Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1960, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
507
Hvernig myndnst eggjohvítueini ?
Þegar menn komast að því, verður sennilega hœgf
að sigrasi á krabbameini og ýmsum sjúkdómum
Hér má sjá, að þrír gervihnettir mundu
geta annað sjónvarpi um alla jörð,
allan sólarhringinn.
þurfa að vera eitthvað milli 100 og
1000 fet að þvermáli.
Ýmis vandkvæði eru enn á því
að smíða slíka gervihnetti og koma
þeim á ákveðna staði í geimnum,
svo til frambúðar sé. Sumir hafa
stungið upp á því að senda þessa
hnetti ekki lengra út í geiminn en
um 1000 enskar mílur. Umferðar-
tími þeirra um jörð mundi þá vera
nálægt tveimur klukkustundum.
Og svo sé hnettirnir hafðir fleiri,
eða svo margir að aldrei geti trufl-
ast sjónvarpssending. Væri svo yf-
irborð þessara hnatta úr plasti með
málmhúð utan á, mundu þeir ekki
þurfa neina endurvarpsstöð, þeir
gæti endurvarpað sjálfir úr svo lít-
illi hæð. Væri aftur á móti höfð
ofurlítil endurvarpsstöð í þeim,
þyrf ti s j ónvarps-sendistöðvarnar
ekki að hafa jafn mikinn sendi-
kraft, en skeytin bærist þó enn
skírari til jarðar aftur. Kraftinn til
þess að halda virku móttökutæki
og senditæki gervihnattarins,
þyrfti þá að fá frá sólinni, þannig
að í gervihnöttunum væri raf-
magnshlöður, sem- sólargeislar
væri látnir hlaða jafnharðan.
Stöðugt er haldið áfram rann-
sóknum og tilraunum í þessu skyni
og þess verður ef til vill ekki langt
að bíða að komnir verði á loft
gervihnettir, sem eru jafnframt
A L D R E I hefir verið lagt annað
eins kapp á að komast eftir því
hvernig eggjahvítuefni myndast,
eins og nú er gert í Bandaríkjun-
um. Allar frægustu vísindastofnan-
ir þar í landi vinna nú að þessu og
hafa skift með sér verkum, því að
margt þarf að rannsaka.
Eggjahvítuefni eru kjarni hvers
lifandi líkama. Úr næringarefnum,
sem í er eggjahvítuefni, vinna
meltingarfærin rúmlega 20 teg-
undir af aminó-sýrum, sem síðan
berast til fruma líkamans. Á þessu
nærast frumurnar, en það sem er
umfram þörf þeirra, gengur til þess
að mynda nýar frumur. Þá hafa
sýrurnar breyzt á ný í eggjahvítu-
efni.
Þetta er í fæstum orðum lýsing
á því hvernig líkami lifir og þró-
ast. Nú er það svo um krabbamein,
að þá hleypur ofvöxtur í frumur,
það er eins og þær tryllist. Ef
krabbinn er t. d. í lifrinni, stækkar
hún óðfluga og framleiðir miklu
meira af aminó-sýrum en venju-
legt er. Þetta gæti bent til þess að
hægt væri að lækna krabbamein
í lifur, ef takast mætti að hafa vald
á framleiðslu aminó-sýranna.
Sumir arfgengir sjúkdómar stafa
af því, að frumur framleiða ekki
eggjahvítuefni á réttan hátt. Úr
þessu mætti bæta, ef menn vissu
hvernig fæðuefni breytast í amínó-
endurvarpsstöðvar. Verður þá mik-
il breyting á öllum skeytasending-
um og útvarpi, en stórkbstlegust
verður sú breytingin, að þá verður
hægt að sjónvarpa um alla jörð.
sýrur og aminó-sýrur aftur í
eggjahvítuefni. Þegar sérstakar
frumur í líkamanum geta ekki
notað eina tegund aminó-sýra á
réttan hátt, myndast eitur í líkam-
anum og veldur geðveiki. Þegar
þetta kemur fyrir hjá börnum, er
afleiðingin sú, að þau verða van-
gæf, sem kallað er.
í hitabeltinu er algengur blóð-
sjúkdómur, sem nefndur er blóð-
sigð. Hann er þannig, að rauðblóð-
korn raðast saman og mynda
keðju, sem líkist sigð í laginu. Nú
hefir komið upp úr kafinu að þetta
stafar af því, að aðeins ein aminó-
sýra er ekki í réttu hlutfalli við
aðrar í sameind eggjahvítuefnis
þess, er nefnist „hemoglobin", er
flytur ildi inn í blóðrásina.
Aukin þekking á því hvernig
frumurnar framleiða eggjahvítu-
efni, getur orðið mjög mikilvæg í
baráttu við allskonar vírur, sem
neyða frumurnar til þess að eyða
eggjahvítuefninu í nýar vírur. í
stað þess að skapa úr því nýar
frumur.
----O------
Eggjahvítuefni í jurta- og dýra-
fæðu eru manninum nauðsynleg,
vegna þess að úr þeim vinna melt-
ingarfærin aminó-sýrurnar. Síðan
taka frumurnar við þessum sýrum
og breyta þeim aftur í eggjahvítu-
efni, eftir því sem líkaminn þarfn-
ast. í öllum eggjahvítuefrium eru
að minnsta kosti 20 aminó-sýru-
tegundir. Frá sjónarmiði vísinda-
mannsins eru eggjahvítuefnin bví
lífsskilyrði fyrir allar lifandi ver-
ur allt frá lægstu fyrstlingum til
mannsins.
f