En hver veit nema vitsmunalít
muni finnast í öðrum sólhverfum,
ef vér komumst svo langt.
Það eru nú um 100.000 miljónii
sólna í Vetrarbrautinni. Sumai
þessara sólna eru að minnsta kosti
tíuþúsund sinnum heitari en vor
sól, hvít og blá kjarnorkueldhöf.
Sumar eru rauðar á lit, en þær eru
tíuþúsund sinnum daufari.
Sól vor er gul og í meðallagi
björt, og hún er einnig í meðallagi
stór. En til eru sólir svo stórar, að
ef þær væri komnar á þann stað
sem sól vor er nú, mundu þær ná
yfir allt sólhverfið út fyrii Satúrn.
Aftur á móti eru til svo litlar sólir,
að þær eru ekki stærri en jörðin.
Sumar sólirnar í Vetrarbrautinni
eru í 70.000 ljósára fjarlægð frá
jörðinni. Þær eru í hinni brún
þessa mikla skjaldar, sem kallast
Vetrarbraut, og engum manni mun
detta í hug að reyna að ferðast
þangað.
Ekki er það nema lítill hluti af
þessum 100.000 miljónum sólna í
Vetrarbrautinni, sem hægt er að
sjá með berum augum. Hinar sól-
irnar hafa menn uppgötvað með
stjörnusjám eða útreikningum. Af
sólum þeim, sem sjást með berum
augum, hafa um hundrað sérstök
heiti, gefin af fornum arabiskum,
grískum og rómverskum stjörnu-
fræðingum. Frá Grikkjum og Róm-
verjum eru komin nöfn svo sem
Sirius, Arcturus og Capella, en frá
Aröbum nöfnin Achernar, Altair,
Formalhaut og Betelguese. •
Þessar og aðrar bjartar stjörnur
eru kenndar við stjörnumerkin,
sem þær eru í, að viðbættum grísk-
um staf til auðkenningar. Betel-
guese er t. d. skærasta stjarnan í
stjörnumerkinu Orion (veiði-
manninum) og hún er stundum
kölluð Alpha Orionis. Næstskær-
asta stjarnan í þessu stjörnumerki
er Rigel, en hún er nefnd Beta
Orionis. Þriðja stjarnan er Bella-
trix og hún er kölluð Gamma
Orionis o. s. frv. En langflestar
stjörnur eru nafnlausar og hafa að-
eins sín númer í stjörnuskránni.
Sjómaður á Kyrrahafinu, er ætl-
aði að fara í rannsóknaför, mundi
fyrst leita þeirra eya, sem næstar
eru, áður en hann legði út á regin-
hafið. Eins mun oss fara. Vér mun-
um fyrst leita til þeirra jarðstjarna
og sólna, sem eru oss næstar, áður
en vér hættum oss út í regingeim-
inn.
Sú sól, sem næst er jörðu (að
vorri sól auðvitað undan skilinni).
er Alpha Centauri, bjartasta
stjarnan í Bogmannsmerkinu, og
þriðja bjartasta stjarna á suður-
hveli himins. Hún sést afar sjaldan
á norðurhluta jarðar. En fjarlægð-
in milli hennar og jarðar er um 4
ljósár. Það er engin fjarstæða að
gera ráð fyrir því, að geimför muni
með tímanum geta farið með hraða
ljóssins, eða allt að því. Setjum því
svo að það muni taka um sex ár
að ferðast þangað, og er þá gert
ráð fyrir því að hægar þurfi að
fljúga er á stað er farið og áður en
lent er. En nú ber þess að geta, að
Alpha Centauri villir mönnum sýn.
Þetta er ekki ein stjarna, þótt svo
sýnist, heldur þrjár. Ein þeirra er
dauf og nefnist Proxima Centauri,
önnur er í meðallagi björt, en mjög
ólík vorri sól, hin þriðja líkist aftur
á móti mjög sól vorri, nema hvað
hún er heldur minni. Hver veit
nema henni fylgi jarðstjörnur á
borð við Venus, Marz og jörðina.
Á norðurhveli jarðar er litil
stjarna og ekki sýnileg berum aug-
um. Hún nefnist Barnards-stjarna
og þangað er 6 ljósára leið Hún
þeytist áfram með meiri hraða en
nokkur önnur stjarna í Vetrar-
brautinni, og fara hinar stjörnurn-
ar þó ekki hægt. Sól vor með öllu
sólhverfi sínu geysist t. d. með allt
að 20 km. hraða á sekúndu í áttina
að stjörnumerkinu Herkúlus.
Næst á eftir Barnards-stjörnu